Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Þar segir að búið sé að komast að upptökum vatnsins sem olli aurskriðunni síðastliðinn þriðjudag og að búið sé að beina því fram hjá byggðinni.
„Búið er að tryggja svæðið þannig með drenun og jarðvegsskiptum. Vinna við hreinsun og uppbyggingu á svæðinu er hafin og verður haldið áfram næstu daga.“