Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2021 10:45 Bleiki fíllinn vísar til nauðgara, þeirra sem nauðga. Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. „Við berjumst gegn þeirri ofbeldismenningu sem hefur verið við lýði alltof lengi og trúum að samfélagið allt vilji taka þátt í þeirri baráttu,“ segir í yfirlýsingu Bleika fílsins. „Yfirlýsing þjóðhátíðarnefndar veitir von um að nú geti stórir hlutir farið að gerast í stað endalausra hænuskrefa.“ Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í stuttri yfirlýsingu í gær að Ingólfur Þórarinsson myndi ekki stýra Brekkusöngnum á sunnudeginum á Þjóðhátíð í ár. Sömuleiðis stóð til að hann myndi troða upp á laugardagskvöldinu og syngja þjóðhátíðarlag sitt frá því í fyrra. Af því verður ekki. Meintir þolendur skuldi engum að stíga fram Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingólfs á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingólfur heldur því fram fullum fetum að ekkert sé til í frásögnunum og sé kominn með lögfræðinga í málið. Þá sé hann afar ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Ingólfur Þórarinsson hefur stýrt Brekkusöngnum á Þjóðhátíð undanfarin ár. Svo verður ekki í ár.Vísir/Vilhelm „Ég er ósáttur við það og ég mun bregðast við þessu af fullum þunga.“ Hörmuðu ákvörðun nefndarinnar Bleiki fíllinn hafði gagnrýnt ákvörðun þjóðhátíðarnefndar í byrjun júlí að Ingólfur myndi sjá um brekkusönginn. „Við í forvarnahópnum hörmum ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Við trúum þolendum og stöndum með þeim. Við erum að funda og munum senda frá okkur yfirlýsingu bráðlega,“ sagði á Facebook-síðu hópsins. Engin yfirlýsing barst þó vegna málsins, fyrr en í gær þar sem hlutverk Bleika fílsins var áréttað. Í fyrsta sinn langi fólk á Þjóðhátíð Sísí Ástþórs, söngkona frá Vestmannaeyjum, er ein þeirra sem látið hefur í sér heyra vegna málsins. „Ég sá status frá dæmdum nauðgara sem ætlar nú að skila þjóðhátíðarmiðanum sínum… vonandi gera hinir í stéttafélagi nauðgara slíkt hið sama, dalurinn mun ekki sakna ykkar,“ segir Sísí á Twitter og fær mikil viðbrögð. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins, deildi færslu Sísi á Facebook og bætti við: „Á sama tíma segja aðrir „í fyrsta sinn sem mig langar að kaupa miða á Þjóðhátíð“.“ Bleiki fíllinn hefur verið við störf í um áratug. Í þessari grein frá 2012 er saga og markmið hópsins rakin. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar MeToo Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5. júlí 2021 11:45 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
„Við berjumst gegn þeirri ofbeldismenningu sem hefur verið við lýði alltof lengi og trúum að samfélagið allt vilji taka þátt í þeirri baráttu,“ segir í yfirlýsingu Bleika fílsins. „Yfirlýsing þjóðhátíðarnefndar veitir von um að nú geti stórir hlutir farið að gerast í stað endalausra hænuskrefa.“ Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í stuttri yfirlýsingu í gær að Ingólfur Þórarinsson myndi ekki stýra Brekkusöngnum á sunnudeginum á Þjóðhátíð í ár. Sömuleiðis stóð til að hann myndi troða upp á laugardagskvöldinu og syngja þjóðhátíðarlag sitt frá því í fyrra. Af því verður ekki. Meintir þolendur skuldi engum að stíga fram Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingólfs á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingólfur heldur því fram fullum fetum að ekkert sé til í frásögnunum og sé kominn með lögfræðinga í málið. Þá sé hann afar ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Ingólfur Þórarinsson hefur stýrt Brekkusöngnum á Þjóðhátíð undanfarin ár. Svo verður ekki í ár.Vísir/Vilhelm „Ég er ósáttur við það og ég mun bregðast við þessu af fullum þunga.“ Hörmuðu ákvörðun nefndarinnar Bleiki fíllinn hafði gagnrýnt ákvörðun þjóðhátíðarnefndar í byrjun júlí að Ingólfur myndi sjá um brekkusönginn. „Við í forvarnahópnum hörmum ákvörðun þjóðhátíðarnefndar. Við trúum þolendum og stöndum með þeim. Við erum að funda og munum senda frá okkur yfirlýsingu bráðlega,“ sagði á Facebook-síðu hópsins. Engin yfirlýsing barst þó vegna málsins, fyrr en í gær þar sem hlutverk Bleika fílsins var áréttað. Í fyrsta sinn langi fólk á Þjóðhátíð Sísí Ástþórs, söngkona frá Vestmannaeyjum, er ein þeirra sem látið hefur í sér heyra vegna málsins. „Ég sá status frá dæmdum nauðgara sem ætlar nú að skila þjóðhátíðarmiðanum sínum… vonandi gera hinir í stéttafélagi nauðgara slíkt hið sama, dalurinn mun ekki sakna ykkar,“ segir Sísí á Twitter og fær mikil viðbrögð. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins, deildi færslu Sísi á Facebook og bætti við: „Á sama tíma segja aðrir „í fyrsta sinn sem mig langar að kaupa miða á Þjóðhátíð“.“ Bleiki fíllinn hefur verið við störf í um áratug. Í þessari grein frá 2012 er saga og markmið hópsins rakin.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar MeToo Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5. júlí 2021 11:45 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25
Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 5. júlí 2021 11:45
Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu