Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2021 15:48 Juul hefur verið sakað um að virða að vettugi vísbendingar um að unglingar verði háðir nikótíni í rafrettum þess. AP/Brynn Anderson Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. Tilkynnt var um sáttina í gærmorgun. Samkvæmt henni greiðir Juul jafnvirði rétt tæpra fimm milljarða íslenskra króna en gengst ekki við neinni ábyrgð á þeim sökum sem norðurkarólínsk yfirvöld báru á það. Sáttargreiðslan verður notuð til að fjármagna námskeið til að venja fólk af rafrettum, koma í veg fyrir rafrettureykingar og rannsóknir á áhrifum þeirra. Rafrettur hafa átt mikilla vinsælda að fagna á meðal unglinga og ungs fólks sem hafði ekki reykt hefðbundna vindlinga áður. Yfirmaður lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (FDA) lýsti útbreiðslunni sem „faraldri“ rafrettureykinga hjá unglingum árið 2018. Stofnunin hefur nú til athugunar hvort að rafrettur eigi að halda markaðsleyfi. Sátt Juul við yfirvöld í Norður-Karólínu felur einnig í sér að rafrettur þess verða ekki lengur sýnilegar í verslunum og þriðji aðili þurfi að staðfesta raunverulegan aldur viðskiptavina sem kaupa vörur þess á netinu. Fyrirtækið þarf meðal annars að senda þúsund unga viðskiptavini til að vara í verslanir og kanna hvort að rafrettur séu seldar fólki sem hefur ekki aldur til þess á hverju ári. Fyrirtækið má ekki nota fyrirsætur í auglýsingar sem eru yngri en 35 ára og auglýsingarnar mega ekki birtast nærri skólum. Juul á yfir höfði sér holskeflu sambærilegra málsókna. New York Times segir að þrettán ríki, þar á meðal Kaliforníu, New York og Massachusetts, saki fyrirtækið um að gera ungmenni háð nikótíni. Borgar- sýslu- og skólayfirvöld hafa að auki lagt fram hátt í tvö þúsund stefnur gegn fyrirtækinu víðsvegar um Bandaríkin. Hópur 39 dómsmálaráðherra einstakra ríkja hafa unnið saman að rannsókn á markaðssetningu og viðskiptaháttum Juul síðasta árið. Sömu krabbameinsvaldandi efni og eru í hefðbundnum vindlingum er ekki að finna í rafrettum og voru þær í fyrstu taldar tiltölulega skaðlítill valkostur við þá. Í seinni tíð hafa vísindamenn og lýðheilsusérfræðingar lýst áhyggjum af áhrifum nikótíns á þroska og heilsu ungmenna og að fíkn í efnið gæti leitt ungmenni út í að reykja hefðbundnar sígarettur. Bandaríkin Rafrettur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Tilkynnt var um sáttina í gærmorgun. Samkvæmt henni greiðir Juul jafnvirði rétt tæpra fimm milljarða íslenskra króna en gengst ekki við neinni ábyrgð á þeim sökum sem norðurkarólínsk yfirvöld báru á það. Sáttargreiðslan verður notuð til að fjármagna námskeið til að venja fólk af rafrettum, koma í veg fyrir rafrettureykingar og rannsóknir á áhrifum þeirra. Rafrettur hafa átt mikilla vinsælda að fagna á meðal unglinga og ungs fólks sem hafði ekki reykt hefðbundna vindlinga áður. Yfirmaður lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna (FDA) lýsti útbreiðslunni sem „faraldri“ rafrettureykinga hjá unglingum árið 2018. Stofnunin hefur nú til athugunar hvort að rafrettur eigi að halda markaðsleyfi. Sátt Juul við yfirvöld í Norður-Karólínu felur einnig í sér að rafrettur þess verða ekki lengur sýnilegar í verslunum og þriðji aðili þurfi að staðfesta raunverulegan aldur viðskiptavina sem kaupa vörur þess á netinu. Fyrirtækið þarf meðal annars að senda þúsund unga viðskiptavini til að vara í verslanir og kanna hvort að rafrettur séu seldar fólki sem hefur ekki aldur til þess á hverju ári. Fyrirtækið má ekki nota fyrirsætur í auglýsingar sem eru yngri en 35 ára og auglýsingarnar mega ekki birtast nærri skólum. Juul á yfir höfði sér holskeflu sambærilegra málsókna. New York Times segir að þrettán ríki, þar á meðal Kaliforníu, New York og Massachusetts, saki fyrirtækið um að gera ungmenni háð nikótíni. Borgar- sýslu- og skólayfirvöld hafa að auki lagt fram hátt í tvö þúsund stefnur gegn fyrirtækinu víðsvegar um Bandaríkin. Hópur 39 dómsmálaráðherra einstakra ríkja hafa unnið saman að rannsókn á markaðssetningu og viðskiptaháttum Juul síðasta árið. Sömu krabbameinsvaldandi efni og eru í hefðbundnum vindlingum er ekki að finna í rafrettum og voru þær í fyrstu taldar tiltölulega skaðlítill valkostur við þá. Í seinni tíð hafa vísindamenn og lýðheilsusérfræðingar lýst áhyggjum af áhrifum nikótíns á þroska og heilsu ungmenna og að fíkn í efnið gæti leitt ungmenni út í að reykja hefðbundnar sígarettur.
Bandaríkin Rafrettur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Einn helsti rafrettuframleiðandi heims hélt úti verkefnum sem beindust að börnum og ungmennum í skólum og sumarbúðum. 26. júlí 2019 08:26