Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júlí 2021 21:35 Englendingar fögnuðu vel. Getty/Laurence Griffiths England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. Bæði lið mættu nokkuð varfærnislega til leiks þar sem ljóst var að mikið var undir. Englendingar héldu betur í boltann en Danirnir voru hættulegir með hröðum sóknum á móti. Færin létu þó á sér standa framan af. Eftir hálftímaleik dró hins vegar til tíðinda. Thomas Delaney tók þá aukaspyrnu utan af kanti og gaf fyrir mark Englendinga. Luke Shaw gerðist þar brotlegur á Andreas Christensen rétt utan teigs og önnur aukaspyrna dæmd. Spyrnuna tók Mikkel Damsgaard sem gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum innan fótar í netið. Einhverjir settu spurningamerki við Jordan Pickford í marki Englendinga en hann var að fá á sig mark í fyrsta skipti á mótinu. Danir leiddu 1-0 og það bar á taugatitringi í þeim ensku eftir markið. Það dró hins vegar aðeins af Dönum þegar leið á hálfleikinn, þar sem mikil orka hafði farið í þeirra aðgerðir. Denmark's wall slid over to block Jordan Pickford's view just before Damsgaard took his free kick. pic.twitter.com/mWh6BbcjZB— ESPN FC (@ESPNFC) July 7, 2021 Raheem Sterling fékk besta tækifæri leiksins um átta mínútum eftir markið. Bukayo Saka sendi þá boltann á Harry Kane sem var sloppinn inn fyrir vörn Dana hægra megin í teignum, Kane gaf boltann fyrir í fyrsta á Sterling sem skaut frá markteig en Kasper Schmeichel gerði frábærlega að verja. Minna en mínútu síðar var sama uppskrift hjá þeim ensku. Í þetta skipti gaf Harry Kane frábæra sendingu inn fyrir á Saka hægra megin, Saka gaf fyrir þar sem Sterling kom á ferðinni. Simon Kjær, fyrirliði Dana, reyndi að komast fyrir með ekki betri afleiðingum en það að hann setti boltann í eigið net á 39. mínútu. 1-1 stóð því í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var töluvert tíðindaminna en sá fyrri. Danir lágu aftarlega og langt ferðalag þeirra frá Aserbaídsjan virtist farið að segja til sín. Englendingar stýrðu ferðinni en gekk illa að brjóta þéttan varnarmúr Dana á bak aftur. Undir lok leiks lágu þeir hressilega á Dönunum en inn vildi boltinn ekki. Staðan var því enn 1-1 þegar 90 mínútur voru liðnar og framlenging tók við. Hvernig er þetta víti?— Gummi Ben (@GummiBen) July 7, 2021 Sömu sögu var að segja í upphafi framlengingar. Englendingar litu út fyrir að vera einir á vellinum gegn Dönum sem lágu neðarlega á eigin vítateig. Englendingum tókst illa að skapa sér færi en undir lok fyrri hálfleiks fengu þeir hins vegar vítaspyrnu þegar Joakim Mæhle var sagður hafa brotið á Raheem Sterling innan teigs. Snertingin var lítil og Danir mótmæltu hástöfum en dómurinn stóð. Kasper Schmeichel varði vítaspyrnu Harry Kane en boltinn féll fyrir fætur þess síðarnefnda sem átti ekki í vandræðum með að setja hann í netið. Englendingar leiddu því 2-1 í hálfleik framlengingar. 10 - Harry Kane is now England's joint-highest goalscorer in major tournaments (EUROs/World Cup), moving level with Gary Lineker on 10 goals. Rebound. #ENGDEN #EURO2020 pic.twitter.com/Cp94XPPiyU— OptaJoe (@OptaJoe) July 7, 2021 Skipting Gareth Southgate í hálfleik framlengingar vakti athygli þar sem hann skipti Jack Grealish af velli, en sá hafði komið inn á sem varamaður á 69. mínútu leiksins. Inn fyrir hann kom Kieran Trippier og England skipti í fimm manna vörn fyrir síðari hálfleikinn. Þeir ensku lágu til baka í síðari hálfleiknum og gekk þreyttum Dönum illa að skapa sér marktækifæri. Skot Martins Braithwaite að marki sem Jordan Pickford varði aftur fyrir um miðjan hálfleikinn var í raun besta færið sem þeim dönsku tókst að skapa. Englendingar kláruðu dæmið og unnu 2-1. 55 - England have reached their first major tournament final in 55 years, since winning the 1966 World Cup on home soil. It's the longest gap between final appearances for any European nation in the history of the two competitions. Jubilation. #ENGDEN #EURO2020 pic.twitter.com/e333IaLOGQ— OptaJoe (@OptaJoe) July 7, 2021 Englendingar eru því komnir í úrslit á EM í fyrsta sinn. Þar mæta þeir Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins á Wembley á sunnudaginn kemur klukkan 19:00. EM 2020 í fótbolta
England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. Bæði lið mættu nokkuð varfærnislega til leiks þar sem ljóst var að mikið var undir. Englendingar héldu betur í boltann en Danirnir voru hættulegir með hröðum sóknum á móti. Færin létu þó á sér standa framan af. Eftir hálftímaleik dró hins vegar til tíðinda. Thomas Delaney tók þá aukaspyrnu utan af kanti og gaf fyrir mark Englendinga. Luke Shaw gerðist þar brotlegur á Andreas Christensen rétt utan teigs og önnur aukaspyrna dæmd. Spyrnuna tók Mikkel Damsgaard sem gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum innan fótar í netið. Einhverjir settu spurningamerki við Jordan Pickford í marki Englendinga en hann var að fá á sig mark í fyrsta skipti á mótinu. Danir leiddu 1-0 og það bar á taugatitringi í þeim ensku eftir markið. Það dró hins vegar aðeins af Dönum þegar leið á hálfleikinn, þar sem mikil orka hafði farið í þeirra aðgerðir. Denmark's wall slid over to block Jordan Pickford's view just before Damsgaard took his free kick. pic.twitter.com/mWh6BbcjZB— ESPN FC (@ESPNFC) July 7, 2021 Raheem Sterling fékk besta tækifæri leiksins um átta mínútum eftir markið. Bukayo Saka sendi þá boltann á Harry Kane sem var sloppinn inn fyrir vörn Dana hægra megin í teignum, Kane gaf boltann fyrir í fyrsta á Sterling sem skaut frá markteig en Kasper Schmeichel gerði frábærlega að verja. Minna en mínútu síðar var sama uppskrift hjá þeim ensku. Í þetta skipti gaf Harry Kane frábæra sendingu inn fyrir á Saka hægra megin, Saka gaf fyrir þar sem Sterling kom á ferðinni. Simon Kjær, fyrirliði Dana, reyndi að komast fyrir með ekki betri afleiðingum en það að hann setti boltann í eigið net á 39. mínútu. 1-1 stóð því í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var töluvert tíðindaminna en sá fyrri. Danir lágu aftarlega og langt ferðalag þeirra frá Aserbaídsjan virtist farið að segja til sín. Englendingar stýrðu ferðinni en gekk illa að brjóta þéttan varnarmúr Dana á bak aftur. Undir lok leiks lágu þeir hressilega á Dönunum en inn vildi boltinn ekki. Staðan var því enn 1-1 þegar 90 mínútur voru liðnar og framlenging tók við. Hvernig er þetta víti?— Gummi Ben (@GummiBen) July 7, 2021 Sömu sögu var að segja í upphafi framlengingar. Englendingar litu út fyrir að vera einir á vellinum gegn Dönum sem lágu neðarlega á eigin vítateig. Englendingum tókst illa að skapa sér færi en undir lok fyrri hálfleiks fengu þeir hins vegar vítaspyrnu þegar Joakim Mæhle var sagður hafa brotið á Raheem Sterling innan teigs. Snertingin var lítil og Danir mótmæltu hástöfum en dómurinn stóð. Kasper Schmeichel varði vítaspyrnu Harry Kane en boltinn féll fyrir fætur þess síðarnefnda sem átti ekki í vandræðum með að setja hann í netið. Englendingar leiddu því 2-1 í hálfleik framlengingar. 10 - Harry Kane is now England's joint-highest goalscorer in major tournaments (EUROs/World Cup), moving level with Gary Lineker on 10 goals. Rebound. #ENGDEN #EURO2020 pic.twitter.com/Cp94XPPiyU— OptaJoe (@OptaJoe) July 7, 2021 Skipting Gareth Southgate í hálfleik framlengingar vakti athygli þar sem hann skipti Jack Grealish af velli, en sá hafði komið inn á sem varamaður á 69. mínútu leiksins. Inn fyrir hann kom Kieran Trippier og England skipti í fimm manna vörn fyrir síðari hálfleikinn. Þeir ensku lágu til baka í síðari hálfleiknum og gekk þreyttum Dönum illa að skapa sér marktækifæri. Skot Martins Braithwaite að marki sem Jordan Pickford varði aftur fyrir um miðjan hálfleikinn var í raun besta færið sem þeim dönsku tókst að skapa. Englendingar kláruðu dæmið og unnu 2-1. 55 - England have reached their first major tournament final in 55 years, since winning the 1966 World Cup on home soil. It's the longest gap between final appearances for any European nation in the history of the two competitions. Jubilation. #ENGDEN #EURO2020 pic.twitter.com/e333IaLOGQ— OptaJoe (@OptaJoe) July 7, 2021 Englendingar eru því komnir í úrslit á EM í fyrsta sinn. Þar mæta þeir Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins á Wembley á sunnudaginn kemur klukkan 19:00.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti