Covid-19 út, klassískt kvef inn Snorri Másson skrifar 29. júní 2021 11:29 Sýnataka vegna Covid hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins Vísir/Vilhelm Það er fyrirsjáanlegt: Að öllum sóttvarnaráðstöfunum hafi verið aflétt á Íslandi hefur í för með sér að sóttvarnir landsmanna verða lakari. Þessarar breytingar er strax farið að gæta á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem nokkurt rennerí er á fólki vegna kvefsótta. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar, staðfesti í viðtali á Bylgjunni í gær það sem margir hafa fundið á eigin skinni að undanförnu, að umgangspestir eru farnar að banka upp á á nýjan leik. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur „Við verðum vör við það að um leið og fólk fer að umgangast meira og þéttar, fer að bera á öðrum sýkingum. Hvort sem það eru magapestir eða öndunarfærasýkingar, eru þær áberandi þegar fólk fer að umgangast meira. Og það er svolítið óvenjulegt þegar komið er svona langt fram á sumar,“ sagði Óskar. Nú sé meira um kvefpestir, þar sem hefðbundin öndunarfæraeinkenni kæmu fram, hitavella, hósti og nefstíflur. Óskar segir þetta ekki sérlega skætt þessa stundina en að dæmi væru um kinnholu- og eyrnabólgur hjá sjúklingum. „Það hefur verið mjög mikið að gera á heilsugæslunum að undanförnu. Annars vegar er sjálfsagt uppsöfnuð þörf fyrir að mæta með langvinn einkenni og svo er svolítið um pestir. Það er bara svolítið að gera og fólk hefur sem betur fer sýnt okkur mikinn skilning og biðlund.“ Inflúensan sjálf er að sögn Óskars ekki að gera vart við sig, enda er sá veirusjúkdómur vanur að herja á landsmenn seint á veturna og yfir áramót. Það er hins vegar svo að inflúensan var töluvert máttlausari í vetur en venjulega, enda ljóst að umgangur milli fólks var minni þegar hún hefði átt að standa sem hæst. Eins og Óskar bendir á er hefðbundin kvefpest ekki eins bráð og inflúensan, sem er mun færari um að taka fólk alveg úr umferð á meðan hún ræðst til atlögu. Kvefið mallar og varir lengur, en er viðráðanlegra á meðan er. Óskar brýnir fyrir fólki að drífa sig í sýnatöku við Covid-19 ef það finnur til hefðbundinna flensueinkenna, enda geti fólk enn smitast þótt það sé bólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar, staðfesti í viðtali á Bylgjunni í gær það sem margir hafa fundið á eigin skinni að undanförnu, að umgangspestir eru farnar að banka upp á á nýjan leik. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur „Við verðum vör við það að um leið og fólk fer að umgangast meira og þéttar, fer að bera á öðrum sýkingum. Hvort sem það eru magapestir eða öndunarfærasýkingar, eru þær áberandi þegar fólk fer að umgangast meira. Og það er svolítið óvenjulegt þegar komið er svona langt fram á sumar,“ sagði Óskar. Nú sé meira um kvefpestir, þar sem hefðbundin öndunarfæraeinkenni kæmu fram, hitavella, hósti og nefstíflur. Óskar segir þetta ekki sérlega skætt þessa stundina en að dæmi væru um kinnholu- og eyrnabólgur hjá sjúklingum. „Það hefur verið mjög mikið að gera á heilsugæslunum að undanförnu. Annars vegar er sjálfsagt uppsöfnuð þörf fyrir að mæta með langvinn einkenni og svo er svolítið um pestir. Það er bara svolítið að gera og fólk hefur sem betur fer sýnt okkur mikinn skilning og biðlund.“ Inflúensan sjálf er að sögn Óskars ekki að gera vart við sig, enda er sá veirusjúkdómur vanur að herja á landsmenn seint á veturna og yfir áramót. Það er hins vegar svo að inflúensan var töluvert máttlausari í vetur en venjulega, enda ljóst að umgangur milli fólks var minni þegar hún hefði átt að standa sem hæst. Eins og Óskar bendir á er hefðbundin kvefpest ekki eins bráð og inflúensan, sem er mun færari um að taka fólk alveg úr umferð á meðan hún ræðst til atlögu. Kvefið mallar og varir lengur, en er viðráðanlegra á meðan er. Óskar brýnir fyrir fólki að drífa sig í sýnatöku við Covid-19 ef það finnur til hefðbundinna flensueinkenna, enda geti fólk enn smitast þótt það sé bólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira