Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2021 08:08 Britney Spears og Larry Rudolph árið 2011. Getty Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. Deadline greinir frá þessu og vísar í bréf hins 57 ára Rudolph til Jamie Spears, föður og lögráðamanns Spears, og Jodi Montgomery, dómskvadds lögráðamanns. Faðir Spears og Montgomery hafa gegnt hlutverki lögráðamanna söngkonunnar síðustu þrettán ár og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Í bréfinu gefur Rudolph í skyn að Spears hafi lýst yfir vilja til að draga sig í hlé eftir að hafa verið ein af stærstu poppstjörnum heims í um aldarfjórðung. „Sem umboðsmaður hennar held ég að það sé henni fyrir bestu að ég hætti í hennar starfsliði þar sem hún hefur ekki lengur þörf á mínum starfskröftum,“ skrifar Rudolph að sögn Deadline. Í bréfinu tekur Rudolph einnig fram að hann hafi ekki verið í samskiptum við Spears í á hálft þriðja ár. Hann segist svakalega stoltur af því sem þau gerðu saman þessi 25 ár og óskar henni alls hins besta í framtíðinni. Hann verði ávallt til staðar fyrir Spears, líkt og hann hafi ávallt verið, hafi hún þörf á þjónustu hans á ný. Larry Rudolph hefur einnig verið umboðsmaður annarra stjórna Avril Lavigne, Miley Cyrus, will.i.am, Justin Timberlake, Toni Braxton og DMX. Britney Spears hefur síðustu misserin reynt að losna undan stjórn föður síns. Dómstóll úrskurðaði hins vegar í síðustu viku að faðir Spears yrði áfram fjárhaldsmaður hennar en hið stærra álitamál, hvort söngkonan er hæf til að taka ákvarðanir um eigin líf og hag, er óútkljáð. Er málið næst á dagskrá dómstóls í Los Angeles þann 13. júlí næstkomandi. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
Deadline greinir frá þessu og vísar í bréf hins 57 ára Rudolph til Jamie Spears, föður og lögráðamanns Spears, og Jodi Montgomery, dómskvadds lögráðamanns. Faðir Spears og Montgomery hafa gegnt hlutverki lögráðamanna söngkonunnar síðustu þrettán ár og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Í bréfinu gefur Rudolph í skyn að Spears hafi lýst yfir vilja til að draga sig í hlé eftir að hafa verið ein af stærstu poppstjörnum heims í um aldarfjórðung. „Sem umboðsmaður hennar held ég að það sé henni fyrir bestu að ég hætti í hennar starfsliði þar sem hún hefur ekki lengur þörf á mínum starfskröftum,“ skrifar Rudolph að sögn Deadline. Í bréfinu tekur Rudolph einnig fram að hann hafi ekki verið í samskiptum við Spears í á hálft þriðja ár. Hann segist svakalega stoltur af því sem þau gerðu saman þessi 25 ár og óskar henni alls hins besta í framtíðinni. Hann verði ávallt til staðar fyrir Spears, líkt og hann hafi ávallt verið, hafi hún þörf á þjónustu hans á ný. Larry Rudolph hefur einnig verið umboðsmaður annarra stjórna Avril Lavigne, Miley Cyrus, will.i.am, Justin Timberlake, Toni Braxton og DMX. Britney Spears hefur síðustu misserin reynt að losna undan stjórn föður síns. Dómstóll úrskurðaði hins vegar í síðustu viku að faðir Spears yrði áfram fjárhaldsmaður hennar en hið stærra álitamál, hvort söngkonan er hæf til að taka ákvarðanir um eigin líf og hag, er óútkljáð. Er málið næst á dagskrá dómstóls í Los Angeles þann 13. júlí næstkomandi.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14
Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46