Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2021 07:06 Johnson er sagður munu tilkynna um alsherjarafléttingar á blaðamannafundi í dag. epa/Neil Hall Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. Alls greindust 24.248 með Covid-19 í gær en 15.953 greindust á sunnudag fyrir viku. Á sumum svæðum í norðausturhluta landsins hefur tilfellum fjölgað um allt að 200 prósent. Johnson er sagður munu tilkynna á blaðamannafundi í dag að þar sem 86 prósent bresku þjóðarinnar hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni sé tími til kominn að aflétta sóttvarnaraðgerðum og veita einstaklingum frelsi til að ákvarða sjálfir hegðun sína. Þetta mun meðal annars fela í sér að grímunotkun verður valkvæð nema á heilbrigðisstofnunum, að þeir sem eru fullbólusettir þurfa ekki lengur að sæta einangrun þótt þeir hafi átt samskipti við smitaðan einstakling og að þeir munu ekki lengur þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins eftir ferðalög til svokallaðra „appelsínugulra“ landa. „Afbrigðaverksmiðjur“ Nýr heilbrigðisráðherra Breta, Sajid Javid, sagði í grein í Mail on Sunday að besta leiðin til að standa vörð um heilsu þjóðarinnar væri aflétting. Aðgerðirnar hefðu haft þau áhrif að heimilisofbeldi hefði aukist til muna og þá hefðu þær haft slæm áhrif á andlega heilsu. Prófessorinn Stephen Reicher, einn meðlima undirnefndar vísindaráðgjafanefndar stjórnvalda, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt afstöðu Javid og segir ógnvekjandi að heilbrigðisráðherrann virðist líta á Covid-19 eins og hverja aðra flensu. „Umfram allt er ógnvekjandi að búa við „heilbrigðis“ráðherra sem vill gera sóttvarnir að persónulegu vali þegar lykilskilaboð faraldursins hafa verið að þetta snýst ekki um „Ég“ heldur „Við“.“ Prófessorinn Susan Michie, annar nefndarmanna, tísti að það að leyfa faraldrinum að malla í samfélaginu væri eins og að byggja nýjar „afbrigðaverksmiðjur“. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Alls greindust 24.248 með Covid-19 í gær en 15.953 greindust á sunnudag fyrir viku. Á sumum svæðum í norðausturhluta landsins hefur tilfellum fjölgað um allt að 200 prósent. Johnson er sagður munu tilkynna á blaðamannafundi í dag að þar sem 86 prósent bresku þjóðarinnar hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni sé tími til kominn að aflétta sóttvarnaraðgerðum og veita einstaklingum frelsi til að ákvarða sjálfir hegðun sína. Þetta mun meðal annars fela í sér að grímunotkun verður valkvæð nema á heilbrigðisstofnunum, að þeir sem eru fullbólusettir þurfa ekki lengur að sæta einangrun þótt þeir hafi átt samskipti við smitaðan einstakling og að þeir munu ekki lengur þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins eftir ferðalög til svokallaðra „appelsínugulra“ landa. „Afbrigðaverksmiðjur“ Nýr heilbrigðisráðherra Breta, Sajid Javid, sagði í grein í Mail on Sunday að besta leiðin til að standa vörð um heilsu þjóðarinnar væri aflétting. Aðgerðirnar hefðu haft þau áhrif að heimilisofbeldi hefði aukist til muna og þá hefðu þær haft slæm áhrif á andlega heilsu. Prófessorinn Stephen Reicher, einn meðlima undirnefndar vísindaráðgjafanefndar stjórnvalda, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt afstöðu Javid og segir ógnvekjandi að heilbrigðisráðherrann virðist líta á Covid-19 eins og hverja aðra flensu. „Umfram allt er ógnvekjandi að búa við „heilbrigðis“ráðherra sem vill gera sóttvarnir að persónulegu vali þegar lykilskilaboð faraldursins hafa verið að þetta snýst ekki um „Ég“ heldur „Við“.“ Prófessorinn Susan Michie, annar nefndarmanna, tísti að það að leyfa faraldrinum að malla í samfélaginu væri eins og að byggja nýjar „afbrigðaverksmiðjur“.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira