Hinn eini sanni b5 opnar í nýju húsnæði Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2021 12:30 Jónas Óli, plötusnúður og eigandi b5, mun endurreisa staðinn á Hverfisgötunni. Skemmtistaðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árshlé á starfsemi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Bankastræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, þar sem Hverfisbarinn var áður til húsa. Þetta staðfestir Jónas Óli Jónasson, sem margir þekkja sem plötusnúðinn DJ Jay-O, við Vísi en hann er eigandi b5. Hann er einn þeirra þriggja sem ráku b5 á Bankastræti áður en staðnum var skellt í lás í ágúst í fyrra. Hann er hins vegar einn á bak við nýja staðinn á Hverfisgötu, sem er ekki gamli b5 að opna á ný heldur nýr staður sem mun bera sama nafn. Í síðasta mánuði var greint frá því að Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, myndi opna nýjan stað á Bankastræti 5, gamla húsnæði b5. Opnunarkvöld þess staðar verður á morgun, 1. júlí, en margir hafa litið á þá opnun sem endurreisn b5. Svo er þó ekki. Jónas Óli er með einkaleyfi á nafninu b5. Enda mun staður Birgittu Lífar ekki heita b5 heldur Bankastræti Club. „Þetta er ekki það sama og í raun eru allt aðrar áherslur á þessum tveimur stöðum,“ segir Jónas Óli við Vísi. Hann vonast til að geta opnað b5 á Hverfisgötunni síðsumars, kannski í ágúst. Rótgróið vörumerki „Vörumerkið b5 er með sterkari vörumerkjum á landinu og ég vildi halda áfram með og byggja ofan á það,“ segir hann. Staðurinn sem áður hét b5 endurnýjaði ekki leigusamning sinn á Bankastræti 5 og sagði upp öllu starfsfólki sínu í ágústmánuði í fyrra. Eins og Vísir hefur greint frá munu dyr nýja staðarins Bankastrætis Club loka klukkan 00:30 en staðurinn sjálfur verður þó opinn eitthvað lengur. Hve lengi er þó óljóst. Jónas Óli segir að á b5 á Hverfisgötu verði opið eins lengi og á gamla b5, það er til 04:30. „Eftir að b5 lokaði hef ég verið með annað augað opið fyrir hentugu húsnæði fyrir starfsemina sem ég hef nú fundið,“ segir hann. Og það húsnæði er þar sem Hverfisbarinn var áður. Jónas Óli segist vera stemmningsmaður og ætlar sér að skapa sama andrúmsloft í nýja húsnæðinu og var forðum í Bankastrætinu. „Auðvitað fylgja alltaf einhverjar áherslubreytingar þegar maður er að opna nýjan stað en þetta verður bara b5 eins og b5 á að vera.“ Uppfært: Í upprunalegu fréttinni var talað um nýja staðinn b5 sem beint framhald af hinum gamla. Svo er ekki. Jónas Óli opnar nýja staðinn einn, með nýju fyrirtæki en undir sama vörumerki „b5“ og gamli staðurinn bar. Næturlíf Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta staðfestir Jónas Óli Jónasson, sem margir þekkja sem plötusnúðinn DJ Jay-O, við Vísi en hann er eigandi b5. Hann er einn þeirra þriggja sem ráku b5 á Bankastræti áður en staðnum var skellt í lás í ágúst í fyrra. Hann er hins vegar einn á bak við nýja staðinn á Hverfisgötu, sem er ekki gamli b5 að opna á ný heldur nýr staður sem mun bera sama nafn. Í síðasta mánuði var greint frá því að Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, myndi opna nýjan stað á Bankastræti 5, gamla húsnæði b5. Opnunarkvöld þess staðar verður á morgun, 1. júlí, en margir hafa litið á þá opnun sem endurreisn b5. Svo er þó ekki. Jónas Óli er með einkaleyfi á nafninu b5. Enda mun staður Birgittu Lífar ekki heita b5 heldur Bankastræti Club. „Þetta er ekki það sama og í raun eru allt aðrar áherslur á þessum tveimur stöðum,“ segir Jónas Óli við Vísi. Hann vonast til að geta opnað b5 á Hverfisgötunni síðsumars, kannski í ágúst. Rótgróið vörumerki „Vörumerkið b5 er með sterkari vörumerkjum á landinu og ég vildi halda áfram með og byggja ofan á það,“ segir hann. Staðurinn sem áður hét b5 endurnýjaði ekki leigusamning sinn á Bankastræti 5 og sagði upp öllu starfsfólki sínu í ágústmánuði í fyrra. Eins og Vísir hefur greint frá munu dyr nýja staðarins Bankastrætis Club loka klukkan 00:30 en staðurinn sjálfur verður þó opinn eitthvað lengur. Hve lengi er þó óljóst. Jónas Óli segir að á b5 á Hverfisgötu verði opið eins lengi og á gamla b5, það er til 04:30. „Eftir að b5 lokaði hef ég verið með annað augað opið fyrir hentugu húsnæði fyrir starfsemina sem ég hef nú fundið,“ segir hann. Og það húsnæði er þar sem Hverfisbarinn var áður. Jónas Óli segist vera stemmningsmaður og ætlar sér að skapa sama andrúmsloft í nýja húsnæðinu og var forðum í Bankastrætinu. „Auðvitað fylgja alltaf einhverjar áherslubreytingar þegar maður er að opna nýjan stað en þetta verður bara b5 eins og b5 á að vera.“ Uppfært: Í upprunalegu fréttinni var talað um nýja staðinn b5 sem beint framhald af hinum gamla. Svo er ekki. Jónas Óli opnar nýja staðinn einn, með nýju fyrirtæki en undir sama vörumerki „b5“ og gamli staðurinn bar.
Næturlíf Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira