Fótboltaveisla á Parken og Spánn í átta liða úrslitin Anton Ingi Leifsson skrifar 28. júní 2021 18:34 Cesar fagnar markinu sem kom Spáni í 3-2. Hannah McKay/Getty Spánverjar eru komnir í átta liða úrslit Evrópumótsins 2020. Þeir spænsku unnu 5-3 sigur á Króatíu á Parken eftir stórskemmtilegan framlengdan leik. Spánverjar byrjuðu af miklum krafti í Kaupmannahöfn og fengu tvö dauðafæri til þess að koma sér yfir en allt kom fyrir ekki. Það voru Króatarnir sem náðu forystunni. Sending miðjumannsins Pedro til baka á markvörðinn Unai Simon endaði í netinu eftir hörmuleg mistök Simon. Klippa: Klaufalegt sjálfsmark Þvert gegn gangi leiksins voru því Króatar komnir yfir í hitanum á Parken en Spánverjar jöfnuðu metin á 38. mínútu eftir að hafa stýrt leiknum. Eftir darraðadans og skothríð að marki Króata féll boltinn fyrir Pablo Sarabia sem kom boltanum í netið. Allt jafnt í leikhléi, 1-1. Áfram héldu Spánverjar að spila vel í síðari hálfleik og það var Ferran Torres sem lagði upp annað markið fyrir César Azpilicueta á 57. mínútu. Torres hafði átt nokkrar frábærar fyrirgjafir og eitt þeirra skilaði marki er hægri bakvörðurinn Azpilicueta mætti á fjærstöngina og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Króatarnir voru nálægt því að jafna metin á 66. mínútu er þeir áttu sitt besta spil í leiknum en Unai Simon sá við Nikola Vlasic eftir gott spil Króata. Spánverjar gerðu hins vegar út um leikinn á 77. mínútu. Ferran Torres fékk langa sendingu yfir allan völlinn, komst fram fyrir sofandi varnarmenn Króatíu og skoraði. #ESP have scored 3+ goals in back-to-back games for the first time at a European Championships.Turns out they could score goals after all. 😅 pic.twitter.com/BVzlHiPqS1— Squawka Football (@Squawka) June 28, 2021 Króatarnir voru ekki hættir og þeir minnkuðu muninn í 3-2 er fimm mínútur voru eftir. Ævintýralegur darraðadans endaði með því að boltinn var dæmdur inni með marklínutækninni en Mislav Orsic kom boltanum yfir línuna. Dramatíkinn var ekki lokið því á 92. mínútu jöfnuðu Króatarnir metin. Fyrirgjöf varamannsins Mislav Orsic rataði beint á kollinn á Mario Pasalic sem stangaði boltann í netið. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma, 3-3 og því þurfti að framlengja leikinn. ÓTRÚLEGAR LOKAMÍNÚTUR! Króatar jöfnuðu í 3-3 á lokamínútum leiksins og við erum farin í framlengingu #EURO2020 #CRO #ESP #emisland pic.twitter.com/eb78Pfi5wq— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 28, 2021 Króatarnir fengu dauðafæri á 96. mínútu. Eftir enn einn undirbúning Mislav Orsic fékk Andrej Kramaric boltan rétt fyrir utan markteiginn en Simon sá við honum með frábærri markvörslu. Það var á tíundu mínútu framlengingarinnar er þeir spænsku komust yfir. Fyrirgjöf á fjærstöngina, Morata tók vel við boltanum og þrumaði boltanum í netið. Tveimur mínútum gerði Mikel Oyarzabal svo út um leikinn eftir fyrirgjöf Dani Olmo. Króatar fengu annað dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks framlengarinnar en inn vildi boltinn ekki. Spánir sigldu sigrinum í hús að lokum og lokatölur 5-3 í stórkostlegum fótboltaleik. Spánverjar mæta annað hvort Frakklandi eða Sviss í átta liða úrslitunum en þau mætast klukkan 19.00. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Spánverjar eru komnir í átta liða úrslit Evrópumótsins 2020. Þeir spænsku unnu 5-3 sigur á Króatíu á Parken eftir stórskemmtilegan framlengdan leik. Spánverjar byrjuðu af miklum krafti í Kaupmannahöfn og fengu tvö dauðafæri til þess að koma sér yfir en allt kom fyrir ekki. Það voru Króatarnir sem náðu forystunni. Sending miðjumannsins Pedro til baka á markvörðinn Unai Simon endaði í netinu eftir hörmuleg mistök Simon. Klippa: Klaufalegt sjálfsmark Þvert gegn gangi leiksins voru því Króatar komnir yfir í hitanum á Parken en Spánverjar jöfnuðu metin á 38. mínútu eftir að hafa stýrt leiknum. Eftir darraðadans og skothríð að marki Króata féll boltinn fyrir Pablo Sarabia sem kom boltanum í netið. Allt jafnt í leikhléi, 1-1. Áfram héldu Spánverjar að spila vel í síðari hálfleik og það var Ferran Torres sem lagði upp annað markið fyrir César Azpilicueta á 57. mínútu. Torres hafði átt nokkrar frábærar fyrirgjafir og eitt þeirra skilaði marki er hægri bakvörðurinn Azpilicueta mætti á fjærstöngina og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Króatarnir voru nálægt því að jafna metin á 66. mínútu er þeir áttu sitt besta spil í leiknum en Unai Simon sá við Nikola Vlasic eftir gott spil Króata. Spánverjar gerðu hins vegar út um leikinn á 77. mínútu. Ferran Torres fékk langa sendingu yfir allan völlinn, komst fram fyrir sofandi varnarmenn Króatíu og skoraði. #ESP have scored 3+ goals in back-to-back games for the first time at a European Championships.Turns out they could score goals after all. 😅 pic.twitter.com/BVzlHiPqS1— Squawka Football (@Squawka) June 28, 2021 Króatarnir voru ekki hættir og þeir minnkuðu muninn í 3-2 er fimm mínútur voru eftir. Ævintýralegur darraðadans endaði með því að boltinn var dæmdur inni með marklínutækninni en Mislav Orsic kom boltanum yfir línuna. Dramatíkinn var ekki lokið því á 92. mínútu jöfnuðu Króatarnir metin. Fyrirgjöf varamannsins Mislav Orsic rataði beint á kollinn á Mario Pasalic sem stangaði boltann í netið. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma, 3-3 og því þurfti að framlengja leikinn. ÓTRÚLEGAR LOKAMÍNÚTUR! Króatar jöfnuðu í 3-3 á lokamínútum leiksins og við erum farin í framlengingu #EURO2020 #CRO #ESP #emisland pic.twitter.com/eb78Pfi5wq— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 28, 2021 Króatarnir fengu dauðafæri á 96. mínútu. Eftir enn einn undirbúning Mislav Orsic fékk Andrej Kramaric boltan rétt fyrir utan markteiginn en Simon sá við honum með frábærri markvörslu. Það var á tíundu mínútu framlengingarinnar er þeir spænsku komust yfir. Fyrirgjöf á fjærstöngina, Morata tók vel við boltanum og þrumaði boltanum í netið. Tveimur mínútum gerði Mikel Oyarzabal svo út um leikinn eftir fyrirgjöf Dani Olmo. Króatar fengu annað dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks framlengarinnar en inn vildi boltinn ekki. Spánir sigldu sigrinum í hús að lokum og lokatölur 5-3 í stórkostlegum fótboltaleik. Spánverjar mæta annað hvort Frakklandi eða Sviss í átta liða úrslitunum en þau mætast klukkan 19.00. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti