Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Keflavík 2-2 | Skagamenn köstuðu frá sér tveggja marka forystu Sverrir Mar Smárason skrifar 28. júní 2021 21:04 vísir/hulda margrét Skagamenn tóku á móti Keflavík í mjög kaflaskiptum leik á Akranesi í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 jafntefli og bæði lið voru súr með niðurstöðuna. Það voru Skagamenn sem byrjuðu betur. Þeir sóttu hart að marki Keflvíkinga sem spiluðu ákveðna neyðarvörn alveg fram að 12.mínútu þegar Morten Beck náði að senda Gísla Laxdal í gegn og Gísli skoraði framhjá Sindra Kristni, markmanni Keflavíkur, 1-0. Eftir fyrsta markið lifnaði yfir Keflvíkingum og leikurinn snérist við, nú voru það Skagamenn sem vörðust en gegn gangi leiksins bættu þeir við. Alex Davey tók langt innkast inn í teig Keflavíkur, Óttar Bjarni skallaði hann áfram á Ísak Snær sem lagði hann auðveldlega yfir línuna. Beint af æfingasvæðinu og Skagamenn komnir í 2-0 eftir 29 mínútur. Keflavík héldu áfram að sækja og á 34.mínútu skilaði það árangri. Joey Gibbs tók þá aukaspyrnu við vítateig ÍA, skotið fast og beint á Árna Marinó sem náði ekki að halda boltanum. Christian Volesky var fyrstu að átta sig, náði frákastinu og minnkaði muninn fyrir Keflavík. 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki jafn tíðindamikill. Keflvíkingum tókst þó að jafna leikinn á 50.mínútu með marki frá fyrirliða sínum, Magnúsi Þór. Ingimundur Aron tók þá hornspyrnu, Magnús var fyrstur á boltann og skallaði yfir Árna Marinó í markinu. Á 61.mínútu átti Morten Beck góðan skalla á markið en Sindri Kristinn varði stórkostlega. Boltinn féll til Ísaks Snæs sem þrumaði honum í slánna. Um miðjan síðari hálfleik féll svo Elias Tamburini inni í vítateig Keflavíkur en Vilhjálmur Alvar dæmdi ekkert. Bæði lið reyndu að sækja og líktist leikurinn á tímabili borðtennisleik en jafntefli niðurstaðan, 2-2. Af hverju var jafntefli? Hvorugt liðið náði að spila vel í heilan leik. Leikurinn var kaflaskiptur þar sem Skagamenn byrjuðu mun betur og Keflavík tóku síðar yfir leikinn. Í síðari hálfleik skiptust liðin á að sækja en hvorugu liðinu tókst að sækja sigurinn. Hverjir stóðu upp úr? Þrátt fyrir að báðir hafi fengið á sig tvö mörk fannst mér markmennirnir góðir í kvöld. Árni Marinó í marki ÍA missti boltann í fyrra marki Keflavíkur en var annars mjög öflugur og öruggur. Sindri Kristinn á engan þátt í mörkum Skagamanna en hann varði oft vel og meðal annars stórkostlega í eitt skiptið frá Morten Beck. Hvað gekk illa? Liðunum gekk ekki vel að halda jafnvægi á leik sínum. Varnarleikur beggja liða var á köflum mjög dapur og bæði lið sköpuðu mikið af góðum færum. Á sama tíma hefði nýting færa mátt vera betri. Hvað gerist næst? Skagamenn eru áfram í fallsæti, nú með 6 stig og 4 stig upp úr hættusvæði. Þeir mæta Víkingi Reykjavík í Víkinni 5.júlí. Keflavík eru í 10.sæti með 10 stig og þurfa sigur gegn Stjörnunni á Samsungvellinum 3.júlí. Eysteinn Húni: Rúnar er bara leikmaður Keflavíkur „Við byrjum leikinn ekki nógu vel, erum þungir í sporinu og Skagamenn nýta sér það vel. Síðan komum við inn í leikinn, sem er náttúrulega sterkt hvar og hvenær sem er að koma til baka eftir 2-0 undir þannig að ég held að í heildina þurfi þetta að teljast sem sanngjörn úrslit,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur. Keflvíkingar spiluðu við Breiðablik í Mjólkurbikarnum síðast liðinn miðvikudag og fóru þar í framlengingu. Eysteinn telur að það, ásamt þéttu leikjaplani, gæti hafa haft áhrif í dag. „Við getum litið á það á ýmsa vegu. Við getum til dæmis litið á það þannig að við erum í mánaðarpásu og spilum svo fjóra leiki á tólf dögum“ sagði Eysteinn og bætti við „en við sjáum það á úrslitum kvöldsins að þetta eru fleiri lið og fleiri úrslitamöguleikar í leikjum neðri og efri liða svo við verðum að horfa fram á við, virða þetta stig og gera okkur svo klára.“ Ísak Óli, varnarmaður, er farinn frá Keflavík og sögusagnir í dag herma að Rúnar Þór sé á leið til Svíþjóðar. Eysteinn var ekki tilbúinn að staðfesta það en segir Keflavík ætla að skoða og vanda sig í félagaskiptaglugganum. „Rúnar er bara leikmaður Keflavíkur í dag og það er svo sem ekki á minni könnu (að staðfesta það). Hann er bara leikmaður Keflavíkur og ég álít hann þannig þangað til annað kemur í ljós. Varðandi leikmannahópinn okkar þá er Ísak farinn og við erum að skoða þessi mál og munum vanda okkur vel í þeim.“ Óttar Bjarni: Sláin út í dag „Við erum mjög svekktir, mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn hvað varðar færi en við liggjum svo aðeins aftar og leyfum þeim að hafa boltann. Þeir svo sem opna okkur ekkert mikið, sérstaklega í seinni hálfleik og við fáum góð færi til að klára leikinn.“ sagði Óttar Bjarni Guðmundsson, varnarmaður ÍA. Skagamenn hafa aðeins unnið einn leik í Pepsi-Max deildinni það sem af er en Óttar telur þá bara þurfa að halda áfram að gera sitt. „Við þurfum að halda áfram að gera þá hluti sem við erum að gera og þá mun þetta detta hjá okkur. Við erum að gera fullt af góðum hlutum og þetta var bara sláin út í dag.“ Pepsi Max-deild karla ÍA Keflavík ÍF
Skagamenn tóku á móti Keflavík í mjög kaflaskiptum leik á Akranesi í kvöld. Lokatölur urðu 2-2 jafntefli og bæði lið voru súr með niðurstöðuna. Það voru Skagamenn sem byrjuðu betur. Þeir sóttu hart að marki Keflvíkinga sem spiluðu ákveðna neyðarvörn alveg fram að 12.mínútu þegar Morten Beck náði að senda Gísla Laxdal í gegn og Gísli skoraði framhjá Sindra Kristni, markmanni Keflavíkur, 1-0. Eftir fyrsta markið lifnaði yfir Keflvíkingum og leikurinn snérist við, nú voru það Skagamenn sem vörðust en gegn gangi leiksins bættu þeir við. Alex Davey tók langt innkast inn í teig Keflavíkur, Óttar Bjarni skallaði hann áfram á Ísak Snær sem lagði hann auðveldlega yfir línuna. Beint af æfingasvæðinu og Skagamenn komnir í 2-0 eftir 29 mínútur. Keflavík héldu áfram að sækja og á 34.mínútu skilaði það árangri. Joey Gibbs tók þá aukaspyrnu við vítateig ÍA, skotið fast og beint á Árna Marinó sem náði ekki að halda boltanum. Christian Volesky var fyrstu að átta sig, náði frákastinu og minnkaði muninn fyrir Keflavík. 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki jafn tíðindamikill. Keflvíkingum tókst þó að jafna leikinn á 50.mínútu með marki frá fyrirliða sínum, Magnúsi Þór. Ingimundur Aron tók þá hornspyrnu, Magnús var fyrstur á boltann og skallaði yfir Árna Marinó í markinu. Á 61.mínútu átti Morten Beck góðan skalla á markið en Sindri Kristinn varði stórkostlega. Boltinn féll til Ísaks Snæs sem þrumaði honum í slánna. Um miðjan síðari hálfleik féll svo Elias Tamburini inni í vítateig Keflavíkur en Vilhjálmur Alvar dæmdi ekkert. Bæði lið reyndu að sækja og líktist leikurinn á tímabili borðtennisleik en jafntefli niðurstaðan, 2-2. Af hverju var jafntefli? Hvorugt liðið náði að spila vel í heilan leik. Leikurinn var kaflaskiptur þar sem Skagamenn byrjuðu mun betur og Keflavík tóku síðar yfir leikinn. Í síðari hálfleik skiptust liðin á að sækja en hvorugu liðinu tókst að sækja sigurinn. Hverjir stóðu upp úr? Þrátt fyrir að báðir hafi fengið á sig tvö mörk fannst mér markmennirnir góðir í kvöld. Árni Marinó í marki ÍA missti boltann í fyrra marki Keflavíkur en var annars mjög öflugur og öruggur. Sindri Kristinn á engan þátt í mörkum Skagamanna en hann varði oft vel og meðal annars stórkostlega í eitt skiptið frá Morten Beck. Hvað gekk illa? Liðunum gekk ekki vel að halda jafnvægi á leik sínum. Varnarleikur beggja liða var á köflum mjög dapur og bæði lið sköpuðu mikið af góðum færum. Á sama tíma hefði nýting færa mátt vera betri. Hvað gerist næst? Skagamenn eru áfram í fallsæti, nú með 6 stig og 4 stig upp úr hættusvæði. Þeir mæta Víkingi Reykjavík í Víkinni 5.júlí. Keflavík eru í 10.sæti með 10 stig og þurfa sigur gegn Stjörnunni á Samsungvellinum 3.júlí. Eysteinn Húni: Rúnar er bara leikmaður Keflavíkur „Við byrjum leikinn ekki nógu vel, erum þungir í sporinu og Skagamenn nýta sér það vel. Síðan komum við inn í leikinn, sem er náttúrulega sterkt hvar og hvenær sem er að koma til baka eftir 2-0 undir þannig að ég held að í heildina þurfi þetta að teljast sem sanngjörn úrslit,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur. Keflvíkingar spiluðu við Breiðablik í Mjólkurbikarnum síðast liðinn miðvikudag og fóru þar í framlengingu. Eysteinn telur að það, ásamt þéttu leikjaplani, gæti hafa haft áhrif í dag. „Við getum litið á það á ýmsa vegu. Við getum til dæmis litið á það þannig að við erum í mánaðarpásu og spilum svo fjóra leiki á tólf dögum“ sagði Eysteinn og bætti við „en við sjáum það á úrslitum kvöldsins að þetta eru fleiri lið og fleiri úrslitamöguleikar í leikjum neðri og efri liða svo við verðum að horfa fram á við, virða þetta stig og gera okkur svo klára.“ Ísak Óli, varnarmaður, er farinn frá Keflavík og sögusagnir í dag herma að Rúnar Þór sé á leið til Svíþjóðar. Eysteinn var ekki tilbúinn að staðfesta það en segir Keflavík ætla að skoða og vanda sig í félagaskiptaglugganum. „Rúnar er bara leikmaður Keflavíkur í dag og það er svo sem ekki á minni könnu (að staðfesta það). Hann er bara leikmaður Keflavíkur og ég álít hann þannig þangað til annað kemur í ljós. Varðandi leikmannahópinn okkar þá er Ísak farinn og við erum að skoða þessi mál og munum vanda okkur vel í þeim.“ Óttar Bjarni: Sláin út í dag „Við erum mjög svekktir, mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn hvað varðar færi en við liggjum svo aðeins aftar og leyfum þeim að hafa boltann. Þeir svo sem opna okkur ekkert mikið, sérstaklega í seinni hálfleik og við fáum góð færi til að klára leikinn.“ sagði Óttar Bjarni Guðmundsson, varnarmaður ÍA. Skagamenn hafa aðeins unnið einn leik í Pepsi-Max deildinni það sem af er en Óttar telur þá bara þurfa að halda áfram að gera sitt. „Við þurfum að halda áfram að gera þá hluti sem við erum að gera og þá mun þetta detta hjá okkur. Við erum að gera fullt af góðum hlutum og þetta var bara sláin út í dag.“