„Sögðu okkur að vera graðari“ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 22:12 Sævar Atli Magnússon, með fyrirliðabandið, skoraði tvö mörk í kvöld og er næstmarkahæstur í Pepsi Max-deildinni með átta mörk í sumar. vísir/hulda margrét „Þetta var mjög mikilvægur sigur,“ sagði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, eftir að liðið varð fyrst allra til að vinna Víking í sumar með 2-1 sigri í Breiðholti í kvöld, í 10. umferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta. „Við vorum búnir að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og ekki búnir að skora, og vissum að við þyrftum að stíga upp. Við höfum eiginlega alltaf átt góða leiki hér á heimavelli, áttum einn „off“ leik gegn KR, og vissum að ef við myndum mæta klárir frá fyrstu mínútu þá myndum við spila vel,“ sagði Sævar Atli sem skoraði bæði mörk Leiknis í leiknum. Leiknismenn hafa nú fengið tíu stig á heimavelli, í fimm leikjum, en eitt stig á útivelli. „Það er gott að eiga góðan heimavöll en við þurfum líka að spila vel á heimavelli. Við vissum þetta fyrir mót (að heimavöllurinn myndi nýtast vel). Við vorum líka bara ógeðslega spenntir, að fá öll þessi góðu lið hingað heim, taka á móti þeim og vel á þeim, vera grófir og halda í þessi Leiknisgildi, sem eru bara að vera „gettólegir“,“ sagði Sævar Atli. Impruðum á þessu inni í klefa Hann var ánægður með að Leiknir skyldi verða fyrsta liðið til að leggja Víkinga að velli í sumar: „Við impruðum á þessu inni í klefa og í liðshringnum. Við ætluðum að verða fyrsta liðið til að vinna þá. Af hverju ekki við? Við erum með frábært lið og á heimavelli.“ Eins og Sævar Atli benti á höfðu Víkingar tapað þremur leikjum í röð í deildinni, sem og bikarleik, og ekki skorað mark síðustu 300 mínútur sem þeir spiluðu fyrir leikinn í kvöld. Sævar Atli segir þjálfara Leiknis hafa farið vel yfir þetta fyrir leikinn: „Siggi og Hlynur „adressuðu“ þetta vel. Þeir sögðu að við þyrftum bara að vera graðari. Að fleiri þyrfti að langa til að skora mörk; bruna inn í teiginn, taka af skarið og þora að gera eitthvað öðruvísi. Við gerðum það í dag og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 21:11 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
„Við vorum búnir að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og ekki búnir að skora, og vissum að við þyrftum að stíga upp. Við höfum eiginlega alltaf átt góða leiki hér á heimavelli, áttum einn „off“ leik gegn KR, og vissum að ef við myndum mæta klárir frá fyrstu mínútu þá myndum við spila vel,“ sagði Sævar Atli sem skoraði bæði mörk Leiknis í leiknum. Leiknismenn hafa nú fengið tíu stig á heimavelli, í fimm leikjum, en eitt stig á útivelli. „Það er gott að eiga góðan heimavöll en við þurfum líka að spila vel á heimavelli. Við vissum þetta fyrir mót (að heimavöllurinn myndi nýtast vel). Við vorum líka bara ógeðslega spenntir, að fá öll þessi góðu lið hingað heim, taka á móti þeim og vel á þeim, vera grófir og halda í þessi Leiknisgildi, sem eru bara að vera „gettólegir“,“ sagði Sævar Atli. Impruðum á þessu inni í klefa Hann var ánægður með að Leiknir skyldi verða fyrsta liðið til að leggja Víkinga að velli í sumar: „Við impruðum á þessu inni í klefa og í liðshringnum. Við ætluðum að verða fyrsta liðið til að vinna þá. Af hverju ekki við? Við erum með frábært lið og á heimavelli.“ Eins og Sævar Atli benti á höfðu Víkingar tapað þremur leikjum í röð í deildinni, sem og bikarleik, og ekki skorað mark síðustu 300 mínútur sem þeir spiluðu fyrir leikinn í kvöld. Sævar Atli segir þjálfara Leiknis hafa farið vel yfir þetta fyrir leikinn: „Siggi og Hlynur „adressuðu“ þetta vel. Þeir sögðu að við þyrftum bara að vera graðari. Að fleiri þyrfti að langa til að skora mörk; bruna inn í teiginn, taka af skarið og þora að gera eitthvað öðruvísi. Við gerðum það í dag og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 21:11 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Leik lokið: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 21:11