Lífið

„Fólk mun þurfa að flýja land þegar ég gef út plötuna“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Raunveruleikastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj sendir frá lagið Álit. 
Raunveruleikastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj sendir frá lagið Álit.  Arnór Dan Arnarson

Bassi Maraj kom fyrst fyrir augu landsmanna í raunveruleikaþáttunum Æði á Stöð 2. Hann steig svo sín fyrstu skref í tónlistinni fyrr á árinu við góðar og miklar undirtektir. Á miðnætti kom út önnur smáskífa hans, Álit. 

Fyrsta lag hans sló vægast sagt í gegn og fór beint á topplista steymisveitunnar Spotify. 

Lagið heitir einfaldlega Bassi Maraj og þykir Bassi hafa sýnt einstaklega góða rapp-takta í fluttningi sínum. 

Stórhættuleg plata í býgerð

Lagið Álit er unnið í samstarfi við Martein Hjartason, betur þekktan sem BNGR Boy, en þeir félagar hafa verið að vinna mikið í stúdíóinu undanfarnar vikur.

Lagið er orkumikið sumarlag þar sem Bassi fer um víðan völl í textasmíð sinni. 

Eru fleiri lög eða jafnvel plata í vændum?

Já, það kemur plata. Álit er „lowkey“ tease af því sem er í vændum!

Sjálfur lýsir hann laginu Áliti sem stórhættulegu lagi.

Hvers má þá vænta af plötunni ef hún er sömu stemmningu? 

„Ef þetta lag er stórhættulegt þá mun fólk þurfa að flýja land þegar ég gef út plötuna,“ segir Bassi og hlær. 

Hægt er að hlusta á lagið Álit í spilaranum hér fyrir neðan. 

Klippa: Álit - Bassi Maraj





Fleiri fréttir

Sjá meira


×