Lögreglan þögul sem gröfin: Byssumaðurinn sá sem stakk mann með hníf á Sushi Social Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2021 06:01 Karlmaður vopnaður byssu vakti óhug við Kaffistofu Samhjálpar á mánudag. Vísir/ArnarHalldórs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill engar upplýsingar veita um stöðuna á rannsókn á máli karlmanns sem handtekinn var með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi sagðist ekkert geta tjáð sig um málið í samtali við Vísi síðdegis í gær. Hann gat ekki einu sinni svarað því hvort maðurinn hefði verið yfirheyrður. Því hefur fréttastofa ekki upplýsingar um hvort farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir manninum eða hvort hann gangi laus. Skelfing greip um sig á kaffistofunni á mánudag þegar karlmaðurinn mætti með skammbyssuna. Þráinn Faresveit lýsti því í samtali við Vísi hvernig hann hefði átt von á skoti í bakið þegar hann flúði byssumanninn við annan mann og kom sér fyrir inni á kaffistofunni. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn ógnandi með byssuna á lofti gagnvart þeim lögreglumönnum sem mættu fyrstir á vettvang. Þegar sérsveit lögreglu mætti á vettvang lagði karlmaðurinn niður vopnið og var handtekinn. Fram kom í tilkynningu lögreglu vegna málsins eftir hádegi á mánudag að hald hefði verið lagt á skotvopnið. Ekki væri vitað hvað manninum hefði gengið til. Frekari upplýsingar væri ekki hægt að veita. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom maðurinn við sögu lögreglu í apríl. Þá var hann handtekinn fyrir hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur. Vísir birti myndband af uppákomunni sem vakti óhug og skapaði uppnám á veitingastaðnum. Karlmaðurinn var ekki settur í gæsluvarðhald vegna árásarinnar heldur sleppt daginn eftir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, tjáði fréttastofu að ekki hefði verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Málið væri að mestu upplýst. Heimildir fréttastofu herma að viðkomandi eigi talsverðan sakaferil að baki, meðal annars vegna fíkniefna- og ofbeldisbrota. Þá herma heimildir fréttastofu jafnframt að maðurinn hafi verið á veitingastaðnum með öðrum manni sem á einnig brotaferil að baki og var nýverið til rannsóknar vegna alvarlegra ofbeldisbrota. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09 Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29. júní 2021 13:37 Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34 Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi sagðist ekkert geta tjáð sig um málið í samtali við Vísi síðdegis í gær. Hann gat ekki einu sinni svarað því hvort maðurinn hefði verið yfirheyrður. Því hefur fréttastofa ekki upplýsingar um hvort farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir manninum eða hvort hann gangi laus. Skelfing greip um sig á kaffistofunni á mánudag þegar karlmaðurinn mætti með skammbyssuna. Þráinn Faresveit lýsti því í samtali við Vísi hvernig hann hefði átt von á skoti í bakið þegar hann flúði byssumanninn við annan mann og kom sér fyrir inni á kaffistofunni. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn ógnandi með byssuna á lofti gagnvart þeim lögreglumönnum sem mættu fyrstir á vettvang. Þegar sérsveit lögreglu mætti á vettvang lagði karlmaðurinn niður vopnið og var handtekinn. Fram kom í tilkynningu lögreglu vegna málsins eftir hádegi á mánudag að hald hefði verið lagt á skotvopnið. Ekki væri vitað hvað manninum hefði gengið til. Frekari upplýsingar væri ekki hægt að veita. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom maðurinn við sögu lögreglu í apríl. Þá var hann handtekinn fyrir hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur. Vísir birti myndband af uppákomunni sem vakti óhug og skapaði uppnám á veitingastaðnum. Karlmaðurinn var ekki settur í gæsluvarðhald vegna árásarinnar heldur sleppt daginn eftir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, tjáði fréttastofu að ekki hefði verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Málið væri að mestu upplýst. Heimildir fréttastofu herma að viðkomandi eigi talsverðan sakaferil að baki, meðal annars vegna fíkniefna- og ofbeldisbrota. Þá herma heimildir fréttastofu jafnframt að maðurinn hafi verið á veitingastaðnum með öðrum manni sem á einnig brotaferil að baki og var nýverið til rannsóknar vegna alvarlegra ofbeldisbrota. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09 Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29. júní 2021 13:37 Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34 Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09
Ógnaði fólki með hlaðinni skammbyssu á Kaffistofu Samhjálpar Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbil mann sem hafði ógnað fólki á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni með hlaðinni skammbyssu. 29. júní 2021 13:37
Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34
Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44