Covid-19 út, klassískt kvef inn Snorri Másson skrifar 29. júní 2021 11:29 Sýnataka vegna Covid hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins Vísir/Vilhelm Það er fyrirsjáanlegt: Að öllum sóttvarnaráðstöfunum hafi verið aflétt á Íslandi hefur í för með sér að sóttvarnir landsmanna verða lakari. Þessarar breytingar er strax farið að gæta á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem nokkurt rennerí er á fólki vegna kvefsótta. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar, staðfesti í viðtali á Bylgjunni í gær það sem margir hafa fundið á eigin skinni að undanförnu, að umgangspestir eru farnar að banka upp á á nýjan leik. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur „Við verðum vör við það að um leið og fólk fer að umgangast meira og þéttar, fer að bera á öðrum sýkingum. Hvort sem það eru magapestir eða öndunarfærasýkingar, eru þær áberandi þegar fólk fer að umgangast meira. Og það er svolítið óvenjulegt þegar komið er svona langt fram á sumar,“ sagði Óskar. Nú sé meira um kvefpestir, þar sem hefðbundin öndunarfæraeinkenni kæmu fram, hitavella, hósti og nefstíflur. Óskar segir þetta ekki sérlega skætt þessa stundina en að dæmi væru um kinnholu- og eyrnabólgur hjá sjúklingum. „Það hefur verið mjög mikið að gera á heilsugæslunum að undanförnu. Annars vegar er sjálfsagt uppsöfnuð þörf fyrir að mæta með langvinn einkenni og svo er svolítið um pestir. Það er bara svolítið að gera og fólk hefur sem betur fer sýnt okkur mikinn skilning og biðlund.“ Inflúensan sjálf er að sögn Óskars ekki að gera vart við sig, enda er sá veirusjúkdómur vanur að herja á landsmenn seint á veturna og yfir áramót. Það er hins vegar svo að inflúensan var töluvert máttlausari í vetur en venjulega, enda ljóst að umgangur milli fólks var minni þegar hún hefði átt að standa sem hæst. Eins og Óskar bendir á er hefðbundin kvefpest ekki eins bráð og inflúensan, sem er mun færari um að taka fólk alveg úr umferð á meðan hún ræðst til atlögu. Kvefið mallar og varir lengur, en er viðráðanlegra á meðan er. Óskar brýnir fyrir fólki að drífa sig í sýnatöku við Covid-19 ef það finnur til hefðbundinna flensueinkenna, enda geti fólk enn smitast þótt það sé bólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar, staðfesti í viðtali á Bylgjunni í gær það sem margir hafa fundið á eigin skinni að undanförnu, að umgangspestir eru farnar að banka upp á á nýjan leik. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur „Við verðum vör við það að um leið og fólk fer að umgangast meira og þéttar, fer að bera á öðrum sýkingum. Hvort sem það eru magapestir eða öndunarfærasýkingar, eru þær áberandi þegar fólk fer að umgangast meira. Og það er svolítið óvenjulegt þegar komið er svona langt fram á sumar,“ sagði Óskar. Nú sé meira um kvefpestir, þar sem hefðbundin öndunarfæraeinkenni kæmu fram, hitavella, hósti og nefstíflur. Óskar segir þetta ekki sérlega skætt þessa stundina en að dæmi væru um kinnholu- og eyrnabólgur hjá sjúklingum. „Það hefur verið mjög mikið að gera á heilsugæslunum að undanförnu. Annars vegar er sjálfsagt uppsöfnuð þörf fyrir að mæta með langvinn einkenni og svo er svolítið um pestir. Það er bara svolítið að gera og fólk hefur sem betur fer sýnt okkur mikinn skilning og biðlund.“ Inflúensan sjálf er að sögn Óskars ekki að gera vart við sig, enda er sá veirusjúkdómur vanur að herja á landsmenn seint á veturna og yfir áramót. Það er hins vegar svo að inflúensan var töluvert máttlausari í vetur en venjulega, enda ljóst að umgangur milli fólks var minni þegar hún hefði átt að standa sem hæst. Eins og Óskar bendir á er hefðbundin kvefpest ekki eins bráð og inflúensan, sem er mun færari um að taka fólk alveg úr umferð á meðan hún ræðst til atlögu. Kvefið mallar og varir lengur, en er viðráðanlegra á meðan er. Óskar brýnir fyrir fólki að drífa sig í sýnatöku við Covid-19 ef það finnur til hefðbundinna flensueinkenna, enda geti fólk enn smitast þótt það sé bólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira