Jamaíka falast eftir kröftum Mason Greenwood Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2021 16:32 Mason Greenwood [til hægri] á ættir að rekja til Jamaíka. Phil Noble/Getty Images Knattspyrnusamband Jamaíka hefur undanfarið gert hosur sínar grænar fyrir fjölda leikmanna sem eiga ættir að rekja til eyjunnar í Karíbahafinu. Nýjasta nafnið er Mason Greenwood en Jamaíka telur hann geta skipt um þjóðerni þó hann hafi spilað fyrir A-landslið Englands. Frá þessu er greint á The Telegraph en Vísir hefur áður fjallað um fjöldann allan af leikmönnum sem Jamaíka hefur reynt að fá til þess að skipta um þjóðerni. Það er ef leikmennirnir eiga foreldra sem eiga ættir að rekja til eyjunnar. Samkvæmt frétt Telegraph hefur Michail Antonio, framherji West Ham United, ákveðið að taka slaginn í undankeppni HM 2022 í Katar ásamt Adrian Mariappa, Leon Bailey, Bobby Decordova-Reid og Liam Moore. Þá er talið að Ravel Morrison, Andre Gray og Kemar Roofe muni mögulega gefa kost á sér. Það er þó deginum ljósara að hinn 19 ára gamli Greenwood yrði langstærsta nafnið á leikmannalista landsliðsins ef hann myndi ákveða að söðla um og spila fyrir Jamaíka. Greenwood hefur aðeins leikið einn A-landsleik fyrir England – á Laugardalsvelli gegn Íslandi. Eftir leik kom upp atvik sem alþjóð man eflaust eftir og var hann tekinn út úr hópnum í kjölfarið. Framherjinn ungi var valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM en þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, líkt og hann neyddist til að gera er lokamót EM U-21 árs landsliða fór fram fyrr á árinu. Báðir foreldrar Greenwood eiga ættir að rekja til Jamaíka og þar sem hann er ekki orðinn 21 árs getur hann enn skipt um ríkisfang. Væri hann búinn að spila þrjá A-landsleiki eða fleiri gæti hann það hins vegar ekki. Greenwood var lengi í gang á nýafstaðinni leiktíð eftir að hafa slegið í gegn á síðustu leiktíð þar sem hann gat vart stigið fæti inn á knattspyrnuvöll án þess að skora. Þó mörkunum hafi fækkað þá skoraði Greenwood samt sem áður 12 mörk í þeim 52 leikjum sem hann kom við sögu í ásamt því að leggja upp fjögur mörk. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sjá meira
Nýjasta nafnið er Mason Greenwood en Jamaíka telur hann geta skipt um þjóðerni þó hann hafi spilað fyrir A-landslið Englands. Frá þessu er greint á The Telegraph en Vísir hefur áður fjallað um fjöldann allan af leikmönnum sem Jamaíka hefur reynt að fá til þess að skipta um þjóðerni. Það er ef leikmennirnir eiga foreldra sem eiga ættir að rekja til eyjunnar. Samkvæmt frétt Telegraph hefur Michail Antonio, framherji West Ham United, ákveðið að taka slaginn í undankeppni HM 2022 í Katar ásamt Adrian Mariappa, Leon Bailey, Bobby Decordova-Reid og Liam Moore. Þá er talið að Ravel Morrison, Andre Gray og Kemar Roofe muni mögulega gefa kost á sér. Það er þó deginum ljósara að hinn 19 ára gamli Greenwood yrði langstærsta nafnið á leikmannalista landsliðsins ef hann myndi ákveða að söðla um og spila fyrir Jamaíka. Greenwood hefur aðeins leikið einn A-landsleik fyrir England – á Laugardalsvelli gegn Íslandi. Eftir leik kom upp atvik sem alþjóð man eflaust eftir og var hann tekinn út úr hópnum í kjölfarið. Framherjinn ungi var valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM en þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla, líkt og hann neyddist til að gera er lokamót EM U-21 árs landsliða fór fram fyrr á árinu. Báðir foreldrar Greenwood eiga ættir að rekja til Jamaíka og þar sem hann er ekki orðinn 21 árs getur hann enn skipt um ríkisfang. Væri hann búinn að spila þrjá A-landsleiki eða fleiri gæti hann það hins vegar ekki. Greenwood var lengi í gang á nýafstaðinni leiktíð eftir að hafa slegið í gegn á síðustu leiktíð þar sem hann gat vart stigið fæti inn á knattspyrnuvöll án þess að skora. Þó mörkunum hafi fækkað þá skoraði Greenwood samt sem áður 12 mörk í þeim 52 leikjum sem hann kom við sögu í ásamt því að leggja upp fjögur mörk.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sjá meira