Allt á floti alls staðar? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 29. júní 2021 08:01 Vatnstjón eru ein algengasta orsök tjóna á heimilum hér á landi. Aðstæður eru margvíslegar en iðulega eiga tjónin sér stað í eða út frá votrýmum sem eru þá til dæmis þvottahús, eldhús og baðherbergi. Góð ráð til að fyrirbyggja tjón Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli við að lágmarka tjón en best er auðvitað ef hægt er að fyrirbyggja að tjónið eigi sér stað. Hér á eftir fara nokkur góð ráð til að minnka líkurnar á tjóni vegna vatnsleka. Skynsamlegt er að hafa ekki þvottavél og þurrkara í gangi þegar enginn er heima. Það sama á við um uppþvottavélar. Setja þarf öryggisfestingar á þvottavélar sem eru hækkaðar upp og standa ekki á gólfi. Mælt er með að hafa vatnsskynjara í votrýmum. Mögulegt er að tengja vatnsskynjara við öryggiskerfi hússins eða í snjallsíma. Ef heimili eða orlofshús er yfirgefið í lengri tíma er mælt með að skrúfa fyrir vatnið. Vatnslagnir hafa ákveðinn endingartíma og því er mikilvægt að fylgjast vel með ástandi þeirra og vera vakandi fyrir rakaskemmdum. Mikilvægt er að fylgjast með vatnstengdum tækjum s.s. ísskápum, slöngur og plasttengingar þeirra gefa sig með tímanum og ráðlegt að endurnýja þær á a.m.k. 10 ára fresti. Sterkar vísbendingar um vatnsleka eða raka- og útloftunarvandamál eru t.d: Málning bólgnar á veggjum Parket bólgnar og breytir um lit Rakasöfnun inn á gluggum Veistu hvar vatnsinntakið er? Gott er að merkja inntakskrana fyrir heitt vatn og kalt vatn en merkingar fást til dæmis hjá Sjóvá. Einnig þarf að vera gott aðgengi að vatnsinntakinu þannig að auðvelt sé að skrúfa fyrir. Almenn umhirða Mikilvægt er að muna eftir að lofta vel um húsnæði með því að opna glugga helst daglega og vinna þannig gegn rakavandamálum. Einnig má koma hreyfingu á loftið með því að nota viftur. Fylgjast þarf vel með fúgum á milli flísa og þéttingum við sturtubotna. Öll niðurföll þarf að hreinsa reglulega, hvort sem er í sturtuklefum eða öryggisniðurföll í votrými. Einnig þarf að hreinsa niðurföll utandyra reglulega þannig að vatn eigi greiða leið um þau, þetta er sérstaklega mikilvægt ef von er á asahláku. Á haustin þarf að hreinsa lauf frá niðurföllum og athuga hvort sandur eða lauf sé í þakrennum. Að lokum er ávallt mælt með að öll lagnavinna sé unnin af fagmönnum með réttindi til starfa. Viðbrögð við vatnstjóni Loka þarf strax fyrir vatnsinntak ef vatnsleki á sér stað og gæta þarf fyllstu varúðar þar sem heitt vatn flæðir. Ef þið ráðið ekki við aðstæður eða teljið að hætta sé á ferðum skal hringja í 112 og leita hjálpar. Fyrstu viðbrögð hafa mikið að segja við að lágmarka það tjón sem kann að verða hverju sinni. Því er gott að vera vel undirbúin með því að fara í gegnum þau atriði sem hér eru tilgreind. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Vatnstjón eru ein algengasta orsök tjóna á heimilum hér á landi. Aðstæður eru margvíslegar en iðulega eiga tjónin sér stað í eða út frá votrýmum sem eru þá til dæmis þvottahús, eldhús og baðherbergi. Góð ráð til að fyrirbyggja tjón Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli við að lágmarka tjón en best er auðvitað ef hægt er að fyrirbyggja að tjónið eigi sér stað. Hér á eftir fara nokkur góð ráð til að minnka líkurnar á tjóni vegna vatnsleka. Skynsamlegt er að hafa ekki þvottavél og þurrkara í gangi þegar enginn er heima. Það sama á við um uppþvottavélar. Setja þarf öryggisfestingar á þvottavélar sem eru hækkaðar upp og standa ekki á gólfi. Mælt er með að hafa vatnsskynjara í votrýmum. Mögulegt er að tengja vatnsskynjara við öryggiskerfi hússins eða í snjallsíma. Ef heimili eða orlofshús er yfirgefið í lengri tíma er mælt með að skrúfa fyrir vatnið. Vatnslagnir hafa ákveðinn endingartíma og því er mikilvægt að fylgjast vel með ástandi þeirra og vera vakandi fyrir rakaskemmdum. Mikilvægt er að fylgjast með vatnstengdum tækjum s.s. ísskápum, slöngur og plasttengingar þeirra gefa sig með tímanum og ráðlegt að endurnýja þær á a.m.k. 10 ára fresti. Sterkar vísbendingar um vatnsleka eða raka- og útloftunarvandamál eru t.d: Málning bólgnar á veggjum Parket bólgnar og breytir um lit Rakasöfnun inn á gluggum Veistu hvar vatnsinntakið er? Gott er að merkja inntakskrana fyrir heitt vatn og kalt vatn en merkingar fást til dæmis hjá Sjóvá. Einnig þarf að vera gott aðgengi að vatnsinntakinu þannig að auðvelt sé að skrúfa fyrir. Almenn umhirða Mikilvægt er að muna eftir að lofta vel um húsnæði með því að opna glugga helst daglega og vinna þannig gegn rakavandamálum. Einnig má koma hreyfingu á loftið með því að nota viftur. Fylgjast þarf vel með fúgum á milli flísa og þéttingum við sturtubotna. Öll niðurföll þarf að hreinsa reglulega, hvort sem er í sturtuklefum eða öryggisniðurföll í votrými. Einnig þarf að hreinsa niðurföll utandyra reglulega þannig að vatn eigi greiða leið um þau, þetta er sérstaklega mikilvægt ef von er á asahláku. Á haustin þarf að hreinsa lauf frá niðurföllum og athuga hvort sandur eða lauf sé í þakrennum. Að lokum er ávallt mælt með að öll lagnavinna sé unnin af fagmönnum með réttindi til starfa. Viðbrögð við vatnstjóni Loka þarf strax fyrir vatnsinntak ef vatnsleki á sér stað og gæta þarf fyllstu varúðar þar sem heitt vatn flæðir. Ef þið ráðið ekki við aðstæður eða teljið að hætta sé á ferðum skal hringja í 112 og leita hjálpar. Fyrstu viðbrögð hafa mikið að segja við að lágmarka það tjón sem kann að verða hverju sinni. Því er gott að vera vel undirbúin með því að fara í gegnum þau atriði sem hér eru tilgreind. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar