Innlent

Ráðin til starfa sem fram­kvæmda­stjóri hjá OECD

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnheiður Elín var þingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2007 til 2016 og iðnaðar- og viðskiptaráðherra á árunum 2013 til 2017.
Ragnheiður Elín var þingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2007 til 2016 og iðnaðar- og viðskiptaráðherra á árunum 2013 til 2017. Alþingi

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur verið ráðin til starfa hjá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem framkvæmdastjóri Þróunarmiðstöðvar stofnunarinnar.

Frá þessu er greint á heimasíðu OECD, en miðstöðin styður við stefnumörkun og nýsköpun í stefnumótun hins opinbera í þróunar- og nývaxtarríkjum.

Aðildarríki miðstöðvarinnar eru 55 – 28 ríki frá Afríku, Asíu, Rómönsku-Ameríku ásamt 27 OECD-ríkjum.

Í færslu utanríkisráðuneytisins á Facebook segir að Ragnheiður Elín taki við starfinu í ágúst og að hún hafi hlotið einróma álit valnefndar stofnunarinnar.

Ragnheiður Elín var þingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2007 til 2016 og iðnaðar- og viðskiptaráðherra á árunum 2013 til 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×