Traust til lögreglu Brynjar Níelsson skrifar 1. júlí 2021 12:07 Traust til lögreglu skiptir samfélagið miklu máli. Það traust ávinnur lögreglan sér með vönduðum vinnubrögðum sem sæti endurskoðun ef ástæða er til. Afgreiðsla lögreglu af málum verður að byggjast á hlutlægni og samræmi í vinnubrögðum óháð því hver á í hlut. Það er því mikið áhyggjuefni ef slíkra hlutlægnissjónarmiða er ekki gætt og rannsókn mála og afgreiðsla litast af pólitískum viðhorfum eða fordómum einstakra lögreglumanna. Fordómar við lögreglustörf Í Ásmundarsafnsmálinu hefur Nefnd um lögreglustörf bent á þessu sjálfsögðu atriði. Rannsókn á samtölum lögreglumanna sem í hlut áttu á vettvangi, leiðir í ljós að þeir voru strax farnir að leggja drög að fréttatilkynningu við komuna á staðinn. Þar skipti mestu máli að þarna voru að mati lögreglumannanna sjálfra, „sjálfstæðis framapotarar“ og þjóðþekktir einstaklingar. Eins og oft vill verða þegar fordómar villa mönnum sýn þá verður sannleikurinn í aukahlutverki. Í fréttatilkynningunni var því upphaflega haldið fram að um einkasamkvæmi hefði verið að ræða þar sem reglum um fjöldatakmarkanir voru ekki virtar. Þetta reyndist hvort tveggja rangt og hefði væntanlega komið í ljós ef lögreglumennirnir hefðu gætt hlutlægra vinnubragða í stað þess að reyna að koma höggi á fólk á grundvelli pólitískra viðhorfa. Búkmyndavélar Það er auðvelt að gagnrýna störf lögreglu. Lögreglumenn eru bundir þagnaskyldu og eru oft að glíma við krefjandi aðstæður þar sem þarf að taka skjótar ákvarðanir. Sem lögmanni á sínum tíma þótti mér það oft erfitt að sjá lögreglumenn, jafnvel vera vikið úr starfi tímabundið, á meðan rannsókn fór fram á ásökunum sem síðan reyndist enginn fótur fyrir. Þá hefði verið gott að geta gripið til búkmyndavélar þar sem atvik hefðu legið fyrir. Notkun þessarar búkmyndavéla er því gríðarlega réttarbót fyrir lögreglumenn. Það er hins vegar alger forsenda fyrir því að þessar búkmyndavélar hafi hagnýtt gildi, að lögreglumenn séu ekki handvelja sjálfir efni þeirra eftir á og eyða út efni sem þeir telja óæskilegt. Þar með hafa þessar búkmyndavélar enga þýðingu. Viðbrögð formanns Landssambands lögreglumanna kemur mér því verulega á óvart. Svo toppar formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins alla vitleysuna þegar hann telur rétt að þingmenn þeirrar nefndar athugi hvort niðurstaða eftirlitsnefndar með störfum lögreglu standist lög og reglur. Það er ekki á þeirra sviði og þingmenn örugglega síst til þess fallnir að kveða uppúr um það hvort niðurstaða stjórnsýslunefnda sé lögfræðilega rétt eða röng. Meðferð sönnunargagna Það sem er þó verst við þetta allt saman er ekki sú staðreynd að lögreglumenn láta eigin viðhorf hafa áhrif á hvernig þeir haga störfum sínum, heldur það ef fiktað er við sönnunargögn mála. Það sem fram kemur í búkmyndavél eru sönnunargögn. Lögreglumenn sem telja það ekki eftir sér að breyta sönnunargögnum ef þau henta þeim ekki eru afleitir lögreglumenn. Þetta mál vekur upp spurningar um það hvort að það sé virkilega þannig að hér á landi séum við með einstaklinga innan lögreglunnar sem breyta sönnunargögnum ef svo ber undir. Ef svo er komið fyrir íslensku lögreglunni er hætt við að traust hennar bíði alvarlegan hnekki til mikils tjóns fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Traust til lögreglu skiptir samfélagið miklu máli. Það traust ávinnur lögreglan sér með vönduðum vinnubrögðum sem sæti endurskoðun ef ástæða er til. Afgreiðsla lögreglu af málum verður að byggjast á hlutlægni og samræmi í vinnubrögðum óháð því hver á í hlut. Það er því mikið áhyggjuefni ef slíkra hlutlægnissjónarmiða er ekki gætt og rannsókn mála og afgreiðsla litast af pólitískum viðhorfum eða fordómum einstakra lögreglumanna. Fordómar við lögreglustörf Í Ásmundarsafnsmálinu hefur Nefnd um lögreglustörf bent á þessu sjálfsögðu atriði. Rannsókn á samtölum lögreglumanna sem í hlut áttu á vettvangi, leiðir í ljós að þeir voru strax farnir að leggja drög að fréttatilkynningu við komuna á staðinn. Þar skipti mestu máli að þarna voru að mati lögreglumannanna sjálfra, „sjálfstæðis framapotarar“ og þjóðþekktir einstaklingar. Eins og oft vill verða þegar fordómar villa mönnum sýn þá verður sannleikurinn í aukahlutverki. Í fréttatilkynningunni var því upphaflega haldið fram að um einkasamkvæmi hefði verið að ræða þar sem reglum um fjöldatakmarkanir voru ekki virtar. Þetta reyndist hvort tveggja rangt og hefði væntanlega komið í ljós ef lögreglumennirnir hefðu gætt hlutlægra vinnubragða í stað þess að reyna að koma höggi á fólk á grundvelli pólitískra viðhorfa. Búkmyndavélar Það er auðvelt að gagnrýna störf lögreglu. Lögreglumenn eru bundir þagnaskyldu og eru oft að glíma við krefjandi aðstæður þar sem þarf að taka skjótar ákvarðanir. Sem lögmanni á sínum tíma þótti mér það oft erfitt að sjá lögreglumenn, jafnvel vera vikið úr starfi tímabundið, á meðan rannsókn fór fram á ásökunum sem síðan reyndist enginn fótur fyrir. Þá hefði verið gott að geta gripið til búkmyndavélar þar sem atvik hefðu legið fyrir. Notkun þessarar búkmyndavéla er því gríðarlega réttarbót fyrir lögreglumenn. Það er hins vegar alger forsenda fyrir því að þessar búkmyndavélar hafi hagnýtt gildi, að lögreglumenn séu ekki handvelja sjálfir efni þeirra eftir á og eyða út efni sem þeir telja óæskilegt. Þar með hafa þessar búkmyndavélar enga þýðingu. Viðbrögð formanns Landssambands lögreglumanna kemur mér því verulega á óvart. Svo toppar formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins alla vitleysuna þegar hann telur rétt að þingmenn þeirrar nefndar athugi hvort niðurstaða eftirlitsnefndar með störfum lögreglu standist lög og reglur. Það er ekki á þeirra sviði og þingmenn örugglega síst til þess fallnir að kveða uppúr um það hvort niðurstaða stjórnsýslunefnda sé lögfræðilega rétt eða röng. Meðferð sönnunargagna Það sem er þó verst við þetta allt saman er ekki sú staðreynd að lögreglumenn láta eigin viðhorf hafa áhrif á hvernig þeir haga störfum sínum, heldur það ef fiktað er við sönnunargögn mála. Það sem fram kemur í búkmyndavél eru sönnunargögn. Lögreglumenn sem telja það ekki eftir sér að breyta sönnunargögnum ef þau henta þeim ekki eru afleitir lögreglumenn. Þetta mál vekur upp spurningar um það hvort að það sé virkilega þannig að hér á landi séum við með einstaklinga innan lögreglunnar sem breyta sönnunargögnum ef svo ber undir. Ef svo er komið fyrir íslensku lögreglunni er hætt við að traust hennar bíði alvarlegan hnekki til mikils tjóns fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun