Rúnar: Snérist um að verja markið Ester Ósk Árnadóttir skrifar 5. júlí 2021 22:55 Rúnar var ánægður með baráttuandann í sínum mönnum. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. „Ég er bara gríðarlega ánægður með góðan en mjög torsóttan sigur. Það að koma hingað og sækja þrjú stig, við gerum þetta ofboðslega vel. Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70. mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi, þeir fengu slatta af þeim en við vörðumst fimlega og Beitir varði það sem kom á markið,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir frábæran 1-2 sigur á KA mönnum á Dalvík í dag. Beitir var frábær í marki KR í dag. „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið. Við vorum ofboðslega skipulagðir og þeir lokuðu svæðum KA manna mjög vel. Það voru fyrirgjafir utan af kanti sem við vildum frekar fá heldur en skot í og við vítateig. Auðvitað datt boltinn einstaka sinnum fyrir þá og þeir fá fín færi en mér fannst við flottir.“ Kristján Flóki Finnabogason fékk rautt spjald á 20. mínútu. KR-ingar þéttuðu raðirnar og náðu að halda KA mönnum í skefjum. „Það var eiginlega ekkert annað í boði en fá þá bara á okkur. Við leiddum með einu marki og okkur leið ágætlega í þessu kerfi sem við vorum að verjast í einum færri og ná svo einni og einni skyndisókn, þeim fór samt fækkandi eftir því sem leið á leikinn. Við gerðum skiptingar til að hressa aðeins upp á þetta og þær heppnuðust ágætlega. Heilt yfir þá snérist þetta um að verja markið sitt og halda búrinu hreinu í seinni hálfleik og það heppnaðist.“ Rúnar vildi lítið tjá sig um rauða spjaldið. „Ég ætla ekki að tjá mig um það sem gerðist hér í dag. Við æsum okkur yfir mörgu hér á hliðarlínunni og verðum pirraðir. Þetta var erfiður leikur að dæma og það voru mistök á báða bóga. Bæði lið voru að gera mistök og dómarinn hefði mögulega geta tekið öðruvísi á einhverjum hlutum en það er bara eins og það er. Maður var ekkert alltaf sáttur og ég efast um að KA menn hafi alltaf verið sáttir en þetta er bara hluti af þessum leik, svo framalega sem að Þorvaldur sem var á hliðarlínunni og er ánægjulegt að sjá aftur í dómgæslunni hélt okkur í skefjum. Hann var rólegur og yfirvegaður og passaði upp á okkur. Það voru smá læti inn á milli.“ Kennie Chopart átti að vera í byrjunarliði en var tæpur fyrir leikinn. „Hann var tæpur fyrir leikinn. Við ákváðum á stilla honum upp því hann taldi sig vera heilann en svo í upphitunni þá tók þetta sig upp. Það var ekkert annað í stöðunni en að setja Theódór Elmar inn í liðið í staðinn. Við vorum búnir að æfa þessa stöðu með okkur. Við vorum með plan b sem gekk upp. Chopart gæti verið frá í einhverja daga í viðbót, mesta lagi 10 daga. Vonandi verður hann heill í næsta leik.“ Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega ánægður með góðan en mjög torsóttan sigur. Það að koma hingað og sækja þrjú stig, við gerum þetta ofboðslega vel. Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70. mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi, þeir fengu slatta af þeim en við vörðumst fimlega og Beitir varði það sem kom á markið,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir frábæran 1-2 sigur á KA mönnum á Dalvík í dag. Beitir var frábær í marki KR í dag. „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið. Við vorum ofboðslega skipulagðir og þeir lokuðu svæðum KA manna mjög vel. Það voru fyrirgjafir utan af kanti sem við vildum frekar fá heldur en skot í og við vítateig. Auðvitað datt boltinn einstaka sinnum fyrir þá og þeir fá fín færi en mér fannst við flottir.“ Kristján Flóki Finnabogason fékk rautt spjald á 20. mínútu. KR-ingar þéttuðu raðirnar og náðu að halda KA mönnum í skefjum. „Það var eiginlega ekkert annað í boði en fá þá bara á okkur. Við leiddum með einu marki og okkur leið ágætlega í þessu kerfi sem við vorum að verjast í einum færri og ná svo einni og einni skyndisókn, þeim fór samt fækkandi eftir því sem leið á leikinn. Við gerðum skiptingar til að hressa aðeins upp á þetta og þær heppnuðust ágætlega. Heilt yfir þá snérist þetta um að verja markið sitt og halda búrinu hreinu í seinni hálfleik og það heppnaðist.“ Rúnar vildi lítið tjá sig um rauða spjaldið. „Ég ætla ekki að tjá mig um það sem gerðist hér í dag. Við æsum okkur yfir mörgu hér á hliðarlínunni og verðum pirraðir. Þetta var erfiður leikur að dæma og það voru mistök á báða bóga. Bæði lið voru að gera mistök og dómarinn hefði mögulega geta tekið öðruvísi á einhverjum hlutum en það er bara eins og það er. Maður var ekkert alltaf sáttur og ég efast um að KA menn hafi alltaf verið sáttir en þetta er bara hluti af þessum leik, svo framalega sem að Þorvaldur sem var á hliðarlínunni og er ánægjulegt að sjá aftur í dómgæslunni hélt okkur í skefjum. Hann var rólegur og yfirvegaður og passaði upp á okkur. Það voru smá læti inn á milli.“ Kennie Chopart átti að vera í byrjunarliði en var tæpur fyrir leikinn. „Hann var tæpur fyrir leikinn. Við ákváðum á stilla honum upp því hann taldi sig vera heilann en svo í upphitunni þá tók þetta sig upp. Það var ekkert annað í stöðunni en að setja Theódór Elmar inn í liðið í staðinn. Við vorum búnir að æfa þessa stöðu með okkur. Við vorum með plan b sem gekk upp. Chopart gæti verið frá í einhverja daga í viðbót, mesta lagi 10 daga. Vonandi verður hann heill í næsta leik.“
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira