Hrópaði að Bjarna í þingsal: „Þetta var nú bara í hita leiksins“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júlí 2021 16:08 vísir Fyrsti varaforseti Alþingis var í dag truflaður í miðri kynningu sinni á næsta þingmanni í pontu með hrópum Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, sem hafði þá nýlokið svari sínu við óundirbúinni fyrirspurn. Forsetinn varð að slá í þingbjölluna og biðja Loga að hrópa ekki úr salnum: „Forseti biður þingmenn um að hafa ró í þingsalnum og vera ekki að skiptast á skoðunum hornanna á milli,“ sagði hann á meðan Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, beið eftir að forsetinn gæti lokið kynningu sinni svo hann gæti stigið upp í pontu og borið fram fyrirspurn sína. Bjarni hafði verið að svara óundirbúinni fyrirspurn frá samflokkskonu Loga, Oddnýju G. Harðardóttur, sem spurði ráðherrann hvort hann gæti svarað því hver ávinningur almennings væri af því að erlendir fjárfestar hefðu getað keypt hluti í Íslandsbanka á undirverði þegar ríkið seldi 35 prósent hlut í honum á dögunum. „Virðulegi forseti. Þeir keppast nú við að útskýra fyrir okkur að við hefðum selt banka á of lágu verði þeir sem sögðu að ekki væri hægt að selja bankann vegna þess að það myndi ekki fást nægilega hátt verð,“ svaraði Bjarni þá. Hann sagði þá að ríkið hefði nú beitt markaðnum til þess að fá endanlegt verð á þann hlut sem ekki var seldur: „Og það kemur í ljós að við höfum líklega verið að vanmeta þessa eign okkar þrátt fyrir að við höfum selt á markaði núna yfir bókfærðu verði ríkisins,“ sagði hann. Hvers vegna er sömu aðferð ekki beitt á kvótann? Það var þessi punktur Bjarna sem varð Loga tilefni til upphrópana, þó þær kæmu reyndar ekki fyrr en nokkru síðar, eftir að Bjarni hafði lokið annarri ræðu sinni. Þegar Bjarni hafði þá stigið úr pontu og forseti þingsins í miðjum klíðum að kynna næsta ræðumann heyrðist í Loga úr salnum: „Notaðu þá sömu aðferðir við að fá rétt markaðsverð… við sjávarútveginn…“ segir hann en erfitt er að greina hluta setningarinnar fyrir nokkrum klið sem kom upp í þingsalnum. Atvikið má sjá í klippunni hér að neðan. Í samtali við Vísi skýrir Logi mál sitt: „Ég sagði við hann að það væri nú nær…, því að hann væri búinn að tala um að þetta hefði verið leið til að finna út raunverulegt markaðsvirði á Íslandsbanka, af hverju þau notuðu ekki sömu aðferð til að finna út rétt markaðsverð á aflaheimildum?“ segir hann. Útboð á aflaheimildum sé meðal þess sem Samfylkingin hafi gjarnan talað fyrir, þegar verið væri að auka aflaheimildir eða fara í veiðar á nýjum tegundum. „Þannig þetta var nú bara svona í hita leiksins,“ segir Logi en Bjarni hafði í ræðu sinni, áður en Logi tók að kalla á hann, sakað Samfylkinguna um sýndarmennsku og sagt að flokkurinn vildi í raun ekki að neinn hlutur í bankanum yrði seldur. Bjarni hafi farið rangt með staðreyndir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Þið eruð að tala um það að þið viljið einfaldlega ekki að svona hlutir séu markaðssettir, jafnvel þó þið hafið á sínum tíma setið í ríkisstjórn og boðað 30 prósent sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka,“ sagði Bjarni. „Aðferðafræðin sem notuð var í þessu máli, sölunni á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, var teiknuð upp í ríkisstjórnartíð Samfylkingarinnar.“ Logi segir að Samfylkingin hafi vissulega talað fyrir því að eðlilegt væri að ríkið losaði einhvern hlut sinn í bankanum en það yrði að vera gert á hentugum tíma þegar sem best verð fengist fyrir hann – ekki að hann yrði seldur á undirverði. Hann bendir þá á að Bjarni hafi farið með rangt mál í pontu; Samfylkingin hafi í ríkisstjórnartíð sinni talað fyrir sölu á fimm prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka, enda hafi ríkið á þeim tíma ekki átt stærri hlut og verið algjör minnihlutaeigandi í bankanum. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29 Díll aldarinnar fyrir þá sem keyptu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. 23. júní 2021 16:25 Salan á Íslandsbanka: Segir Bjarna hafa deilt út eignum fjöldans til hinna ríku Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir söluna á Íslandsbanka grímulaust rán á eignum almennings. Í boð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 23. júní 2021 11:35 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Forsetinn varð að slá í þingbjölluna og biðja Loga að hrópa ekki úr salnum: „Forseti biður þingmenn um að hafa ró í þingsalnum og vera ekki að skiptast á skoðunum hornanna á milli,“ sagði hann á meðan Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, beið eftir að forsetinn gæti lokið kynningu sinni svo hann gæti stigið upp í pontu og borið fram fyrirspurn sína. Bjarni hafði verið að svara óundirbúinni fyrirspurn frá samflokkskonu Loga, Oddnýju G. Harðardóttur, sem spurði ráðherrann hvort hann gæti svarað því hver ávinningur almennings væri af því að erlendir fjárfestar hefðu getað keypt hluti í Íslandsbanka á undirverði þegar ríkið seldi 35 prósent hlut í honum á dögunum. „Virðulegi forseti. Þeir keppast nú við að útskýra fyrir okkur að við hefðum selt banka á of lágu verði þeir sem sögðu að ekki væri hægt að selja bankann vegna þess að það myndi ekki fást nægilega hátt verð,“ svaraði Bjarni þá. Hann sagði þá að ríkið hefði nú beitt markaðnum til þess að fá endanlegt verð á þann hlut sem ekki var seldur: „Og það kemur í ljós að við höfum líklega verið að vanmeta þessa eign okkar þrátt fyrir að við höfum selt á markaði núna yfir bókfærðu verði ríkisins,“ sagði hann. Hvers vegna er sömu aðferð ekki beitt á kvótann? Það var þessi punktur Bjarna sem varð Loga tilefni til upphrópana, þó þær kæmu reyndar ekki fyrr en nokkru síðar, eftir að Bjarni hafði lokið annarri ræðu sinni. Þegar Bjarni hafði þá stigið úr pontu og forseti þingsins í miðjum klíðum að kynna næsta ræðumann heyrðist í Loga úr salnum: „Notaðu þá sömu aðferðir við að fá rétt markaðsverð… við sjávarútveginn…“ segir hann en erfitt er að greina hluta setningarinnar fyrir nokkrum klið sem kom upp í þingsalnum. Atvikið má sjá í klippunni hér að neðan. Í samtali við Vísi skýrir Logi mál sitt: „Ég sagði við hann að það væri nú nær…, því að hann væri búinn að tala um að þetta hefði verið leið til að finna út raunverulegt markaðsvirði á Íslandsbanka, af hverju þau notuðu ekki sömu aðferð til að finna út rétt markaðsverð á aflaheimildum?“ segir hann. Útboð á aflaheimildum sé meðal þess sem Samfylkingin hafi gjarnan talað fyrir, þegar verið væri að auka aflaheimildir eða fara í veiðar á nýjum tegundum. „Þannig þetta var nú bara svona í hita leiksins,“ segir Logi en Bjarni hafði í ræðu sinni, áður en Logi tók að kalla á hann, sakað Samfylkinguna um sýndarmennsku og sagt að flokkurinn vildi í raun ekki að neinn hlutur í bankanum yrði seldur. Bjarni hafi farið rangt með staðreyndir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Þið eruð að tala um það að þið viljið einfaldlega ekki að svona hlutir séu markaðssettir, jafnvel þó þið hafið á sínum tíma setið í ríkisstjórn og boðað 30 prósent sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka,“ sagði Bjarni. „Aðferðafræðin sem notuð var í þessu máli, sölunni á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, var teiknuð upp í ríkisstjórnartíð Samfylkingarinnar.“ Logi segir að Samfylkingin hafi vissulega talað fyrir því að eðlilegt væri að ríkið losaði einhvern hlut sinn í bankanum en það yrði að vera gert á hentugum tíma þegar sem best verð fengist fyrir hann – ekki að hann yrði seldur á undirverði. Hann bendir þá á að Bjarni hafi farið með rangt mál í pontu; Samfylkingin hafi í ríkisstjórnartíð sinni talað fyrir sölu á fimm prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka, enda hafi ríkið á þeim tíma ekki átt stærri hlut og verið algjör minnihlutaeigandi í bankanum.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29 Díll aldarinnar fyrir þá sem keyptu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. 23. júní 2021 16:25 Salan á Íslandsbanka: Segir Bjarna hafa deilt út eignum fjöldans til hinna ríku Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir söluna á Íslandsbanka grímulaust rán á eignum almennings. Í boð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 23. júní 2021 11:35 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29
Díll aldarinnar fyrir þá sem keyptu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. 23. júní 2021 16:25
Salan á Íslandsbanka: Segir Bjarna hafa deilt út eignum fjöldans til hinna ríku Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir söluna á Íslandsbanka grímulaust rán á eignum almennings. Í boð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 23. júní 2021 11:35