Fótbolti

Neymar lagði upp sigurmarkið þegar Brasilía fór í úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas Paqueta og Neymar fagna sigurmarkinu sem Paqueta skoraði eftir stoðsendingu frá Neymar.
Lucas Paqueta og Neymar fagna sigurmarkinu sem Paqueta skoraði eftir stoðsendingu frá Neymar. AP/Silvia Izquierdo

Brasilía komst í nótt í úrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á Perú i undanúrslitaleiknum sínum.

Lucas Paqueta, miðjumaður Lyon í Frakklandi, skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Neymar. Neymar fór framhjá þremur varnarmönnum Perú áður en hann sendi boltann fyrir markið á Paqueta.

Seinni undanúrslitaleikurinn er á milli Argentínu og Kólumbíu og fer hann fram í nótt.

Það fór ekkert á milli mála hvaða lið Neymar vill fá í úrslitaleiknum. „Ég vil fá Argentínu. Ég mun hvetja þá áfram í leiknum. Ég á vini þar og svo mun Brasilía vinna úrslitaleikinn,“ sagði Neymar.

Úrslitaleikurinn verður spilaður á Maracana leikvanginum í Rio de Janeiro á laugardaginn.

Brasilía er ríkjandi meistari en liðið vann Suðurameríkutitilinn í níunda sinn árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×