VÍS greiði tæplega þrjár milljónir króna vegna læknamistaka Árni Sæberg skrifar 29. júní 2021 13:53 Höfuðstöðvar Vátryggingafélags Íslands. Vísir/Villi Konu sem varð fyrir tjóni vegna læknamistaka voru dæmdar 2,7 milljónir króna í bætur úr hendi Vátryggingarfélags Íslands í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Læknamistök urðu við aðgerð á konu sem hafði viðbeinsbrotnað vegna falls úr koju árið 2014. Bæklunarskurðlæknir framkvæmdi aðgerðina árið 2015 og svæfingarlæknir annaðist deyfingu og svæfingu konunnar. Aðgerðin sem slík tókst vel en við hana fór eitthvað úrskeiðis er laut að vinstri efri taugaflækju (lat. plexus brachialis) konunnar en um þá flækju fara allar skyn- og afltaugar vinstri handleggs. Fyrst eftir aðgerðina var konan með algera lömun í vöðvum neðan axlar og ýmiss konar skyntruflanir en með tíð og tíma gengu einkenni hennar til baka en þó ekki alveg. Sérfræðingur í heila- og taugaskurðlækningum sem rannsakaði konuna eftir aðgerðina, taldi að taugaflækjan hefði orðið fyrir togi, þrýstingi, bólgu, blóðflæðitruflun, truflun af deyfingu eða þessu öllu blönduðu saman á einhvern hátt. Héraðsdómur Reykjavíkur, hvar VÍS fékk stóran skell í gær.Vísir/Villi Heildartjón konunnar var rúmlega átta milljónir Matsmenn sem dómkvaddir voru að ósk konunnar mátu að heildartjón hennar vegna mistakanna næmi rúmlega átta milljónum króna. Fjárhæðin samanstendur af bótum vegna tímabundins tjóns, þjáningabótum, bótum vegna varanlegs miska og bótum vegna varanlegrar örorku. Þá mátu matsmennirnir sem svo að tjónið hefði orsakast af aðgerðinni sjálfri að tveimur þriðju hlutum og deyfingunni að einum þriðja hlut. Bæklunarlæknirinn var tryggður vegna sjúklingatryggingar hjá Sjóvá-almennum tryggingum hf. Sjóvá greiddi tvo þriðju af tjóni konunnar án mótmæla. Ekki benda á mig sagði VÍS VÍS neitaði að greiða rest tjóns konunnar með vísan til þess að Sjóvá ætti að greiða allt tjónið þar sem aðgerðin sem bæklunarlæknirinn framkvæmdi hafi verið aðalorsök tjónsins. Þá sagði félagið að skipting matsmanna á tjóninu hafi verið óumbeðin og ætti því ekki að komast að í málinu. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að taka bæri mark á skiptingu dómkvaddra matsmanna á tjóni konunnar enda eru fordæmi þess efnis frá Hæstarétti. Því bæri VÍS að greiða konunni einn þriðja tjóns hennar. Sem áður segir var VÍS dæmt til að greiða konunni 2.717.221 krónu auk vaxta frá 2016 til 2018 og dráttarvaxta frá 2018 til greiðsludags. Þá greiði VÍS konunni 2.400.000 krónur í málskostnað. Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Læknamistök urðu við aðgerð á konu sem hafði viðbeinsbrotnað vegna falls úr koju árið 2014. Bæklunarskurðlæknir framkvæmdi aðgerðina árið 2015 og svæfingarlæknir annaðist deyfingu og svæfingu konunnar. Aðgerðin sem slík tókst vel en við hana fór eitthvað úrskeiðis er laut að vinstri efri taugaflækju (lat. plexus brachialis) konunnar en um þá flækju fara allar skyn- og afltaugar vinstri handleggs. Fyrst eftir aðgerðina var konan með algera lömun í vöðvum neðan axlar og ýmiss konar skyntruflanir en með tíð og tíma gengu einkenni hennar til baka en þó ekki alveg. Sérfræðingur í heila- og taugaskurðlækningum sem rannsakaði konuna eftir aðgerðina, taldi að taugaflækjan hefði orðið fyrir togi, þrýstingi, bólgu, blóðflæðitruflun, truflun af deyfingu eða þessu öllu blönduðu saman á einhvern hátt. Héraðsdómur Reykjavíkur, hvar VÍS fékk stóran skell í gær.Vísir/Villi Heildartjón konunnar var rúmlega átta milljónir Matsmenn sem dómkvaddir voru að ósk konunnar mátu að heildartjón hennar vegna mistakanna næmi rúmlega átta milljónum króna. Fjárhæðin samanstendur af bótum vegna tímabundins tjóns, þjáningabótum, bótum vegna varanlegs miska og bótum vegna varanlegrar örorku. Þá mátu matsmennirnir sem svo að tjónið hefði orsakast af aðgerðinni sjálfri að tveimur þriðju hlutum og deyfingunni að einum þriðja hlut. Bæklunarlæknirinn var tryggður vegna sjúklingatryggingar hjá Sjóvá-almennum tryggingum hf. Sjóvá greiddi tvo þriðju af tjóni konunnar án mótmæla. Ekki benda á mig sagði VÍS VÍS neitaði að greiða rest tjóns konunnar með vísan til þess að Sjóvá ætti að greiða allt tjónið þar sem aðgerðin sem bæklunarlæknirinn framkvæmdi hafi verið aðalorsök tjónsins. Þá sagði félagið að skipting matsmanna á tjóninu hafi verið óumbeðin og ætti því ekki að komast að í málinu. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að taka bæri mark á skiptingu dómkvaddra matsmanna á tjóni konunnar enda eru fordæmi þess efnis frá Hæstarétti. Því bæri VÍS að greiða konunni einn þriðja tjóns hennar. Sem áður segir var VÍS dæmt til að greiða konunni 2.717.221 krónu auk vaxta frá 2016 til 2018 og dráttarvaxta frá 2018 til greiðsludags. Þá greiði VÍS konunni 2.400.000 krónur í málskostnað.
Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira