Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2021 23:23 Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjunin í Þjórsá í byggð. Landsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. Hvammsvirkjun er áformuð neðan við bæinn Haga og sú fyrsta í Þjórsá í byggð. Núna hefur Landsvirkjun stigið ákveðið skref í þá átt að hefjast handa, - með umsókn um virkjunarleyfi til Orkustofnunar. „Raforkukerfið er að verða fullselt. Á sama tíma erum við að setja okkur mjög metnaðarfull markmið í orkuskiptum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Þannig að við teljum að það sé margt sem bendir til þess að það þurfi að koma ný orka svona 2025 til 2026, ekki síðar, inn í kerfið. Og ef það á að vera hægt þurfum við að taka ákvörðun á næsta ári.“ Skortur á flutningslínum er meðal þess sem þrýstir á Hvammsvirkjun. „Eins og staðan er í orkukerfinu núna þá þarf næsti virkjanakostur að vera á Suðurlandi, út af miklum takmörkunum sem eru í flutningskerfinu. Það er í raun offramboð sem er í orku á Norðurlandi,“ segir Hörður. Þá hefði vindorka verið fyrsti valkostur. „Við höfðum bundið vonir við að eiga möguleika á vindorku á Þjórsársvæðinu. En það eru ákveðin vonbrigði hjá okkur að við höfum ekki fengið tilskilin leyfi til þess. Þannig að þá er í raun Hvammsvirkjun eini kosturinn sem við höfum í stöðunni núna.“ Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun Hvammsvirkjun yrði ríflega 90 megavött að stærð og áætlar Hörður að smíði hennar kosti milli 40 og 45 milljarða króna. Þá myndi virkjunin nýta bæði uppistöðulón og raflínur sem þegar eru til staðar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Engu að síður segir Hörður eðlilegt að slíkar stórframkvæmdir séu umdeildar. Farvegur Þjórsár lítur svona út í dag neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Svona mun svæðið líta út með lóninu sem myndast.Landsvirkjun „Og þær hafa áhrif í nærsamfélaginu. Það er alveg ljóst. En þarna erum við sem sagt mikið í manngerðu landslagi. Ekki uppi á hálendinu. Hálendið er viðkvæmara, eins og umræðan er í dag. Þannig að við bindum bara vonir við það að það náist þokkalega góð sátt, - ef og þegar verði tekin ákvörðun,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Hvammsvirkjun er áformuð neðan við bæinn Haga og sú fyrsta í Þjórsá í byggð. Núna hefur Landsvirkjun stigið ákveðið skref í þá átt að hefjast handa, - með umsókn um virkjunarleyfi til Orkustofnunar. „Raforkukerfið er að verða fullselt. Á sama tíma erum við að setja okkur mjög metnaðarfull markmið í orkuskiptum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Þannig að við teljum að það sé margt sem bendir til þess að það þurfi að koma ný orka svona 2025 til 2026, ekki síðar, inn í kerfið. Og ef það á að vera hægt þurfum við að taka ákvörðun á næsta ári.“ Skortur á flutningslínum er meðal þess sem þrýstir á Hvammsvirkjun. „Eins og staðan er í orkukerfinu núna þá þarf næsti virkjanakostur að vera á Suðurlandi, út af miklum takmörkunum sem eru í flutningskerfinu. Það er í raun offramboð sem er í orku á Norðurlandi,“ segir Hörður. Þá hefði vindorka verið fyrsti valkostur. „Við höfðum bundið vonir við að eiga möguleika á vindorku á Þjórsársvæðinu. En það eru ákveðin vonbrigði hjá okkur að við höfum ekki fengið tilskilin leyfi til þess. Þannig að þá er í raun Hvammsvirkjun eini kosturinn sem við höfum í stöðunni núna.“ Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar.Landsvirkjun Hvammsvirkjun yrði ríflega 90 megavött að stærð og áætlar Hörður að smíði hennar kosti milli 40 og 45 milljarða króna. Þá myndi virkjunin nýta bæði uppistöðulón og raflínur sem þegar eru til staðar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Engu að síður segir Hörður eðlilegt að slíkar stórframkvæmdir séu umdeildar. Farvegur Þjórsár lítur svona út í dag neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Svona mun svæðið líta út með lóninu sem myndast.Landsvirkjun „Og þær hafa áhrif í nærsamfélaginu. Það er alveg ljóst. En þarna erum við sem sagt mikið í manngerðu landslagi. Ekki uppi á hálendinu. Hálendið er viðkvæmara, eins og umræðan er í dag. Þannig að við bindum bara vonir við það að það náist þokkalega góð sátt, - ef og þegar verði tekin ákvörðun,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50 Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. 29. júní 2021 09:50
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44
Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15