Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2021 21:44 Aðeins tæpur þriðjungur kjósenda VG sem svöruðu könnuninni sagðist hlynntur áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi. Afstaðan er allt önnur meðal kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna tveggja. Grænu súlurnar tákna hlutfall kjósenda sem eru hlynntir samstarfinu eftir kosningar en rauðu þá sem eru mótfallnir því. Ragnar Visage Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. Stuðningsmenn VG eru þannig á öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna flokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Heilt yfir segjast 46,4 prósent svarenda vilja að ríkisstjórnarsamstarfið haldi áfram en 53,6 prósent eru því mótfallin. Þá eru konur aðeins hlynntari samstarfinu en karlar; 48 prósent kvenna vilja ríkisstjórnina áfram en 45 prósent karla. Tekjulægstir og Reykvíkingar vilja ríkisstjórnina burt Þegar litið er til búsetu eru íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, sem og íbúar á Suðurlandi og Reykjanesi, hlynntastir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi eða rétt tæp 53 prósent á báðum svæðum. Íbúar í Reykjavík eru neikvæðastir; tæp 58 prósent aðspurðra Reykvíkinga vilja ekki að ríkisstjórnin haldi áfram á nýju kjörtímabili. Þá eru tæp 70 prósent tekjulægsta hópsins, þ.e. með mánaðartekjur undir 400 þúsund krónum, andvíg áframhaldandi samstarfi ríkisstjórnarinnar en þegar litið er til tekna er sá hópur áberandi neikvæðastur í garð samstarfsins eftir kosningar. Svarendur með næsthæstu tekjurnar, þ.e. mánaðartekjur á bilinu ein milljón til 1,199 milljónir, eru jákvæðastir; tæp 55 prósent vilja ríkisstjórnina áfram á næsta kjörtímabili, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stuðningsmenn VG eru þannig á öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna flokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Heilt yfir segjast 46,4 prósent svarenda vilja að ríkisstjórnarsamstarfið haldi áfram en 53,6 prósent eru því mótfallin. Þá eru konur aðeins hlynntari samstarfinu en karlar; 48 prósent kvenna vilja ríkisstjórnina áfram en 45 prósent karla. Tekjulægstir og Reykvíkingar vilja ríkisstjórnina burt Þegar litið er til búsetu eru íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, sem og íbúar á Suðurlandi og Reykjanesi, hlynntastir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi eða rétt tæp 53 prósent á báðum svæðum. Íbúar í Reykjavík eru neikvæðastir; tæp 58 prósent aðspurðra Reykvíkinga vilja ekki að ríkisstjórnin haldi áfram á nýju kjörtímabili. Þá eru tæp 70 prósent tekjulægsta hópsins, þ.e. með mánaðartekjur undir 400 þúsund krónum, andvíg áframhaldandi samstarfi ríkisstjórnarinnar en þegar litið er til tekna er sá hópur áberandi neikvæðastur í garð samstarfsins eftir kosningar. Svarendur með næsthæstu tekjurnar, þ.e. mánaðartekjur á bilinu ein milljón til 1,199 milljónir, eru jákvæðastir; tæp 55 prósent vilja ríkisstjórnina áfram á næsta kjörtímabili, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira