Betra fyrir barnafólk Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. júlí 2021 12:32 Barnafólk með meðaltekjur hér á landi veit ekkert hvað ég er að tala um þegar ég nefni barnabætur sem búbót fyrir barnafólk. Þau hafa aldrei fengið útborgun frá ríkinu sem ætluð er til að jafna stöðu þeirra gagnvart hinum sem ekki eru með börn á framfæri. Og það er ekkert skrítið því samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar byrja barnabæturnar að skerðast við lágmarkslaun með þeim afleiðingum að einstaklingar sem eru með rúmar 600 þúsund krónur á mánuði fá ekkert. Auk þess eru bæturnar greiddar út fjórum sinnum á ári en ekki mánaðarlega og verða því ekki eðlilegur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins. Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá væru þær óskertar 31.208 kr á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.225 kr til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára yrði greiðslan 54.475 kr á mánuði hjá sambúðarfólki en 77.625 kr hjá einstæðum foreldrum. Ungt barnafólk sem er að hefja sinn feril á vinnumarkaði er gjarnan um leið að koma sér þaki yfir höfuðið. Kostnaðurinn við þarfir barnanna, fæði, klæði og tómstundir, bætist þar við. Og fyrir vikið verður álagið enn meira á fjölskyldurnar eða þá að barneignum er frestað. Norræn velferð Eitt af einkennum norræns velferðarkerfis er langtímafjárfesting í menntun, heilsugæslu og umönnun barna – framtíðarfjárfesting í fólki. Í norrænu velferðarríkjunum eru barnabætur hvergi tekjutengdar nema í Danmörku, en þar hefjast skerðingar við mjög háar tekjur. ,,Þetta er alltof dýrt“ segja íhaldsflokkarnir. Ef við tækjum það skref á næsta kjörtímabili að einstaklingar með 600 þúsund krónur á mánuði fái óskertar barnabætur þá þyrftum við að auka framlögin um 9 milljarða króna á ári. Ríkisstjórnin ákvað að lækka skatta á banka og breyta skattstofni fjármagnstekna sem kostaði álíka upphæð fyrir ríkissjóð. Þetta er allt spurning um forgangsröðun stjórnvalda. Við í Samfylkingunni röðum barnafólki framar. Ég hef sem þingmaður lagt fram óteljandi tillögur um betri kjör fyrir barnafólk. Flestar hafa verið felldar. Ég nýtti tækifærið þegar ég var fjármálaráðherra 2012 og sá til þess að barnabætur hækkuðu um 30% á milli ára. Fleiri ungar fjölskyldur fengu þá bætur en nú. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem tók við, vildu frekar lækka veiðigjöldin en hækka barnabætur að því sem gerist í norrænum velferðarríkjum. Núverandi ríkisstjórn fylgir sömu stefnu. Það þarf að gera betur fyrir barnafólk. En til þess þarf nýja ríkisstjórn eftir kosningar. Ríkisstjórn jafnaðarmanna. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Barnafólk með meðaltekjur hér á landi veit ekkert hvað ég er að tala um þegar ég nefni barnabætur sem búbót fyrir barnafólk. Þau hafa aldrei fengið útborgun frá ríkinu sem ætluð er til að jafna stöðu þeirra gagnvart hinum sem ekki eru með börn á framfæri. Og það er ekkert skrítið því samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar byrja barnabæturnar að skerðast við lágmarkslaun með þeim afleiðingum að einstaklingar sem eru með rúmar 600 þúsund krónur á mánuði fá ekkert. Auk þess eru bæturnar greiddar út fjórum sinnum á ári en ekki mánaðarlega og verða því ekki eðlilegur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins. Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá væru þær óskertar 31.208 kr á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.225 kr til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára yrði greiðslan 54.475 kr á mánuði hjá sambúðarfólki en 77.625 kr hjá einstæðum foreldrum. Ungt barnafólk sem er að hefja sinn feril á vinnumarkaði er gjarnan um leið að koma sér þaki yfir höfuðið. Kostnaðurinn við þarfir barnanna, fæði, klæði og tómstundir, bætist þar við. Og fyrir vikið verður álagið enn meira á fjölskyldurnar eða þá að barneignum er frestað. Norræn velferð Eitt af einkennum norræns velferðarkerfis er langtímafjárfesting í menntun, heilsugæslu og umönnun barna – framtíðarfjárfesting í fólki. Í norrænu velferðarríkjunum eru barnabætur hvergi tekjutengdar nema í Danmörku, en þar hefjast skerðingar við mjög háar tekjur. ,,Þetta er alltof dýrt“ segja íhaldsflokkarnir. Ef við tækjum það skref á næsta kjörtímabili að einstaklingar með 600 þúsund krónur á mánuði fái óskertar barnabætur þá þyrftum við að auka framlögin um 9 milljarða króna á ári. Ríkisstjórnin ákvað að lækka skatta á banka og breyta skattstofni fjármagnstekna sem kostaði álíka upphæð fyrir ríkissjóð. Þetta er allt spurning um forgangsröðun stjórnvalda. Við í Samfylkingunni röðum barnafólki framar. Ég hef sem þingmaður lagt fram óteljandi tillögur um betri kjör fyrir barnafólk. Flestar hafa verið felldar. Ég nýtti tækifærið þegar ég var fjármálaráðherra 2012 og sá til þess að barnabætur hækkuðu um 30% á milli ára. Fleiri ungar fjölskyldur fengu þá bætur en nú. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem tók við, vildu frekar lækka veiðigjöldin en hækka barnabætur að því sem gerist í norrænum velferðarríkjum. Núverandi ríkisstjórn fylgir sömu stefnu. Það þarf að gera betur fyrir barnafólk. En til þess þarf nýja ríkisstjórn eftir kosningar. Ríkisstjórn jafnaðarmanna. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar