Konur sendar að fæða á Skagann vegna plássleysis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júlí 2021 11:35 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans síðustu vikur en gert er ráð fyrir metfjölda í fæðingum í sumar. Vegna plássleysis hafa konur verið beðnar um að fæða á Akranesi að sögn yfirlæknis. Eins og fréttastofa greindi frá í maí stefnir í metár í fæðingum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 5000 börn fæðist í ár, sem eru 500 fleiri en í fyrra. Mikið aukning hefur orðið í þjónustu á Landspítala vegna þessa að sögn Huldu Hjartardóttur, yfirlæknis fæðingaþjónustu á Landspítalanum. „Það hafa komið álagstoppar núna nýlega sem var við að búast því það var búið að spá fleiri fæðingum núna í sumar en oft áður,“ segir Hulda. Þannig hafi verið nokkuð mikið álag á fæðingardeildinni. „Það lýsir sér þannig að það getur verið erfitt að koma konum fyrir á fæðingardeildinni, af því það er ekki sérstaklega mikið pláss, og svo getur líka verið að okkur vanti starfsfólks og þá þarf að kalla út meira fólk og það er alltaf erfiðara á sumrin,“ segir Hulda og bætir við að starfsfólk sé í sumarleyfum og því oft ekki í bænum. Á síðustu vikum hafi því verið brugðið á það ráð í nokkur skipti að leita til nágrannasjúkrahúsa. „Til dæmis til Akraness, sem er svipuð fæðingardeild og okkar, og stungið upp á því við konur eftir að það er búið að ræða við þær og fara yfir áhættuþætti og sjá hvort það sé eitthvað sem mælir á móti því, að sjá hvort það sé möguleiki hvort það myndi henta þeim að fæða þar. Þá erum við auðvitað að hugsa um að reyna fá sem besta umönnun fyrir konuna,“ segir Hulda. Sem fyrr segir verður 2021 að öllum líkindum metár í fæðingum á Íslandi. Þetta eru þá Covid-börnin ? „Já, það má alveg kalla þau það,“ segir Hulda og hlær. Heilbrigðismál Akranes Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Eins og fréttastofa greindi frá í maí stefnir í metár í fæðingum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 5000 börn fæðist í ár, sem eru 500 fleiri en í fyrra. Mikið aukning hefur orðið í þjónustu á Landspítala vegna þessa að sögn Huldu Hjartardóttur, yfirlæknis fæðingaþjónustu á Landspítalanum. „Það hafa komið álagstoppar núna nýlega sem var við að búast því það var búið að spá fleiri fæðingum núna í sumar en oft áður,“ segir Hulda. Þannig hafi verið nokkuð mikið álag á fæðingardeildinni. „Það lýsir sér þannig að það getur verið erfitt að koma konum fyrir á fæðingardeildinni, af því það er ekki sérstaklega mikið pláss, og svo getur líka verið að okkur vanti starfsfólks og þá þarf að kalla út meira fólk og það er alltaf erfiðara á sumrin,“ segir Hulda og bætir við að starfsfólk sé í sumarleyfum og því oft ekki í bænum. Á síðustu vikum hafi því verið brugðið á það ráð í nokkur skipti að leita til nágrannasjúkrahúsa. „Til dæmis til Akraness, sem er svipuð fæðingardeild og okkar, og stungið upp á því við konur eftir að það er búið að ræða við þær og fara yfir áhættuþætti og sjá hvort það sé eitthvað sem mælir á móti því, að sjá hvort það sé möguleiki hvort það myndi henta þeim að fæða þar. Þá erum við auðvitað að hugsa um að reyna fá sem besta umönnun fyrir konuna,“ segir Hulda. Sem fyrr segir verður 2021 að öllum líkindum metár í fæðingum á Íslandi. Þetta eru þá Covid-börnin ? „Já, það má alveg kalla þau það,“ segir Hulda og hlær.
Heilbrigðismál Akranes Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira