Spenntur fyrir leiknum gegn KR og reiknar með að bæði lið styrki sig í glugganum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2021 16:30 Arnar Gunnlaugsson er þjálfari bikarmeistara Víkings. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson var mjög ánægður með að fá KR í heimsókn í Fossvoginn í stórleik 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá taldi Arnar næsta ljóst að bæði lið myndu styrkja sig fyrir leikinn sem fram fer 11. eða 12. ágúst næstkomandi. „Mjög ánægður með að hafa fengið heimaleik í fyrsta lagi og svo að fá KR-inga líka, sannkallaður stórleikur. Ef þú ætlar að vinna bikarinn verða ýmsar hindranir á vegi þínum og þær gerast varla stærri en KR og það er bara gríðarleg tilhlökkun,“ sagði Arnar um þennan stórleik 16-liða úrslitanna. „Mögulega, það eru allskonar kenningar í þessu en engin rétt og engin röng. Fyrir knattspyrnuáhugafólk er þetta algjör stórleikur. Það verður mjög spennandi að sjá hvað liðin ætla sér að gera í glugganum til að styrkja fyrir þennan leik. Nöfnin sem KR-ingar eru að reyna að ná eru mjög ´djúsí´ og við kannski styrkjum okkur eitthvað líka, þetta er alveg geggjað tækifæri fyrir bæði lið,“ bætti Arnar við. Theódór Elmar Bjarnason ku hafa samið nýverið við uppeldisfélagið og mun leika með því næstu misseri. Hann ætti að vera kominn með leikheimild þegar 16-liða úrslit bikarsins fara af stað. „Það verður víst að vera leyndarmál þangað til – það er reyndar bara korter í að glugginn opni þannig það þarf ekki að vera lengi. Það er stemmning í Fossvoginum og við þurfum að sætta okkur við það, sem betur fer, að við erum í titilbaráttu. Einnig erum ríkjandi bikarmeistarar og eigum titil að verja þar svo mögulega þarf að styrkja hópinn, eins og öll önnur góð lið. Flest önnur góð lið munu gera það í þessum glugga, þetta er gott tækifæri til þess en ég ætla samt að halda því aðeins leyndu en ekki lengi vonandi,“ sagði dulúðlegur Arnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi sínum. „Við munum allir hvernig okkur leið 2019 þegar við unnum titilinn og hvað það var mikil hvatning fyrir alla, leikmennina líka. Þetta er tilfinning sem við ætlum að vinna hart fyrir að fá aftur. Það var stemning í Fossvoginum og geggjaður dagur í alla staði. Að mínu mati fylgir mikil ábyrgð að vera bikar- eða Íslandsmeistari, það er mikil ábyrgð fólgin í því að reyna verja titil.“ „Ég hef oft sagt að það eru bara góð lið sem verja titil og við drulluðum aðeins upp á bak í fyrra, ég ætla ekki að segja þökk sé Covid-19 en út af einhverjum óútskýrðum ástæðum fáum við annað tækifæri til að verja titilinn og verðum að nýta það betur núna,“ sagði Arnar að endingu. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Mjög ánægður með að hafa fengið heimaleik í fyrsta lagi og svo að fá KR-inga líka, sannkallaður stórleikur. Ef þú ætlar að vinna bikarinn verða ýmsar hindranir á vegi þínum og þær gerast varla stærri en KR og það er bara gríðarleg tilhlökkun,“ sagði Arnar um þennan stórleik 16-liða úrslitanna. „Mögulega, það eru allskonar kenningar í þessu en engin rétt og engin röng. Fyrir knattspyrnuáhugafólk er þetta algjör stórleikur. Það verður mjög spennandi að sjá hvað liðin ætla sér að gera í glugganum til að styrkja fyrir þennan leik. Nöfnin sem KR-ingar eru að reyna að ná eru mjög ´djúsí´ og við kannski styrkjum okkur eitthvað líka, þetta er alveg geggjað tækifæri fyrir bæði lið,“ bætti Arnar við. Theódór Elmar Bjarnason ku hafa samið nýverið við uppeldisfélagið og mun leika með því næstu misseri. Hann ætti að vera kominn með leikheimild þegar 16-liða úrslit bikarsins fara af stað. „Það verður víst að vera leyndarmál þangað til – það er reyndar bara korter í að glugginn opni þannig það þarf ekki að vera lengi. Það er stemmning í Fossvoginum og við þurfum að sætta okkur við það, sem betur fer, að við erum í titilbaráttu. Einnig erum ríkjandi bikarmeistarar og eigum titil að verja þar svo mögulega þarf að styrkja hópinn, eins og öll önnur góð lið. Flest önnur góð lið munu gera það í þessum glugga, þetta er gott tækifæri til þess en ég ætla samt að halda því aðeins leyndu en ekki lengi vonandi,“ sagði dulúðlegur Arnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi sínum. „Við munum allir hvernig okkur leið 2019 þegar við unnum titilinn og hvað það var mikil hvatning fyrir alla, leikmennina líka. Þetta er tilfinning sem við ætlum að vinna hart fyrir að fá aftur. Það var stemning í Fossvoginum og geggjaður dagur í alla staði. Að mínu mati fylgir mikil ábyrgð að vera bikar- eða Íslandsmeistari, það er mikil ábyrgð fólgin í því að reyna verja titil.“ „Ég hef oft sagt að það eru bara góð lið sem verja titil og við drulluðum aðeins upp á bak í fyrra, ég ætla ekki að segja þökk sé Covid-19 en út af einhverjum óútskýrðum ástæðum fáum við annað tækifæri til að verja titilinn og verðum að nýta það betur núna,“ sagði Arnar að endingu. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira