Kraftaverk að Ásgeir hafi lifað af skelfilegt bílslys í æsku Jakob Bjarnar skrifar 8. júlí 2021 09:18 Það að Ásgeir hafi sjö ára gamall sloppið lifandi úr þessu bílflaki er kraftaverki líkast. Dagur/Guðm. Kristinn Jónsson Tónlistarmaðurinn ástsæli Ásgeir var að senda frá sér nýtt lag en þar syngur hann um bílslys sem hann lenti í þegar hann var aðeins sjö ára gamall. Lagið heitir Sunday Drive en þar segir sögumaðurinn í textanum frá því ökuferð sem farið var í, bílnum var lagt og farið út til að mynda. Hann varð hins vegar eftir í bílnum, þóttist keyra og tók í handbremsuna. Bíllinn fór af stað og ekki var við neitt ráðið. Ásgeir Trausti segir í samtali við Vísi að þetta slys, og atvik, standi sér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Annað sé óhjákvæmilegt. Frá slysinu var greint í dagblaðinu Degi 4. ágúst 1999 og með fylgir mynd af braki bílsins. Þar segir að það þyki ganga kraftaverki næst að 7 ára drengur hafi sloppið nánast ómeiddur þegar bíll sem hann var í valt stjórnlaus niður bratta fjallshlíð sem er ofan við Botnsvatn í grennd við Húsavík. Frásögnin í dagblaðinu Degi.skjáskot Bíllinn fór stjórnlaus af stað og steyptist fram af klettunum Í blaðinu má lesa að Einar Georg Einarsson og Pálína Skúladóttir hafi verið á ferð þar með börnum sínum. „Þau stöðvuðu bílinn þar sem heitir Krubbur og fóru út að hyggja að útsýni. Sonur þeirra fór hins vegar aftur inn í bílinn og mun hafa rekið sig í handbremsu með þeim afleiðingum að bifreiðin rann stjórnlaus af stað og steyptist fram af klettum og virðist hafa svifið í lausu lofti nokkra metra áður en hann skall niður í brattri hlíðinni, endastakkts og fór nokkrar veltur áður en hann stöðvaðist á kletti sem skagaði út úr hlíðinni nokkru neðar. Þar fyrir neðan var áframhaldandi bratti niður í grýtt gil.“ Ásgeir Trausti segir að þessi atburður hafi ávallt lifað með sér.Jónatan Grétarsson Þar segir að Pálína hafi séð bílinn renna af stað og horfst í augu við son sinn áður en hann hvarf fram af brúninni. „Þau hjón hentust niður á eftir bílnum og Pálína segist hafa haft sterklega á tilfinningunni að drengurinn hefði bjargast en Einar var á því að þetta væri búið. Þegar þau komu að bílnum, sem lagst hafði saman og var gjörónýtur, var drengurinn skælandi innan við bílgluggann og var heldur betur feginn að sleppa úr þeirri prísund og í fang foreldra sinna.“ Óttaðist að textinn yrði of dramatískur Eins og áður sagði telst það kraftaverk að Ásgeir Trausti hafi lifað og þurfti aðeins að sauma tvö spor í skurð á enni hans. „Ég slapp alveg. Fékk tvö spor, það var það eina. Þetta hefði ekki getað farið betur miðað við allt,“ segir Ásgeir Trausti. En fyrir sér sé eins og þetta hafi gerst í gær. „Einhver sendi mér þessa grein og þá var eins og þetta hefði gerst í gær. Við að sjá þessa mynd og lesa um viðbrögð mömmu og pabba. Tók mig þangað aftur.“ Ásgeir Trausti segir að sér hafi fundist skrítið í fyrstu að skrifa texta um þetta. Hann óttaðist að það yrði of dramatískt auk þess sem hann segist vera að taka sín fyrstu skref í textagerðinni. En Guðmundur Kristinn Jónsson, betur þekktur sem Kiddi Hjálmur, hafi haldið hugmyndinni að sér. „Þá var þetta komið inn í hausinn á mér og mér fannst textinn geta átt við þetta lag.“ Man augnaráð móður sinnar áður en hann steyptist niður hlíðina Og þegar hann svo leitaði til Péturs Ben. tónlistarmanns og fékk hann til liðsinnis, en Pétur hefur meðal annars verið að kenna textagerð við Listaháskólann, þá var þessi lendingin. En Pétur er einnig höfundur textans. Ef textinn er borinn saman við fréttina af slysinu gætir örlítils misræmis, í fréttinni er sagt að drengurinn hafi rekið sig í handbremsuna en í textanum segir að hann hafi tekið í bremsuna? „Já, það gæti verið eitthvað pínulítið misræmi. En maður er alltaf að taka sér listrænt frelsi hvernig línurnar raðast saman og syngjast best. En þetta var þannig að ég var fýldur yfir að fá ekki að taka myndir eins og systir mín sem er eldri en ég. Ég sat eftir í bílnum og fór að fikta í einhverju dóti þarna fram í sem ég vissi ekki hvað myndi gera og þá byrjaði bíllinn bara að hreyfast.“ Og slysið er ljóslifandi í minningunni? „Nokkur móment allaveganna. Augnaráð mömmu og fleira … þegar ég var kominn þarna niður.“ Á leið til Ítalíu með hljómsveit sína Ásgeir Trausti er að fara af stað aftur eftir hlé. Hann er að gefa út EP plötu og svo eru ýmis tónleikatilboð farin að líta dagsins ljós eftir kórónuveirufaraldurinn sem hefur sett sína lamandi hönd á allt tónleikahald. „Það lítur út fyrir að verða eitthvað um það í haust. Við stefnum á að fara til Ítalíu í byrjun ágúst, þar eru þrjú festivöl sem við ætlum að taka þar. Svo er Grænlands í enda október.“ Að sögn Ásgeirs Trausta hafa þeir Pétur og Kiddi auk Helga Svavars trymbils verið að æfa að undanförnu og það hefur verið gaman. Þá eru tónleikar á Íslandi á teikniborðinu jafnframt. „Mér finnst það skemmtilegast sjálfum,“ segir Ásgeir Trausti spurður hvort hann ætli ekki að spila fyrir landa sína. Aðdáendur hans geta horft til 25. september næstkomandi og þá tónleika í Háskólabíói. Sunday Drive Lag: Ásgeir Trausti Einarsson Texti: Ásgeir Trausti Einarsson, Pétur Ben Sunday drive like we always used to do Parked the car in the panoramic view I stayed inside while you photographed the lake Pretending to drive I pulled the parking brake Felt like time was standing still The sun was pouring on the hill And I’m weightless in the air Floating far away from here The tires turn and slowly crush the ground I still hear the terrifying sound I search for help and meet my mother’s eyes And she stares back completely paralysed Felt like time was standing still The sun was pouring on the hill And I’m weightless in the air Floating far away from here Suddenly the wreck is lying flat Pull myself through the shattered window glass An avalanche is running through my head Body bruised, and my clothes are painted red Felt like time was standing still The sun was pouring on the hill And I’m weightless in the air Floating far away from here Ásgeir Trausti Einarsson: Vocals, Guitar, Piano, Synthesizer, Bass Pétur Ben: Bass, Vocals, Guitar K.óla: Vocals Norðurþing Tónlist Samgönguslys Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Lagið heitir Sunday Drive en þar segir sögumaðurinn í textanum frá því ökuferð sem farið var í, bílnum var lagt og farið út til að mynda. Hann varð hins vegar eftir í bílnum, þóttist keyra og tók í handbremsuna. Bíllinn fór af stað og ekki var við neitt ráðið. Ásgeir Trausti segir í samtali við Vísi að þetta slys, og atvik, standi sér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Annað sé óhjákvæmilegt. Frá slysinu var greint í dagblaðinu Degi 4. ágúst 1999 og með fylgir mynd af braki bílsins. Þar segir að það þyki ganga kraftaverki næst að 7 ára drengur hafi sloppið nánast ómeiddur þegar bíll sem hann var í valt stjórnlaus niður bratta fjallshlíð sem er ofan við Botnsvatn í grennd við Húsavík. Frásögnin í dagblaðinu Degi.skjáskot Bíllinn fór stjórnlaus af stað og steyptist fram af klettunum Í blaðinu má lesa að Einar Georg Einarsson og Pálína Skúladóttir hafi verið á ferð þar með börnum sínum. „Þau stöðvuðu bílinn þar sem heitir Krubbur og fóru út að hyggja að útsýni. Sonur þeirra fór hins vegar aftur inn í bílinn og mun hafa rekið sig í handbremsu með þeim afleiðingum að bifreiðin rann stjórnlaus af stað og steyptist fram af klettum og virðist hafa svifið í lausu lofti nokkra metra áður en hann skall niður í brattri hlíðinni, endastakkts og fór nokkrar veltur áður en hann stöðvaðist á kletti sem skagaði út úr hlíðinni nokkru neðar. Þar fyrir neðan var áframhaldandi bratti niður í grýtt gil.“ Ásgeir Trausti segir að þessi atburður hafi ávallt lifað með sér.Jónatan Grétarsson Þar segir að Pálína hafi séð bílinn renna af stað og horfst í augu við son sinn áður en hann hvarf fram af brúninni. „Þau hjón hentust niður á eftir bílnum og Pálína segist hafa haft sterklega á tilfinningunni að drengurinn hefði bjargast en Einar var á því að þetta væri búið. Þegar þau komu að bílnum, sem lagst hafði saman og var gjörónýtur, var drengurinn skælandi innan við bílgluggann og var heldur betur feginn að sleppa úr þeirri prísund og í fang foreldra sinna.“ Óttaðist að textinn yrði of dramatískur Eins og áður sagði telst það kraftaverk að Ásgeir Trausti hafi lifað og þurfti aðeins að sauma tvö spor í skurð á enni hans. „Ég slapp alveg. Fékk tvö spor, það var það eina. Þetta hefði ekki getað farið betur miðað við allt,“ segir Ásgeir Trausti. En fyrir sér sé eins og þetta hafi gerst í gær. „Einhver sendi mér þessa grein og þá var eins og þetta hefði gerst í gær. Við að sjá þessa mynd og lesa um viðbrögð mömmu og pabba. Tók mig þangað aftur.“ Ásgeir Trausti segir að sér hafi fundist skrítið í fyrstu að skrifa texta um þetta. Hann óttaðist að það yrði of dramatískt auk þess sem hann segist vera að taka sín fyrstu skref í textagerðinni. En Guðmundur Kristinn Jónsson, betur þekktur sem Kiddi Hjálmur, hafi haldið hugmyndinni að sér. „Þá var þetta komið inn í hausinn á mér og mér fannst textinn geta átt við þetta lag.“ Man augnaráð móður sinnar áður en hann steyptist niður hlíðina Og þegar hann svo leitaði til Péturs Ben. tónlistarmanns og fékk hann til liðsinnis, en Pétur hefur meðal annars verið að kenna textagerð við Listaháskólann, þá var þessi lendingin. En Pétur er einnig höfundur textans. Ef textinn er borinn saman við fréttina af slysinu gætir örlítils misræmis, í fréttinni er sagt að drengurinn hafi rekið sig í handbremsuna en í textanum segir að hann hafi tekið í bremsuna? „Já, það gæti verið eitthvað pínulítið misræmi. En maður er alltaf að taka sér listrænt frelsi hvernig línurnar raðast saman og syngjast best. En þetta var þannig að ég var fýldur yfir að fá ekki að taka myndir eins og systir mín sem er eldri en ég. Ég sat eftir í bílnum og fór að fikta í einhverju dóti þarna fram í sem ég vissi ekki hvað myndi gera og þá byrjaði bíllinn bara að hreyfast.“ Og slysið er ljóslifandi í minningunni? „Nokkur móment allaveganna. Augnaráð mömmu og fleira … þegar ég var kominn þarna niður.“ Á leið til Ítalíu með hljómsveit sína Ásgeir Trausti er að fara af stað aftur eftir hlé. Hann er að gefa út EP plötu og svo eru ýmis tónleikatilboð farin að líta dagsins ljós eftir kórónuveirufaraldurinn sem hefur sett sína lamandi hönd á allt tónleikahald. „Það lítur út fyrir að verða eitthvað um það í haust. Við stefnum á að fara til Ítalíu í byrjun ágúst, þar eru þrjú festivöl sem við ætlum að taka þar. Svo er Grænlands í enda október.“ Að sögn Ásgeirs Trausta hafa þeir Pétur og Kiddi auk Helga Svavars trymbils verið að æfa að undanförnu og það hefur verið gaman. Þá eru tónleikar á Íslandi á teikniborðinu jafnframt. „Mér finnst það skemmtilegast sjálfum,“ segir Ásgeir Trausti spurður hvort hann ætli ekki að spila fyrir landa sína. Aðdáendur hans geta horft til 25. september næstkomandi og þá tónleika í Háskólabíói. Sunday Drive Lag: Ásgeir Trausti Einarsson Texti: Ásgeir Trausti Einarsson, Pétur Ben Sunday drive like we always used to do Parked the car in the panoramic view I stayed inside while you photographed the lake Pretending to drive I pulled the parking brake Felt like time was standing still The sun was pouring on the hill And I’m weightless in the air Floating far away from here The tires turn and slowly crush the ground I still hear the terrifying sound I search for help and meet my mother’s eyes And she stares back completely paralysed Felt like time was standing still The sun was pouring on the hill And I’m weightless in the air Floating far away from here Suddenly the wreck is lying flat Pull myself through the shattered window glass An avalanche is running through my head Body bruised, and my clothes are painted red Felt like time was standing still The sun was pouring on the hill And I’m weightless in the air Floating far away from here Ásgeir Trausti Einarsson: Vocals, Guitar, Piano, Synthesizer, Bass Pétur Ben: Bass, Vocals, Guitar K.óla: Vocals
Sunday drive like we always used to do Parked the car in the panoramic view I stayed inside while you photographed the lake Pretending to drive I pulled the parking brake Felt like time was standing still The sun was pouring on the hill And I’m weightless in the air Floating far away from here The tires turn and slowly crush the ground I still hear the terrifying sound I search for help and meet my mother’s eyes And she stares back completely paralysed Felt like time was standing still The sun was pouring on the hill And I’m weightless in the air Floating far away from here Suddenly the wreck is lying flat Pull myself through the shattered window glass An avalanche is running through my head Body bruised, and my clothes are painted red Felt like time was standing still The sun was pouring on the hill And I’m weightless in the air Floating far away from here
Norðurþing Tónlist Samgönguslys Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira