Liðið sem tapaði í Laugardalshöllinni árið 2018 komið á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 15:00 Tryggvi Snær Hlinason fagnar körfu í leiknum á móti Tékkum í febrúar 2018 en við hlið hans er Hlynur Bæringsson. Vísir/Bára Tékkland tryggði sér um helgina sæti í körfuboltakeppni Ólympíuleikana eftir sigur á Grikklandi í hreinum úrslitaleik um laust sæti á leikunum. Barist var um fjögur síðustu sætin inn á leikana í fjórum aðskildum undankeppnum sem hver og ein innihélt sex þjóðir. Tékkar og Grikkir komust í úrslitaleikinn á þeim hluta undankeppninnar sem fór fram í Victoria í Kanada en heimamenn í kanadíska liðinu sátu aftur á móti eftir í undanúrslitunum. Tékkar unnu 103-101 sigur á Kanadamönnum í undanúrslitaleiknum sem þurfti að framlengja. Tomas Satoransky, leikmaður Chicago Bulls í NBA-deildinni, skoraði sigurkörfuna 1,4 sekúndum fyrir leikslok. Tékkar höfðu komist í undanúrslitaleiknum þrátt fyrir sautján stiga tap á móti Tyrkjum. Eins stigs sigur á Úrúgvæ kom þeim áfram í undanúrslitin. Tékkar áttu síðan mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Grikkjum þar sem þeir unnu öruggan 25 stiga sigur, 97-72. Grikkir komust því ekki á leikana í ár en Tékkar verða þar í fyrsta sinn síðan að þeir hættu að vera hluti af Tékkóslóvakíu. Þessi frábæri árangri Tékka rifjar upp þegar þeir mættu í Laugardalshöllinni í febrúar 2018 í undankeppni HM. watch on YouTube Íslensku strákarnir áttu þá frábæran leik og unnu 76-75 sigur á tékkneska liðinu. Martin Hermannsson skoraði 26 stig í leiknum, Tryggvi Snær Hlinason var með 15 stig, 8 fráköst og 3 varin skot, Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig og Haukur Helgi Pálsson var með 10 stig og 5 stoðsendingar. Þetta var líka merkilegur leikur fyrir þær sakir að þetta var 147. og síðasti landsleikur Loga Gunnarssonar sem var tolleraður í leikslok. Logi lék með landsliðinu frá 2000 til 2018 og skoraði 1475 stig fyrir íslenska landsliðið eða yfir tíu stig í leik. Umræddur Satoransky spilaði ekki í Höllinni en Patrik Auda var þar stigahæstur Tékka með 23 stig. Hann skoraði 20 stig í sigrinum á Grikkjum í úrslitaleiknum og var líka stigahæstur í þeim leik en stigahæsti maðurinn í undanúrslitaleiknum var Blake Schilb með 31 stig. Schilb, sem er orðinn 37 ára gamall, skoraði 5 stig í Laugardalshöllinni. Tomas Satoransky var með 18 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í sigrinum á Kanada en skoraði 12 stig í úrslitaleiknum. Ondrej Balvín var með 14 stig, 19 fráköst og 5 varin skot á móti Kanada og svo 14 stig og 7 fráköst á móti Grikkjum. Balvín var aftur á móti með 11 stig og 6 fráköst í tapleiknum í Laugardalnum. Fyrir utan Grikkland og Tékkland þá tryggðu eftirtaldar þjóðir sér einnig þátttökurétt í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna: Þýskaland, Slóvenía og Ítalía. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Barist var um fjögur síðustu sætin inn á leikana í fjórum aðskildum undankeppnum sem hver og ein innihélt sex þjóðir. Tékkar og Grikkir komust í úrslitaleikinn á þeim hluta undankeppninnar sem fór fram í Victoria í Kanada en heimamenn í kanadíska liðinu sátu aftur á móti eftir í undanúrslitunum. Tékkar unnu 103-101 sigur á Kanadamönnum í undanúrslitaleiknum sem þurfti að framlengja. Tomas Satoransky, leikmaður Chicago Bulls í NBA-deildinni, skoraði sigurkörfuna 1,4 sekúndum fyrir leikslok. Tékkar höfðu komist í undanúrslitaleiknum þrátt fyrir sautján stiga tap á móti Tyrkjum. Eins stigs sigur á Úrúgvæ kom þeim áfram í undanúrslitin. Tékkar áttu síðan mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Grikkjum þar sem þeir unnu öruggan 25 stiga sigur, 97-72. Grikkir komust því ekki á leikana í ár en Tékkar verða þar í fyrsta sinn síðan að þeir hættu að vera hluti af Tékkóslóvakíu. Þessi frábæri árangri Tékka rifjar upp þegar þeir mættu í Laugardalshöllinni í febrúar 2018 í undankeppni HM. watch on YouTube Íslensku strákarnir áttu þá frábæran leik og unnu 76-75 sigur á tékkneska liðinu. Martin Hermannsson skoraði 26 stig í leiknum, Tryggvi Snær Hlinason var með 15 stig, 8 fráköst og 3 varin skot, Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig og Haukur Helgi Pálsson var með 10 stig og 5 stoðsendingar. Þetta var líka merkilegur leikur fyrir þær sakir að þetta var 147. og síðasti landsleikur Loga Gunnarssonar sem var tolleraður í leikslok. Logi lék með landsliðinu frá 2000 til 2018 og skoraði 1475 stig fyrir íslenska landsliðið eða yfir tíu stig í leik. Umræddur Satoransky spilaði ekki í Höllinni en Patrik Auda var þar stigahæstur Tékka með 23 stig. Hann skoraði 20 stig í sigrinum á Grikkjum í úrslitaleiknum og var líka stigahæstur í þeim leik en stigahæsti maðurinn í undanúrslitaleiknum var Blake Schilb með 31 stig. Schilb, sem er orðinn 37 ára gamall, skoraði 5 stig í Laugardalshöllinni. Tomas Satoransky var með 18 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í sigrinum á Kanada en skoraði 12 stig í úrslitaleiknum. Ondrej Balvín var með 14 stig, 19 fráköst og 5 varin skot á móti Kanada og svo 14 stig og 7 fráköst á móti Grikkjum. Balvín var aftur á móti með 11 stig og 6 fráköst í tapleiknum í Laugardalnum. Fyrir utan Grikkland og Tékkland þá tryggðu eftirtaldar þjóðir sér einnig þátttökurétt í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna: Þýskaland, Slóvenía og Ítalía.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira