Sigurður Ingi lofar nýju ráðuneyti Snorri Másson skrifar 3. júlí 2021 12:08 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Eða ætti kannski að standa innviðaráðherra? Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill að ráðuneyti sitt verði að „innviðaráðuneyti“ við myndun næstu ríkisstjórnar. Innviðaráðherra hefði þá áfram á sinni könnu samgöngurnar og sveitarstjórnarmálin, en myndi taka til sín skipulagsmálin frá umhverfisráðuneytinu og húsnæðismælin frá félagsmálaráðuneytinu. „Skipulagsmálin og sveitarstjórnarmálin eru svo nátengd, að það er mín skoðun og ég deili henni með Samtökum iðnaðarins að þau eigi heima saman í innviðaráðuneyti,“ segir Sigurður og bætir við að hið sama gildi um húsnæðismálin, sem nú eru innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem er undir félagsmálaráðuneytinu. „Ef Framsóknarflokkurinn nær nægilega góðri stöðu eftir kosningar og ég get framkallað þessar hugmyndir mínar, þá mun ég standa fyrir því,“ segir Sigurður. Málin á of mörgum höndum Samtök iðnaðarins áttu á þessu kjörtímabili frumkvæði að þessum hugmyndum og hefur Sigurður Hannesson formaður þeirra skrifað fjölda greina um þetta áherslumál, jafnvel með meðhöfundum frá öðrum hagsmunasamtökum. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins.SI Sigurður segir í samtali við Vísi að samtökin séu mjög vongóð um að eftir kosningar í september verði stokkað upp í ráðuneytunum og þar af leiðandi verði innviðaráðuneytið að veruleika. Svona breytingar verða yfirleitt við ríkisstjórnarskipti. Sigurður óttast ekki að þessar breytingar mæti mótstöðu. „En ég ætla ekki að fullyrða um það. Sigurður Ingi hefur verið mjög opinn með það hvað honum hugnast þessi breyting, að því gefnu að hann verði áfram í sama ráðuneyti,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að umræddir málaflokkar séu á of mörgum höndum í dag og að sameining þeirra myndi leiða til meiri skilvirkni og ábyrgðar af hálfu stjórnvalda, sem hafi vantað svolítið upp á. Uppbygging verði skilvirkari með einu sterku innviðaráðuneyti. Loftslagsráðuneyti og matvæla- og landbúnaðarráðuneyti Sigurður Ingi ráðherra segir að hugmyndirnar eigi sér erlenda fyrirmynd. „Ég held að þessir hlutir eigi heima á sama stað. Þetta er það sem vinir okkar og fyrirmyndir Danir hafa gert og ég get mjög vel séð fyrir mér slíkt ráðuneyti framtíðarinnar þó að ég sjái ekki endilega fyrir mér að ég sé þar.“ Ráðherra vill að öðru leyti ráðast í nokkrar breytingar á stjórnkerfinu á næsta kjörtímabili. Ráðist hafi verið í breytingar á tímum vinstristjórnarinnar 2009-2013 sem hafi miðað við að Ísland gengi í Evrópusambandið, en þær breytingar henti ekki lengur íslenskum aðstæðum. „Ég er með ákveðnar hugmyndir um það. Eitt er innviðaráðuneytið, annað er matvæla- og landbúnaðarráðuneyti og þriðja er loftslagsráðuneyti.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Réttindalaus dreginn af öðrum Innlent Fleiri fréttir Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Sjá meira
Innviðaráðherra hefði þá áfram á sinni könnu samgöngurnar og sveitarstjórnarmálin, en myndi taka til sín skipulagsmálin frá umhverfisráðuneytinu og húsnæðismælin frá félagsmálaráðuneytinu. „Skipulagsmálin og sveitarstjórnarmálin eru svo nátengd, að það er mín skoðun og ég deili henni með Samtökum iðnaðarins að þau eigi heima saman í innviðaráðuneyti,“ segir Sigurður og bætir við að hið sama gildi um húsnæðismálin, sem nú eru innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem er undir félagsmálaráðuneytinu. „Ef Framsóknarflokkurinn nær nægilega góðri stöðu eftir kosningar og ég get framkallað þessar hugmyndir mínar, þá mun ég standa fyrir því,“ segir Sigurður. Málin á of mörgum höndum Samtök iðnaðarins áttu á þessu kjörtímabili frumkvæði að þessum hugmyndum og hefur Sigurður Hannesson formaður þeirra skrifað fjölda greina um þetta áherslumál, jafnvel með meðhöfundum frá öðrum hagsmunasamtökum. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins.SI Sigurður segir í samtali við Vísi að samtökin séu mjög vongóð um að eftir kosningar í september verði stokkað upp í ráðuneytunum og þar af leiðandi verði innviðaráðuneytið að veruleika. Svona breytingar verða yfirleitt við ríkisstjórnarskipti. Sigurður óttast ekki að þessar breytingar mæti mótstöðu. „En ég ætla ekki að fullyrða um það. Sigurður Ingi hefur verið mjög opinn með það hvað honum hugnast þessi breyting, að því gefnu að hann verði áfram í sama ráðuneyti,“ segir Sigurður Hannesson. Sigurður segir að umræddir málaflokkar séu á of mörgum höndum í dag og að sameining þeirra myndi leiða til meiri skilvirkni og ábyrgðar af hálfu stjórnvalda, sem hafi vantað svolítið upp á. Uppbygging verði skilvirkari með einu sterku innviðaráðuneyti. Loftslagsráðuneyti og matvæla- og landbúnaðarráðuneyti Sigurður Ingi ráðherra segir að hugmyndirnar eigi sér erlenda fyrirmynd. „Ég held að þessir hlutir eigi heima á sama stað. Þetta er það sem vinir okkar og fyrirmyndir Danir hafa gert og ég get mjög vel séð fyrir mér slíkt ráðuneyti framtíðarinnar þó að ég sjái ekki endilega fyrir mér að ég sé þar.“ Ráðherra vill að öðru leyti ráðast í nokkrar breytingar á stjórnkerfinu á næsta kjörtímabili. Ráðist hafi verið í breytingar á tímum vinstristjórnarinnar 2009-2013 sem hafi miðað við að Ísland gengi í Evrópusambandið, en þær breytingar henti ekki lengur íslenskum aðstæðum. „Ég er með ákveðnar hugmyndir um það. Eitt er innviðaráðuneytið, annað er matvæla- og landbúnaðarráðuneyti og þriðja er loftslagsráðuneyti.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Réttindalaus dreginn af öðrum Innlent Fleiri fréttir Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Sjá meira