Öryggi og notkun rafbíla Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 7. júlí 2021 08:01 Fjölbreyttir fararmátar standa nú fólki til boða. Horft er til vistvænni og hagkvæmari fararmáta og rafbílar hafa rutt sér til rúms hér á landi. Þeir henta íslenskum aðstæðum vel og eru þjóðhagslega hagkvæmir þar sem allt rafmagn á Íslandi er framleitt innanlands. Rafmagnið er hreint og tiltölulega ódýrt. Því ætti ekki að koma á óvart að sífellt fleiri kjósa að fá sér rafbíl. En það er að ýmsu að huga til að tryggja öryggi og rétta umgengni. Hleðsla rafbíla Mikilvægt er að rétt sé staðið að hleðslu til að koma í veg fyrir bruna. Öruggast er að hlaða rafbíla í þar til gerðum hleðslustöðvum, ýmist hraðhleðslustöð eða heimahleðslustöð. Þá er um að ræða sérhæfðan tengibúnað til hleðslu rafknúinna farartækja sem er fasttengdur raflögn. Hver tengistaður þarf að vera varinn með yfirstraumvarnabúnaði (öryggi í rafmagnstöflu) og bilunarstraumrofa (lekastraumrofa) sem ver einungis þennan tiltekna tengistað. Ekki má hlaða nema einn rafbíl í einu. Ef hlaðið er í gegnum tengil þarf að vera sérstakur stjórn- og öryggisbúnaður á hleðslusnúrunni, til dæmis stjórnbox á hleðslustrengnum. Gæta þarf þess að þyngd stjórnboxins hangi ekki í tenglinum og valdi þannig álagi. Það getur haft í för með sér ofhitnun í tengli og mögulega brunahættu. Mælt er með að nota þar til gerðar hleðslustöðvar eða iðnaðartengla þegar hlaðið er heima en stranglega bannað er að nota framlengingarsnúrur, fjöltengi eða önnur millistykki við hleðslu rafbíla. Hefðbundin framlengingarsnúra þolir ekki það mikla álag sem verður þegar bíll er hlaðinn. Hún hitnar gríðarlega og skapar það brunahættu. Gæta þarf þess að hleðslustrengir verði ekki fyrir hnjaski og ekki má nota hleðslusnúru eða annan búnað sem hefur skemmst. Skaði á rafhlöðu Ef sýnilegur skaði er á rafhlöðu ætti alltaf að leita til þjónustuaðila og biðja hann að kanna ástand rafhlöðunnar. Sumt sést þó ekki eins og til dæmis framleiðslugallar og bilanir sem geta orðið til þess að hleðsla hættir ekki sjálfkrafa þegar rafhlaða er fullhlaðin. Eins hefur það gerst að bruni í rafhlöðu taki sig upp að nýju löngu eftir að búið er að slökkva eld í henni. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát. Samkvæmt nýlegri frétt frá Noregi fjölgar tilfellum þar sem kviknar í rafhlöðum rafknúinna farartækja og hafa brunar í rafhlöðum rafmagnsbíla og rafmagnshjóla verið þar efst á listanum. Aukinni notkun fylgja vissulega fleiri óhöpp og því nauðsynlegt að vera vel upplýst. Viðbrögð við bruna í rafhlöðu Ef eldur kviknar í rafhlöðu er hægt að nota slökkvitæki eða eldvarnarteppi ef slíkt er til staðar. Ekki má sprauta eða skvetta vatni á logandi rafhlöðu því þá blossar eldurinn upp. Ef mikill eldur logar er öruggast að forða sér og hringja í 112. Tryggingar rafbíla Nýlega hafa sum tryggingafyrirtæki uppfært kaskótryggingu sína þannig að hún sé heppilegri fyrir rafbílaeigendur. Sem dæmi má nefna að kaskótrygging Sjóvá bætir nú meðal annars tjón sem verður á rafhlöðu rafbíls, vél eða gírkassa ef bíllinn rekst niður eða eitthvað hrekkur upp undir hann við venjulegan akstur. Því eru tjón á undirvögnum allra bíla nú bætt og veitir kaskótryggingin víðtækari vernd en áður. Þegar talað er um venjulegan akstur er átt við akstur á almennum vegum en tryggingin bætir ekki tjón sem verður ef ökutækið rekst niður í akstri á fjallvegum eða slóðum utan vega eða yfir óbrúaðar ár. Ekki heldur tjón sem verður í aksturskeppni. Vissulega gilda síðan sömu umferðarreglur fyrir alla bílstjóra og ef þær eru virtar ætti allt að ganga að óskum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Fjölbreyttir fararmátar standa nú fólki til boða. Horft er til vistvænni og hagkvæmari fararmáta og rafbílar hafa rutt sér til rúms hér á landi. Þeir henta íslenskum aðstæðum vel og eru þjóðhagslega hagkvæmir þar sem allt rafmagn á Íslandi er framleitt innanlands. Rafmagnið er hreint og tiltölulega ódýrt. Því ætti ekki að koma á óvart að sífellt fleiri kjósa að fá sér rafbíl. En það er að ýmsu að huga til að tryggja öryggi og rétta umgengni. Hleðsla rafbíla Mikilvægt er að rétt sé staðið að hleðslu til að koma í veg fyrir bruna. Öruggast er að hlaða rafbíla í þar til gerðum hleðslustöðvum, ýmist hraðhleðslustöð eða heimahleðslustöð. Þá er um að ræða sérhæfðan tengibúnað til hleðslu rafknúinna farartækja sem er fasttengdur raflögn. Hver tengistaður þarf að vera varinn með yfirstraumvarnabúnaði (öryggi í rafmagnstöflu) og bilunarstraumrofa (lekastraumrofa) sem ver einungis þennan tiltekna tengistað. Ekki má hlaða nema einn rafbíl í einu. Ef hlaðið er í gegnum tengil þarf að vera sérstakur stjórn- og öryggisbúnaður á hleðslusnúrunni, til dæmis stjórnbox á hleðslustrengnum. Gæta þarf þess að þyngd stjórnboxins hangi ekki í tenglinum og valdi þannig álagi. Það getur haft í för með sér ofhitnun í tengli og mögulega brunahættu. Mælt er með að nota þar til gerðar hleðslustöðvar eða iðnaðartengla þegar hlaðið er heima en stranglega bannað er að nota framlengingarsnúrur, fjöltengi eða önnur millistykki við hleðslu rafbíla. Hefðbundin framlengingarsnúra þolir ekki það mikla álag sem verður þegar bíll er hlaðinn. Hún hitnar gríðarlega og skapar það brunahættu. Gæta þarf þess að hleðslustrengir verði ekki fyrir hnjaski og ekki má nota hleðslusnúru eða annan búnað sem hefur skemmst. Skaði á rafhlöðu Ef sýnilegur skaði er á rafhlöðu ætti alltaf að leita til þjónustuaðila og biðja hann að kanna ástand rafhlöðunnar. Sumt sést þó ekki eins og til dæmis framleiðslugallar og bilanir sem geta orðið til þess að hleðsla hættir ekki sjálfkrafa þegar rafhlaða er fullhlaðin. Eins hefur það gerst að bruni í rafhlöðu taki sig upp að nýju löngu eftir að búið er að slökkva eld í henni. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát. Samkvæmt nýlegri frétt frá Noregi fjölgar tilfellum þar sem kviknar í rafhlöðum rafknúinna farartækja og hafa brunar í rafhlöðum rafmagnsbíla og rafmagnshjóla verið þar efst á listanum. Aukinni notkun fylgja vissulega fleiri óhöpp og því nauðsynlegt að vera vel upplýst. Viðbrögð við bruna í rafhlöðu Ef eldur kviknar í rafhlöðu er hægt að nota slökkvitæki eða eldvarnarteppi ef slíkt er til staðar. Ekki má sprauta eða skvetta vatni á logandi rafhlöðu því þá blossar eldurinn upp. Ef mikill eldur logar er öruggast að forða sér og hringja í 112. Tryggingar rafbíla Nýlega hafa sum tryggingafyrirtæki uppfært kaskótryggingu sína þannig að hún sé heppilegri fyrir rafbílaeigendur. Sem dæmi má nefna að kaskótrygging Sjóvá bætir nú meðal annars tjón sem verður á rafhlöðu rafbíls, vél eða gírkassa ef bíllinn rekst niður eða eitthvað hrekkur upp undir hann við venjulegan akstur. Því eru tjón á undirvögnum allra bíla nú bætt og veitir kaskótryggingin víðtækari vernd en áður. Þegar talað er um venjulegan akstur er átt við akstur á almennum vegum en tryggingin bætir ekki tjón sem verður ef ökutækið rekst niður í akstri á fjallvegum eða slóðum utan vega eða yfir óbrúaðar ár. Ekki heldur tjón sem verður í aksturskeppni. Vissulega gilda síðan sömu umferðarreglur fyrir alla bílstjóra og ef þær eru virtar ætti allt að ganga að óskum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun