Búðará er orðin mórauð af lausefni sem hún hefur grafið úr skriðusári stóru skriðunnar sem féll í lok síðasta árs. Hætt er við að fyllur úr hlíðinni falli í ána.
Búist er við áframhaldandi leysingum á Austurlandi með tilheyrandi vatnavöxtum og meira lausaefni í Búðará.
Mælar hafa ekki gefið vísbendingar um umfangsmiklar hreyfingar og vatnshæð í borholum hefur ekki aukist mikið.
Ekki er talin hætta á ferð í byggð á Seyðisfirði en Lögreglan á Austurlandi biðlar til fólks að vera ekki á ferðinni innst við Búðará.
Veðurstofan mun áfram fylgjast með stöðu mála og fréttin verður uppfærð ef hún breytist.