„Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Snorri Másson skrifar 7. júlí 2021 09:20 Jóhanna Sigurðardóttir var formaður Flugfreyjufélags Íslands á sjöunda áratug síðustu aldar. Johannes Jansson/norden.org Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Þar skrifar hún að níu ár og fernar kosningar séu liðnar frá því að þjóðin hafi samþykkt með tveimur þriðju hluta atkvæða vilja sinn til að lögfest yrði ný stjórnarskrá, sem í grundvallaratriðum hafi verið samin af þjóðinni sjálfri. „Hvar í hinum vestræna heimi hefði það verið liðið að þjóðþing myndi hunsa slíkan þjóðarvilja“ spyr Jóhanna, sem var forsætisráðherra í vinstristjórninni 2009-2013 sem lét semja nýja stjórnarskrá á vettvangi stjórnlagaráðs. Jóhanna gagnrýnir enn fremur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi ekki viljað samþykkja ráðstafanir sem hefðu gert breytingar á stjórnarskránni á næsta kjörtímabili mögulegar án þess að boða þyrfti til kosninga vegna þeirra. Ljóst sé að kjósendur geti gengið út frá því að óbreytt ríkisstjórn muni aldrei samþykkja breytingar á stjórnarskránni í anda þjóðarviljans á næsta kjörtímabili. „Þennan Svarta Pétur taka íhaldsflokkarnir í núverandi ríkisstjórn með sér inní næstu kosningar,“ skrifar Jóhanna. „Þetta er nú meiri ræfildómurinn hjá Alþingi Íslendinga.“ Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram í október 2012. Þátttaka var 48,9% en um 73.000 af 114.000 sem kusu voru fylgjandi því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það eru um 65%. Andrés Ingi Jónsson pírati var flutningsmaður tillögu um að halda sérstakan þingfund um stjórnarskrármál í haust. Þar voru einnig Samfylkingarmenn og flokksmenn Flokks fólksins um borð. Sú tillaga var felld í gær og Jóhanna skrifar sína stöðuuppfærslu meðal annars af því tilefni. Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Halda aukaþingfund í dag svo kosningar geti farið fram með eðlilegum hætti Þingmenn þurfa að gera hlé á sumarfríi sínu og sækja aukaþingfund sem verður haldinn í dag til að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps við þinglok. 6. júlí 2021 09:42 Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. 4. júlí 2021 09:00 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Þar skrifar hún að níu ár og fernar kosningar séu liðnar frá því að þjóðin hafi samþykkt með tveimur þriðju hluta atkvæða vilja sinn til að lögfest yrði ný stjórnarskrá, sem í grundvallaratriðum hafi verið samin af þjóðinni sjálfri. „Hvar í hinum vestræna heimi hefði það verið liðið að þjóðþing myndi hunsa slíkan þjóðarvilja“ spyr Jóhanna, sem var forsætisráðherra í vinstristjórninni 2009-2013 sem lét semja nýja stjórnarskrá á vettvangi stjórnlagaráðs. Jóhanna gagnrýnir enn fremur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi ekki viljað samþykkja ráðstafanir sem hefðu gert breytingar á stjórnarskránni á næsta kjörtímabili mögulegar án þess að boða þyrfti til kosninga vegna þeirra. Ljóst sé að kjósendur geti gengið út frá því að óbreytt ríkisstjórn muni aldrei samþykkja breytingar á stjórnarskránni í anda þjóðarviljans á næsta kjörtímabili. „Þennan Svarta Pétur taka íhaldsflokkarnir í núverandi ríkisstjórn með sér inní næstu kosningar,“ skrifar Jóhanna. „Þetta er nú meiri ræfildómurinn hjá Alþingi Íslendinga.“ Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram í október 2012. Þátttaka var 48,9% en um 73.000 af 114.000 sem kusu voru fylgjandi því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það eru um 65%. Andrés Ingi Jónsson pírati var flutningsmaður tillögu um að halda sérstakan þingfund um stjórnarskrármál í haust. Þar voru einnig Samfylkingarmenn og flokksmenn Flokks fólksins um borð. Sú tillaga var felld í gær og Jóhanna skrifar sína stöðuuppfærslu meðal annars af því tilefni.
Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Halda aukaþingfund í dag svo kosningar geti farið fram með eðlilegum hætti Þingmenn þurfa að gera hlé á sumarfríi sínu og sækja aukaþingfund sem verður haldinn í dag til að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps við þinglok. 6. júlí 2021 09:42 Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. 4. júlí 2021 09:00 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Halda aukaþingfund í dag svo kosningar geti farið fram með eðlilegum hætti Þingmenn þurfa að gera hlé á sumarfríi sínu og sækja aukaþingfund sem verður haldinn í dag til að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps við þinglok. 6. júlí 2021 09:42
Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. 4. júlí 2021 09:00