Sjö konur látnar innan þriggja ára frá innlögn vegna heimilisofbeldis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. júní 2021 19:01 Fjörutíu og níu konur voru lagðar inn á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi á fimmtán ára tímabili samkvæmt nýrri rannsókn. Sjö kvennanna létust innan þriggja ára frá innlögn. Doktorsnemi og hjúkrunarfræðingur segja samræmt verklag í málaflokknum skorta innan heilbrigðiskerfisins. Tæplega fimmtán hundruð konur leituðu á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi á árunum 2005 til 2014 samkvæmt doktorsrannsókn Drífu Jónasdóttur. Þá sýnir rannsóknin að að meðaltali koma hundrað og fimmtíu konur árlega á spítalann með áverka eftir ofbeldið. Eyrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur hefur á síðustu mánuðum rannsakað hjúkrunarferli þeirra kvenna sem lögðust inn á spítalann vegna áverka eftir heimilisofbeldi undir handleiðslu Drífu. „Á tímabilinu þá lögðust inn fjörutíu og níu konur og þær höfðu allar komið í gegn um bráðamóttökuna,“ segir Eyrún. Niðurstaða rannsóknarinnar var meðal annars að hjúkrunarskráningu sé ábótavant. „Hjúkrunarfræðingar eru ekki að skrá mikið um ofbeldið, það er ekki samræmt verklag hvaða hjúkrunargreiningar eru notaðar og hvernig er skráð og hvaða aðstoðar er leitað fyrir þessar konur,“ segir Eyrún. Þá hafi dánartíðni kvennanna komið verulega á óvart. „Fjórtán prósent af þessum konum eru dánar og meðalaldurinn þegar þær deyja eru fimmtíu ár. Í þessum tölum var ein kona á níræðisaldri og ef við tökum hana frá menginu er meðalaldur þessara kvenna kannski fjörutíu ár en meðalaldur kvenna á Íslandi samkvæmt Hagstofunni eru 84 ár. Það er mjög sjokkerandi og þær eru að deyja, þessar sjö konur, að meðaltali núll til þremur árum frá því þær eru lagðar inn,“ segir Drífa. Það sé þó ekki vitað hvers vegna konurnar dóu og segja þær það vera efni í nýja rannsókn. Þá kom fram í rannsókninni að aðeins í tólf prósent tilvika skráðu hjúkrunarfræðingar aðkomu barnaverndar eða rannsóknarlögreglu. „Ég dró þá ályktun að það væri þannig að hjúkrunarfræðinum fyndist það ekki vera sitt hlutvek heldur að það væri meira á borði lækna eða félagsráðgjafa, sem þarf ekki að vera slæmt, en það þarf bara að að vera skráð að það hafi verið gert,“ segir Eyrún. Skráningu sé greinilega ábótavant. Drífa tekur nú þátt í vinnu innan heilbrigðisráðneytisins við að móta samræmt verklag í heimilisofbeldismálum á landsvísu sem þær vona að skili árangri. Heimilisofbeldi Landspítalinn Reykjavík Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Tæplega fimmtán hundruð konur leituðu á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi á árunum 2005 til 2014 samkvæmt doktorsrannsókn Drífu Jónasdóttur. Þá sýnir rannsóknin að að meðaltali koma hundrað og fimmtíu konur árlega á spítalann með áverka eftir ofbeldið. Eyrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur hefur á síðustu mánuðum rannsakað hjúkrunarferli þeirra kvenna sem lögðust inn á spítalann vegna áverka eftir heimilisofbeldi undir handleiðslu Drífu. „Á tímabilinu þá lögðust inn fjörutíu og níu konur og þær höfðu allar komið í gegn um bráðamóttökuna,“ segir Eyrún. Niðurstaða rannsóknarinnar var meðal annars að hjúkrunarskráningu sé ábótavant. „Hjúkrunarfræðingar eru ekki að skrá mikið um ofbeldið, það er ekki samræmt verklag hvaða hjúkrunargreiningar eru notaðar og hvernig er skráð og hvaða aðstoðar er leitað fyrir þessar konur,“ segir Eyrún. Þá hafi dánartíðni kvennanna komið verulega á óvart. „Fjórtán prósent af þessum konum eru dánar og meðalaldurinn þegar þær deyja eru fimmtíu ár. Í þessum tölum var ein kona á níræðisaldri og ef við tökum hana frá menginu er meðalaldur þessara kvenna kannski fjörutíu ár en meðalaldur kvenna á Íslandi samkvæmt Hagstofunni eru 84 ár. Það er mjög sjokkerandi og þær eru að deyja, þessar sjö konur, að meðaltali núll til þremur árum frá því þær eru lagðar inn,“ segir Drífa. Það sé þó ekki vitað hvers vegna konurnar dóu og segja þær það vera efni í nýja rannsókn. Þá kom fram í rannsókninni að aðeins í tólf prósent tilvika skráðu hjúkrunarfræðingar aðkomu barnaverndar eða rannsóknarlögreglu. „Ég dró þá ályktun að það væri þannig að hjúkrunarfræðinum fyndist það ekki vera sitt hlutvek heldur að það væri meira á borði lækna eða félagsráðgjafa, sem þarf ekki að vera slæmt, en það þarf bara að að vera skráð að það hafi verið gert,“ segir Eyrún. Skráningu sé greinilega ábótavant. Drífa tekur nú þátt í vinnu innan heilbrigðisráðneytisins við að móta samræmt verklag í heimilisofbeldismálum á landsvísu sem þær vona að skili árangri.
Heimilisofbeldi Landspítalinn Reykjavík Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira