„Ekkert sérstakt kappsmál“ að halda samstarfinu áfram Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2021 20:30 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins tekur lítinn stuðning kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki nærri sér. Þá leggur hann ekkert sérstak kapp á að halda samstarfinu áfram. Heilt yfir vilja 46 prósent kjósenda að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar haldi áfram eftir kosningar í haust en um 54 prósent eru því mótfallin, samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í júní. Þá eru konur aðeins hlynntari samstarfinu en karlar; 48 prósent kvenna vilja ríkisstjórnina áfram en 45 prósent karla. Þá eru rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna mótfallin áframhaldandi samstarfi og eru þannig á öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna flokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segir stuðning Framsóknarmanna við ríkisstjórnina ekki koma á óvart. „Hins vegar er það ekkert sérstakt kappsmál að viðhalda þessu stjórnarsamstarfi, við erum að fara í kosningar óbundin í haust en það er auðvitað ákveðin viðurkenning á að þetta samstarf hafi gengið vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann vill ekki leggja mat á stöðuna innan VG. „Það er auðvitað erfitt fyrir mig að meta hvernig staðan er í baklandi einstakra flokka en það kemur mér ekki á óvart þessi stuðningur sem er í baklandi Framsóknarflokksins.“ Þannig að þú tekur ekki þennan lakari stuðning stuðningsmanna VG til þín? „Nei, alls ekki. Ég verð að segja alveg eins og er að mér fannst stjórnarsáttmálinn upphaflega mjög vel samsettur af sjónarmiðum allra þessara þriggja flokka og ég held að við höfum spilað nokkuð vel úr því.“ Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn á siglingu í nýrri könnun Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 25,4 prósent í nýrri skoðanakönnun MMR, tæplega tveimur prósentustigum lægra en í síðustu fylgismælingu frá í byrjun júní. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 12,3 prósent, rúmlega þremur prósentustigum hærra en í síðustu könnun. 7. júlí 2021 11:00 Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira
Heilt yfir vilja 46 prósent kjósenda að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar haldi áfram eftir kosningar í haust en um 54 prósent eru því mótfallin, samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í júní. Þá eru konur aðeins hlynntari samstarfinu en karlar; 48 prósent kvenna vilja ríkisstjórnina áfram en 45 prósent karla. Þá eru rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna mótfallin áframhaldandi samstarfi og eru þannig á öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna flokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segir stuðning Framsóknarmanna við ríkisstjórnina ekki koma á óvart. „Hins vegar er það ekkert sérstakt kappsmál að viðhalda þessu stjórnarsamstarfi, við erum að fara í kosningar óbundin í haust en það er auðvitað ákveðin viðurkenning á að þetta samstarf hafi gengið vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann vill ekki leggja mat á stöðuna innan VG. „Það er auðvitað erfitt fyrir mig að meta hvernig staðan er í baklandi einstakra flokka en það kemur mér ekki á óvart þessi stuðningur sem er í baklandi Framsóknarflokksins.“ Þannig að þú tekur ekki þennan lakari stuðning stuðningsmanna VG til þín? „Nei, alls ekki. Ég verð að segja alveg eins og er að mér fannst stjórnarsáttmálinn upphaflega mjög vel samsettur af sjónarmiðum allra þessara þriggja flokka og ég held að við höfum spilað nokkuð vel úr því.“
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn á siglingu í nýrri könnun Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 25,4 prósent í nýrri skoðanakönnun MMR, tæplega tveimur prósentustigum lægra en í síðustu fylgismælingu frá í byrjun júní. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 12,3 prósent, rúmlega þremur prósentustigum hærra en í síðustu könnun. 7. júlí 2021 11:00 Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ Sjá meira
Framsókn á siglingu í nýrri könnun Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 25,4 prósent í nýrri skoðanakönnun MMR, tæplega tveimur prósentustigum lægra en í síðustu fylgismælingu frá í byrjun júní. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 12,3 prósent, rúmlega þremur prósentustigum hærra en í síðustu könnun. 7. júlí 2021 11:00
Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44