Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2021 09:04 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. AP/Laurent Gillieron Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, gagnrýndi ríkari lönd heimsins á blaðamannafundi í gær. Vísaði hann sérstaklega til þess að í þessum ríkjum væri verið að safna bóluefnum og slaka á sóttvörnum eins og faraldrinum væri lokið. Hann sagði að faraldurinn væri í uppsveiflu víðsvegar um heiminn og ójöfnuðurinn í bólusetningum væri óforskammaður. „Það að á þessu stigi í faraldrinum séu milljónir heilbrigðisstarfsmanna óbólusettir er viðbjóðslegt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Hann ítrekaði einnig að vegna þess hve dreifing bóluefna væri ójöfn, væru ný afbrigði af Covid-19 að vinna kapphlaupið við bóluefnið og það væri ógn gegn vörnum heimsins við faraldrinum. "Variants are currently winning the race against vaccines because of inequitable vaccine production & distribution, which also threatens the global economic recovery. It didn t have to be this way & it doesn t have to be this way going forward"-@DrTedros #COVID19 #VaccinEquity— World Health Organization (WHO) (@WHO) July 7, 2021 AP fréttaveitan segir dauðsföll á heimsvísu hafa verið tæplega 54 þúsund í síðustu viku, samkvæmt talningu WHO, og er það lægsta talan frá því í október. Hröð útbreiðsla delta afbrigðisins, sem greindist fyrst á Indlandi, hafi þó hringt viðvörunarbjöllum víða um heim. Það afbrigði á auðveldara með að smitast milli fólks og hefur greinst í minnst 96 ríkjum heimsins. Ghebreyesus sagði í gær að hann hefði kallað eftir því að öll ríki heimsins næðu að bólusetja tíu prósent íbúa í september og það hlutfall yrði komið í 40 prósent í lok árs. Þannig væri hægt að bólusetja 70 prósent heimsbúa fyrir mitt næsta ár. Þá kallaði hann eftir því að ríkustu þjóðir heims tækju höndum saman um þessi markmið. Að ná þeim væri fljótasta leiðin til að binda enda á faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, gagnrýndi ríkari lönd heimsins á blaðamannafundi í gær. Vísaði hann sérstaklega til þess að í þessum ríkjum væri verið að safna bóluefnum og slaka á sóttvörnum eins og faraldrinum væri lokið. Hann sagði að faraldurinn væri í uppsveiflu víðsvegar um heiminn og ójöfnuðurinn í bólusetningum væri óforskammaður. „Það að á þessu stigi í faraldrinum séu milljónir heilbrigðisstarfsmanna óbólusettir er viðbjóðslegt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Hann ítrekaði einnig að vegna þess hve dreifing bóluefna væri ójöfn, væru ný afbrigði af Covid-19 að vinna kapphlaupið við bóluefnið og það væri ógn gegn vörnum heimsins við faraldrinum. "Variants are currently winning the race against vaccines because of inequitable vaccine production & distribution, which also threatens the global economic recovery. It didn t have to be this way & it doesn t have to be this way going forward"-@DrTedros #COVID19 #VaccinEquity— World Health Organization (WHO) (@WHO) July 7, 2021 AP fréttaveitan segir dauðsföll á heimsvísu hafa verið tæplega 54 þúsund í síðustu viku, samkvæmt talningu WHO, og er það lægsta talan frá því í október. Hröð útbreiðsla delta afbrigðisins, sem greindist fyrst á Indlandi, hafi þó hringt viðvörunarbjöllum víða um heim. Það afbrigði á auðveldara með að smitast milli fólks og hefur greinst í minnst 96 ríkjum heimsins. Ghebreyesus sagði í gær að hann hefði kallað eftir því að öll ríki heimsins næðu að bólusetja tíu prósent íbúa í september og það hlutfall yrði komið í 40 prósent í lok árs. Þannig væri hægt að bólusetja 70 prósent heimsbúa fyrir mitt næsta ár. Þá kallaði hann eftir því að ríkustu þjóðir heims tækju höndum saman um þessi markmið. Að ná þeim væri fljótasta leiðin til að binda enda á faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira