Mikið vatn runnið til sjávar síðan síðast en þá munaði 29 stigum á liðunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 13:31 Pálmi Rafn skoraði tvívegis er KR tók á móti Keflavík haustið 2018. Vísir/Bára Dröfn KR og Keflavík mætast í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikið er í Frostaskjóli en síðast þegar liðin mættust þar munaði 29 stigum á liðunum. Staðan er töluvert öðruvísi í dag. Keflvíkingar vilja eflaust gleyma sumrinu 2018 er lið þeirra féll úr Pepsi Max deild karla með aðeins fjögur stig. Liðið vann ekki leik, gerði fjögur jafntefli og tapaði 18 leikjum. Þann 16. september sama ár mættu fallnir Keflvíkingar í Frostaskjólið. Mættu þeir þar KR-liði sem sat í 4. sæti deildarinnar með 33 stig eða 29 stigum meira en gestirnir. Leiknum lauk með 3-1 sigri KR en markaskorar leiksins gætu allir skorað er liðin mætast að nýju í kvöld. Frans Elvarsson kom Keflvíkingum óvænt yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin mínútu síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Atli Sigurjónsson kom KR yfir í síðari hálfleik og Pálmi Rafn gulltryggði svo sigurinn. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og eftir frábært sumar 2020 er Keflavík komið aftur í deild þeirra bestu. Liðið virðist töluvert betur í stakk búið til að halda sæti sínu í deildinni nú heldur en 2018. Keflavík er með 13 stig að loknum 10 leikjum á meðan KR er með 18 stig að loknum 11 leikjum. Fari svo að Keflavík landi sigri í kvöld þá fer liðið upp fyrir KR í töflunni vinni það leikinn sem það á til góða. Vissulega stórt EF þar á ferð en meðan Joey Gibbs skorar og skorar eru Keflvíkingar færir í flestan sjó. Heimamenn gætu stillt upp mjög svipuðu liði í kvöld og þeir gerðu 2018 en Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kennie Knak Chopart, Kristinn Jónsson og Óskar Örn Hauksson hófu allir leik ásamt þeim Pálma Rafni og Atla Sigurjóns. Athygli vekur að Oddur Ingi Bjarnason var á varamannabekk KR sem markvörður en hann var markahæsti leikmaður Grindavíkur í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og er einnig þar á láni í ár. Sindri Kristinn Ólafsson varði mark Keflavíkur fyrir þremur árum og verður að öllum líkindum á sínum stað í kvöld. Davíð Snær Jóhannsson og Sindri Þór Guðmundsson voru einnig í byrjunarliðinu ásamt markaskoraranum Frans. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Keflvíkingar vilja eflaust gleyma sumrinu 2018 er lið þeirra féll úr Pepsi Max deild karla með aðeins fjögur stig. Liðið vann ekki leik, gerði fjögur jafntefli og tapaði 18 leikjum. Þann 16. september sama ár mættu fallnir Keflvíkingar í Frostaskjólið. Mættu þeir þar KR-liði sem sat í 4. sæti deildarinnar með 33 stig eða 29 stigum meira en gestirnir. Leiknum lauk með 3-1 sigri KR en markaskorar leiksins gætu allir skorað er liðin mætast að nýju í kvöld. Frans Elvarsson kom Keflvíkingum óvænt yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin mínútu síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Atli Sigurjónsson kom KR yfir í síðari hálfleik og Pálmi Rafn gulltryggði svo sigurinn. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og eftir frábært sumar 2020 er Keflavík komið aftur í deild þeirra bestu. Liðið virðist töluvert betur í stakk búið til að halda sæti sínu í deildinni nú heldur en 2018. Keflavík er með 13 stig að loknum 10 leikjum á meðan KR er með 18 stig að loknum 11 leikjum. Fari svo að Keflavík landi sigri í kvöld þá fer liðið upp fyrir KR í töflunni vinni það leikinn sem það á til góða. Vissulega stórt EF þar á ferð en meðan Joey Gibbs skorar og skorar eru Keflvíkingar færir í flestan sjó. Heimamenn gætu stillt upp mjög svipuðu liði í kvöld og þeir gerðu 2018 en Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kennie Knak Chopart, Kristinn Jónsson og Óskar Örn Hauksson hófu allir leik ásamt þeim Pálma Rafni og Atla Sigurjóns. Athygli vekur að Oddur Ingi Bjarnason var á varamannabekk KR sem markvörður en hann var markahæsti leikmaður Grindavíkur í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og er einnig þar á láni í ár. Sindri Kristinn Ólafsson varði mark Keflavíkur fyrir þremur árum og verður að öllum líkindum á sínum stað í kvöld. Davíð Snær Jóhannsson og Sindri Þór Guðmundsson voru einnig í byrjunarliðinu ásamt markaskoraranum Frans. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.45. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira