Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2021 16:27 Grumman-flugbáturinn í Narsarsuaq á Grænlandi í gær þar sem eldsneyti var tekið áður en haldið var til Íslands. Grumman N642 Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. Flugbáturinn millilenti meðal annars í Goose Bay á Labrador og í Narsarsuaq á Grænlandi og kom svo til Keflavíkur í gær. Þar hafa flugmenn hans beðið færis í dag að skýjahæð hækki svo þeir geti flogið sjónflug til Hellu. Vonast þeir til að ná til Rangárvalla fyrir kvöldið en þar er aftur á móti sól og blíða, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Flugbáturinn í Goose Bay í Kanada. Hann var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn.Grumman N642 Flugbáturinn var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn. Árið 1954 var hann færður í þjónustu innanríkisráðuneytisins og sinnti verkefnum í Alaska allt til ársins 1989 þegar hann var seldur einkaaðilum. Hann hafði áður fengið nýja túrbínuhreyfla árið 1968. Vorið 2010 hóf sérstakur félagsskapur um Grumman flugbátinn, Goose N642, að gera hann upp og var honum nánast umbreytt í nýja flugvél. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslands á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs. Bæði Loftleiðir og Flugfélag Íslands ráku slíkar vélar á árunum 1944 til 1956 enda hentuðu þær vel íslenskum aðstæðum fyrir tíma landflugvalla þar sem hægt var að lenda þeim bæði á sjó og landi. Fyrsta Gæsluflugvél Íslendinga var einnig Grumman Goose, vél sem Landhelgisgæslan leigði árið 1948. Grumman Goose-sjóflugvél á Akureyri í kringum 1950. Eftir lendingu á sjó var hægt að aka þeim upp á land.Wikiwand/Guðmar Gunnlaugsson Á flughátíðinni á Hellu er keppt í vélflugi, fisflugi, drónaflugi, svifflugi og listflugi. Hápunktur hátíðarinnar er listflugskeppnin á morgun, laugardag. Þá er von á kanadískri P-3 Orion kafbátaleitarflugvél í lágflugi yfir svæðið. Ennfremur mun kanadíski listflugmaðurinn Luke Penner, sem hefur unnið til fjölda verðlauna, sýna listir sínar. Að sögn Matthíasar gefst gestum hátíðarinnar kostur á að prófa flugvélar, svifflugur og keppnisdróna á vegum aðilarfélaga Flugmálafélagsins og eru allir velkomnir. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06 Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Flughátíðin „Allt sem flýgur“ stendur nú yfir á Hellu þar sem sjá má mikið af glæsilegum flugvélum af öllum stærðum og gerðum. 10. júlí 2019 19:45 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Flugbáturinn millilenti meðal annars í Goose Bay á Labrador og í Narsarsuaq á Grænlandi og kom svo til Keflavíkur í gær. Þar hafa flugmenn hans beðið færis í dag að skýjahæð hækki svo þeir geti flogið sjónflug til Hellu. Vonast þeir til að ná til Rangárvalla fyrir kvöldið en þar er aftur á móti sól og blíða, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Flugbáturinn í Goose Bay í Kanada. Hann var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn.Grumman N642 Flugbáturinn var upphaflega smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn. Árið 1954 var hann færður í þjónustu innanríkisráðuneytisins og sinnti verkefnum í Alaska allt til ársins 1989 þegar hann var seldur einkaaðilum. Hann hafði áður fengið nýja túrbínuhreyfla árið 1968. Vorið 2010 hóf sérstakur félagsskapur um Grumman flugbátinn, Goose N642, að gera hann upp og var honum nánast umbreytt í nýja flugvél. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslands á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs. Bæði Loftleiðir og Flugfélag Íslands ráku slíkar vélar á árunum 1944 til 1956 enda hentuðu þær vel íslenskum aðstæðum fyrir tíma landflugvalla þar sem hægt var að lenda þeim bæði á sjó og landi. Fyrsta Gæsluflugvél Íslendinga var einnig Grumman Goose, vél sem Landhelgisgæslan leigði árið 1948. Grumman Goose-sjóflugvél á Akureyri í kringum 1950. Eftir lendingu á sjó var hægt að aka þeim upp á land.Wikiwand/Guðmar Gunnlaugsson Á flughátíðinni á Hellu er keppt í vélflugi, fisflugi, drónaflugi, svifflugi og listflugi. Hápunktur hátíðarinnar er listflugskeppnin á morgun, laugardag. Þá er von á kanadískri P-3 Orion kafbátaleitarflugvél í lágflugi yfir svæðið. Ennfremur mun kanadíski listflugmaðurinn Luke Penner, sem hefur unnið til fjölda verðlauna, sýna listir sínar. Að sögn Matthíasar gefst gestum hátíðarinnar kostur á að prófa flugvélar, svifflugur og keppnisdróna á vegum aðilarfélaga Flugmálafélagsins og eru allir velkomnir.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06 Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Flughátíðin „Allt sem flýgur“ stendur nú yfir á Hellu þar sem sjá má mikið af glæsilegum flugvélum af öllum stærðum og gerðum. 10. júlí 2019 19:45 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06
Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Flughátíðin „Allt sem flýgur“ stendur nú yfir á Hellu þar sem sjá má mikið af glæsilegum flugvélum af öllum stærðum og gerðum. 10. júlí 2019 19:45