Fluttur á bráðadeild með áverka eftir handtökuna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júlí 2021 13:00 Umbúðir eftir blóðprufu sjást á hendi mannsins á vinstri myndinni og band um úlnlið hans frá bráðadeild á þeirri hægri. Myndirnar voru teknar í gær. svava kristín Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók í húsnæði Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. Þetta staðfesta myndir sem Svava Kristín, blaðamaður Mannlífs, tók af manninum á heimili sínu í gær þegar hún tók viðtal við hann sem má lesa hér. Hún gaf leyfi fyrir myndbirtingunum. Á mynd sést spítalaband á hendi mannsins sem merkt er bráðadeild og má einnig sjá umbúðir eftir sprautustungu á hendi hans. Óljóst er hvenær nákvæmlega hann var lagður inn á bráðadeild en lögregla vill ekkert staðfesta í málinu. Landspítali vill ekki staðfesta að maðurinn hafi komið á bráðadeild og segist ekki mega gefa neitt upp um skjólstæðinga sína vegna persónuverndarsjónarmiða. Eftir því sem Vísir kemst næst var maðurinn sendur úr landi með flugi til Grikklands í morgun en ekki í gærmogun eins og hinn Palestínumaðurinn sem var handtekinn á þriðjudag. Hér má sjá áverka á enni og kinn mannsins eftir handtökuna.svava kristín Vilja engu svara um málið Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lögreglunnar, vill ekki tjá sig um málið við Vísi. Spurður hvort hann geti ekki einu sinni staðfest hvort annar mannanna hafi verið sendur úr landi í gærmorgun en hinn í dag segist hann ekki vilja gera það. Spurður nánar út í málið vísar hann alfarið á fréttatilkynningu sem lögregla sendi frá sér í gær. Þar stendur meðal annars: „Lögregla beitir ekki rafbyssum undir neinum kringumstæðum enda hefur hún ekki heimild til að beita slíkum tækjum. Þá sprautar lögregla aldrei einstaklinga, slíkt er ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna, sem taka slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni.“ Þar virðist lögreglan gefa það í skyn að heilbrigðisstarfsfólk hafi sprautað mennina, eða annan þeirra, niður í aðgerðunum. Hvers vegna telur lögregla sig ekki geta tjáð sig um málið? „Það bara liggur í hlutarins eðli.. við erum með málið í vinnslu,“ segir Helgi. Helgi, sem er aðallögfræðingur lögreglunnar, sér um að svara fyrir málið fyrir stoðdeild lögreglu en þeir sem eru yfir deildinni eru í sumarfríi.facebook/helgi valberg Spurður hvort málið sé enn í vinnslu, þó búið sé að senda mennina úr landi segir hann: „Ja, þetta er bara margþætt mál með marga anga.“ Upptökur úr búkmyndavélum og öryggismyndavélum Spurður hvort einn þeirra anga, sé rannsókn á því hvort lögregla hafi beitt óþarflega mikilli hörku við handtökuna segir hann: „Það eina sem liggur fyrir er að það hefur verið sagt að málið verði borið undir nefnd um eftirlit með lögreglu . Við erum bara að taka saman gögn fyrir það og skoða þau. En það er ekkert sem bendir til þess núna.“ Hann staðfestir að einhverjir lögreglumannanna hafi verið með búkmyndavélar við aðgerðirnar og segir að upptökur af handtökunum séu einnig til úr myndavélum húsnæðisins. Ekki í standi til að fljúga? Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, segist í samtali við Vísi ekki kunna skýringar á því hvers vegna maðurinn var ekki sendur úr landi með flugi í gærmorgun eins og hinn. „Ég veit ekki hvers vegna, nei. Kannski var hann bara ekki í standi til að fljúga,“ segir hún. Sema segir að samkvæmt frásögn mannsins, sem túlkur á hennar vegum hefur verið í samskiptum við, hafi hann verið sprautaður niður oftar en einu sinni af einhverjum í gulu vesti. Hann hafi verið mjög vankaður og hálfruglaður eftir allt málið, þegar samtökin komust í samband við hann í gær. Sema Erla Serdar er formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Spurð hvort maðurinn hafi sagt að lögregla hafi sprautað hann niður segir Sema: „Hann sagðist ekki þekkja muninn á einkennisbúningunum öllum en að það hafi verið manneskja í gulu vesti. Og hans upplifun var sú að hann hafi fengið einhvers konar rafstuð þegar hann var handtekinn eða eitthvað slíkt. Það voru þarna átök sem áttu sér stað og hann var augljóslega beittur miklu harðræði af lögreglunni.“ Sema segir að framganga lögreglu í málinu verði tilkynnt til nefndar um eftirlit með lögreglu í dag og að ábending verði send til umboðsmann Alþingis um bæði lögregluna og Útlendingastofnun. Palestína Lögreglumál Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Þetta staðfesta myndir sem Svava Kristín, blaðamaður Mannlífs, tók af manninum á heimili sínu í gær þegar hún tók viðtal við hann sem má lesa hér. Hún gaf leyfi fyrir myndbirtingunum. Á mynd sést spítalaband á hendi mannsins sem merkt er bráðadeild og má einnig sjá umbúðir eftir sprautustungu á hendi hans. Óljóst er hvenær nákvæmlega hann var lagður inn á bráðadeild en lögregla vill ekkert staðfesta í málinu. Landspítali vill ekki staðfesta að maðurinn hafi komið á bráðadeild og segist ekki mega gefa neitt upp um skjólstæðinga sína vegna persónuverndarsjónarmiða. Eftir því sem Vísir kemst næst var maðurinn sendur úr landi með flugi til Grikklands í morgun en ekki í gærmogun eins og hinn Palestínumaðurinn sem var handtekinn á þriðjudag. Hér má sjá áverka á enni og kinn mannsins eftir handtökuna.svava kristín Vilja engu svara um málið Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur lögreglunnar, vill ekki tjá sig um málið við Vísi. Spurður hvort hann geti ekki einu sinni staðfest hvort annar mannanna hafi verið sendur úr landi í gærmorgun en hinn í dag segist hann ekki vilja gera það. Spurður nánar út í málið vísar hann alfarið á fréttatilkynningu sem lögregla sendi frá sér í gær. Þar stendur meðal annars: „Lögregla beitir ekki rafbyssum undir neinum kringumstæðum enda hefur hún ekki heimild til að beita slíkum tækjum. Þá sprautar lögregla aldrei einstaklinga, slíkt er ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna, sem taka slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni.“ Þar virðist lögreglan gefa það í skyn að heilbrigðisstarfsfólk hafi sprautað mennina, eða annan þeirra, niður í aðgerðunum. Hvers vegna telur lögregla sig ekki geta tjáð sig um málið? „Það bara liggur í hlutarins eðli.. við erum með málið í vinnslu,“ segir Helgi. Helgi, sem er aðallögfræðingur lögreglunnar, sér um að svara fyrir málið fyrir stoðdeild lögreglu en þeir sem eru yfir deildinni eru í sumarfríi.facebook/helgi valberg Spurður hvort málið sé enn í vinnslu, þó búið sé að senda mennina úr landi segir hann: „Ja, þetta er bara margþætt mál með marga anga.“ Upptökur úr búkmyndavélum og öryggismyndavélum Spurður hvort einn þeirra anga, sé rannsókn á því hvort lögregla hafi beitt óþarflega mikilli hörku við handtökuna segir hann: „Það eina sem liggur fyrir er að það hefur verið sagt að málið verði borið undir nefnd um eftirlit með lögreglu . Við erum bara að taka saman gögn fyrir það og skoða þau. En það er ekkert sem bendir til þess núna.“ Hann staðfestir að einhverjir lögreglumannanna hafi verið með búkmyndavélar við aðgerðirnar og segir að upptökur af handtökunum séu einnig til úr myndavélum húsnæðisins. Ekki í standi til að fljúga? Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, segist í samtali við Vísi ekki kunna skýringar á því hvers vegna maðurinn var ekki sendur úr landi með flugi í gærmorgun eins og hinn. „Ég veit ekki hvers vegna, nei. Kannski var hann bara ekki í standi til að fljúga,“ segir hún. Sema segir að samkvæmt frásögn mannsins, sem túlkur á hennar vegum hefur verið í samskiptum við, hafi hann verið sprautaður niður oftar en einu sinni af einhverjum í gulu vesti. Hann hafi verið mjög vankaður og hálfruglaður eftir allt málið, þegar samtökin komust í samband við hann í gær. Sema Erla Serdar er formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Spurð hvort maðurinn hafi sagt að lögregla hafi sprautað hann niður segir Sema: „Hann sagðist ekki þekkja muninn á einkennisbúningunum öllum en að það hafi verið manneskja í gulu vesti. Og hans upplifun var sú að hann hafi fengið einhvers konar rafstuð þegar hann var handtekinn eða eitthvað slíkt. Það voru þarna átök sem áttu sér stað og hann var augljóslega beittur miklu harðræði af lögreglunni.“ Sema segir að framganga lögreglu í málinu verði tilkynnt til nefndar um eftirlit með lögreglu í dag og að ábending verði send til umboðsmann Alþingis um bæði lögregluna og Útlendingastofnun.
Palestína Lögreglumál Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58
Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31