Íslenski boltinn

Fylkir áttunda félagið sem Guðmundur Steinn leikur með á Íslandi

Sindri Sverrisson skrifar
Guðmundur Steinn Hafsteinsson í leik gegn Fylki síðasta sumar en nú er hann orðinn leikmaður Fylkis.
Guðmundur Steinn Hafsteinsson í leik gegn Fylki síðasta sumar en nú er hann orðinn leikmaður Fylkis. vísir/daníel

Framherjinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson er orðinn leikmaður Fylkis og getur spilað með liðinu gegn HK á föstudaginn í Pepsi Max-deildinni í fótbolta.

Fylkir er áttunda félagið á Íslandi sem Guðmundur Steinn spilar fyrir. Hann hóf ferilinn hjá Val en hefur einnig leikið með HK (sem lánsmaður), Víkingi Ólafsvík, Fram, ÍBV, Stjörnunni og KA.

Guðmundur skoraði sex mörk í 17 deildarleikjum fyrir KA á síðustu leiktíð, þar af þrjú úr vítum. Hann lék svo í þýsku utandeildinni í vetur með liði Abtswind.

Guðmundur, sem er 32 ára, á alls að baki 145 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 37 mörk.

Fylkir er í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 11 stig, fimm stigum frá fallsætunum sem HK og ÍA sitja í. Það er því mikið undir þegar Fylkir og HK eigast við á föstudagskvöld í leik sem var frestað vegna kórónuveirusmita í leikmannahópi Fylkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×