Íslenski boltinn

Smit heillaði sérfræðinganna: „Versti staður fyrir markmann að fá boltann“

Sindri Sverrisson skrifar
Guy Smit hefur staðið sig vel í marki Leiknis og átt sinn þátt í ágætu gengi nýliðanna það sem af er sumri.
Guy Smit hefur staðið sig vel í marki Leiknis og átt sinn þátt í ágætu gengi nýliðanna það sem af er sumri. vísir/hulda margrét

Hollenski markvörðurinn Guy Smit átti stóran þátt í því að Víkingur tapaði í fyrsta sinn í sumar, með frábærum markvörslum fyrir Leiknismenn í Pepsi Max-deildinni í gærkvöld.

Í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport skoðuðu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans hluta af markvörslum Smits í leiknum, sem Leiknir vann 2-1.

Smit var til að mynda fljótur á fætur eftir að hafa varið skot Karls Friðleifs Gunnarssonar og náði að slá skalla Erlings Agnarssonar. Síðar varði hann svo skalla Karls af stuttu færi:

„Þetta er frábær markvarsla. Þetta er versti staður fyrir markmann að fá boltann,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. Jón Þór Hauksson tók undir:

„Sjáið hvað hann er „sharp“. Sjáið hvað hann er fljótur niður í síðasta skallanum sem hann ver, og hvað hann er fljótur upp þegar hann ver skallann frá Erlingi.“

Klippa: Stúkan: Markvörslur Guy Smit

Innslagið má sjá hér að ofan en leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og áskrifendur geta horft á hann allan á síðu Pepsi Max-deildarinnar í vefsjónvarpinu á stod2.is.


Tengdar fréttir

„Sögðu okkur að vera graðari“

„Þetta var mjög mikilvægur sigur,“ sagði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, eftir að liðið varð fyrst allra til að vinna Víking í sumar með 2-1 sigri í Breiðholti í kvöld, í 10. umferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×