Kærastinn bað Unnar Eggerts á afmælisdaginn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. júlí 2021 14:52 Kærasti Unnar Eggertsdóttur kom henni sannarlega á óvart á afmælisdaginn hennar. Instagram/Unnur Eggerts Leikkonan, skólastýran og hlaðvarpsstjórnandinn Unnur Eggertsdóttir hefur trúlofast kærasta sínum Travis. Unnur segir frá rómantísku bónorðinu í færslu á Instagram. Travis bar upp bónorðið á Loews hótelinu á Santa Monica strönd á afmælisdag Unnar í gær. Hún segir bónorðið hafa verið vel undirbúið. Hann hafði heyrt í vinkonu hennar, fengið vin þeirra til þess að tala myndir í laumi og þá var hann einnig búinn að heimsækja hótelið nokkrum sinnum til þess að passa að tímasetningin á sólsetrinu væri fullkomin. „Ég datt bara í feitasta lukkupott í heimi og ég elska tilvonandi eiginmann minn (!!) svo heitt að ég gæti sprungið,“ segir Unnur. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Parið byrjaði saman í byrjun árs 2019 og virðist Unnur ástfangin upp fyrir haus. „Það sem ég var heppin að finna hann innan um öll Tinder tröllin í LA. Travis kom inn í líf mitt eins og einhvers konar sexý sólargeisli,“ sagði Unnur í Instagram-færslu á tveggja ára sambandsafmæli þeirra í janúar. Parið bjó saman úti í Los Angeles þar sem Unnur starfaði sem leikkona. Unnur hefur þó dvalið á Íslandi síðastliðið ár á meðan Covid-19 stóð sem hæst og var parið því í fjarsambandi á meðan. Unnur hefur getið sér gott orð sem leikkona og birtist meðal annars í þáttunum Systrabönd og stuttmyndinni Sóttkví á þessu ári. Margir þekkja hana þó eflaust sem Sollu Stirðu úr Latabæ eða úr Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem hún tók þátt árið 2013 með lagið Ég syng. Unnur hafði í nægu að snúast í heimsfaraldrinum. Hún er annar tveggja þáttastjórnenda í hlaðvarpsþættinum Fantasíusvítan sem fjallar um þættina The Bachelor. Þá er hún einnig annar eigandi og skólastýra í Skýinu sem er skapandi skóli sem stofnaður var á síðasta ári. Unnur var viðmælandi í Einkalífinu fyrr á árinu. Tímamót Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Travis bar upp bónorðið á Loews hótelinu á Santa Monica strönd á afmælisdag Unnar í gær. Hún segir bónorðið hafa verið vel undirbúið. Hann hafði heyrt í vinkonu hennar, fengið vin þeirra til þess að tala myndir í laumi og þá var hann einnig búinn að heimsækja hótelið nokkrum sinnum til þess að passa að tímasetningin á sólsetrinu væri fullkomin. „Ég datt bara í feitasta lukkupott í heimi og ég elska tilvonandi eiginmann minn (!!) svo heitt að ég gæti sprungið,“ segir Unnur. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Parið byrjaði saman í byrjun árs 2019 og virðist Unnur ástfangin upp fyrir haus. „Það sem ég var heppin að finna hann innan um öll Tinder tröllin í LA. Travis kom inn í líf mitt eins og einhvers konar sexý sólargeisli,“ sagði Unnur í Instagram-færslu á tveggja ára sambandsafmæli þeirra í janúar. Parið bjó saman úti í Los Angeles þar sem Unnur starfaði sem leikkona. Unnur hefur þó dvalið á Íslandi síðastliðið ár á meðan Covid-19 stóð sem hæst og var parið því í fjarsambandi á meðan. Unnur hefur getið sér gott orð sem leikkona og birtist meðal annars í þáttunum Systrabönd og stuttmyndinni Sóttkví á þessu ári. Margir þekkja hana þó eflaust sem Sollu Stirðu úr Latabæ eða úr Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem hún tók þátt árið 2013 með lagið Ég syng. Unnur hafði í nægu að snúast í heimsfaraldrinum. Hún er annar tveggja þáttastjórnenda í hlaðvarpsþættinum Fantasíusvítan sem fjallar um þættina The Bachelor. Þá er hún einnig annar eigandi og skólastýra í Skýinu sem er skapandi skóli sem stofnaður var á síðasta ári. Unnur var viðmælandi í Einkalífinu fyrr á árinu.
Tímamót Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira