Wenger styður að halda HM á tveggja ára fresti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2021 12:30 Wenger vill halda HM á tveggja ára fresti. Valeriano Di Domenico/Getty Images Arsène Wenger, fyrrum þjálfari enska knattspyrnufélagsins Arsenal, styður þá hugmynd að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu á tveggja ára fresti. Samkvæmt íþróttavefnum The Athletic er Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, að skoða þann möguleika að halda HM á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og þekkist nú. „Fleiri leikir í útsláttarkeppni, færri leikir í undankeppni. Það er það sem stuðningsfólkið vill,“ er haft eftir Wenger í þýska íþróttamiðlinum Kicker. Wenger vill fækka landsliðsgluggum yfir tímabilið þar sem hann telur þau hafa of mikil áhrif á leikmenn. Bendir hann á meiðsli Robert Lewandowski í vetur því til sönnunar. Í mars á þessu ári stakk Wenger upp á þeirri hugmynd að undankeppni fyrir EM og HM færi fram í október þar sem allur mánuðurinn yrði undirlagður af landsleikjum. „Landsliðin geta hist í október, spilað sjö leiki í undankeppni þann mánuðinn og svo fer lokamótið fram í júní. Við viljum fækka leikjum, það er mikilvægt.“ NEWS | Arsene Wenger has backed plans to stage a FIFA World Cup every two years, believing "it's what the fans want."Do want a biennial World Cup?— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2021 Hugmyndin er að landslið myndu aðeins hafa leikmenn í 28 daga frekar en 50 eins og þekkist nú. Þá yrði leikjum í undankeppnum fækkað úr 10 í 7. Ekki er útskýrt af hverju um oddatölu er að ræða. Wenger telur að þetta gæti orðið að veruleika eftir Evrópumótið 2024 en í frétt The Athletic um málið er ljóst að þessu yrði mótmælt harðlega. Reikna má með að flestir þjálfarar Evrópu séu á sama máli og Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. „Við ættum kannski að biðja UEFA og FIFA um að lengja árið. Við gætum kannski fengið 400 daga á ári,“ sagði Pep í apríl. Þá hafa deildarsamböndin einnig gagnrýnt hugmyndina og sagt hana óraunhæfa. Fótbolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Samkvæmt íþróttavefnum The Athletic er Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, að skoða þann möguleika að halda HM á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og þekkist nú. „Fleiri leikir í útsláttarkeppni, færri leikir í undankeppni. Það er það sem stuðningsfólkið vill,“ er haft eftir Wenger í þýska íþróttamiðlinum Kicker. Wenger vill fækka landsliðsgluggum yfir tímabilið þar sem hann telur þau hafa of mikil áhrif á leikmenn. Bendir hann á meiðsli Robert Lewandowski í vetur því til sönnunar. Í mars á þessu ári stakk Wenger upp á þeirri hugmynd að undankeppni fyrir EM og HM færi fram í október þar sem allur mánuðurinn yrði undirlagður af landsleikjum. „Landsliðin geta hist í október, spilað sjö leiki í undankeppni þann mánuðinn og svo fer lokamótið fram í júní. Við viljum fækka leikjum, það er mikilvægt.“ NEWS | Arsene Wenger has backed plans to stage a FIFA World Cup every two years, believing "it's what the fans want."Do want a biennial World Cup?— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 5, 2021 Hugmyndin er að landslið myndu aðeins hafa leikmenn í 28 daga frekar en 50 eins og þekkist nú. Þá yrði leikjum í undankeppnum fækkað úr 10 í 7. Ekki er útskýrt af hverju um oddatölu er að ræða. Wenger telur að þetta gæti orðið að veruleika eftir Evrópumótið 2024 en í frétt The Athletic um málið er ljóst að þessu yrði mótmælt harðlega. Reikna má með að flestir þjálfarar Evrópu séu á sama máli og Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. „Við ættum kannski að biðja UEFA og FIFA um að lengja árið. Við gætum kannski fengið 400 daga á ári,“ sagði Pep í apríl. Þá hafa deildarsamböndin einnig gagnrýnt hugmyndina og sagt hana óraunhæfa.
Fótbolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira