Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KA 2-1 | Mikilvægur heimasigur í Árbænum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 13. júlí 2021 22:29 Fylkismenn sóttu sér mikilvæg þrjú stig gegn KA í kvöld. Vísir/Daníel Fylkir tók á móti KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Fylkismenn stukku úr tíunda sæti upp í það sjötta með mikilvægum 2-1 sigri. Það var huggulegt á Wurth vellinum í Árbænum í kvöld þegar að KA menn frá Akureyri mættu til þess að etja kappi við heimamenn í Fylki. Létt gola, skýjað og hitinn rúmlega 13 gráður. Með sigri gátu heimamenn smellt sér upp í efri helming töflunnar á markamun en KA gat þjarmað að liðunum í efstu sætunum með sigri. Það fór þó þannig að lokum að Fylkir vann mikilvægan 2-1 sigur og réttu sig aðeins af eftir erfitt tap fyrir HK í síðustu umferð. Leikurinn fór ágætlega af stað og það sem fréttaritari Vísis tók strax eftir var hversu mikill stærðar og þyngdarmunur var á liðunum. Sóknarmenn Fylkis voru lágvaxnir og kvikir en KA menn frá miðju og aftur virkuðu frekar þunglamalegir í samanburðinum. Fylkismenn létu sér vel lynda að bíða svolítið eftir að norðanmenn myndu sækja og beittu skyndisóknum sem KA voru stundum í stökustu vandræðum. KA fékk líka fyrstu hálffærin sem flest voru í formi skottilrauna frá þeirra besta manni, Hallgrími Mar Steinfrímssyni. Hallgrímur var líflegur úti á vinstri kantinum eins og endranær og er alltaf hættulegur þegar hann fer inn á völlinn. Flestar þessara tilrauna í fyrri hálfleik voru þó blokkeraðar af varnarmönnum Fylkis, sem stóðu sig með talsverðri prýði í leiknum. Þá sérstaklega Ásgeir Eyþórsson sem var gríðarlega öflugur í loftinu gegn sterkum KA mönnum. Um miðbik fyrri hálfleiksins fór Fylkismenn að hóta markinu. Djair Parfitt-Williams, Dagur Dan og Orri Hrafn fóru þar fremstir og áttu stórir og þungir varnarmenn KA erfitt með sum færin og sóknirnar sem þyngdust. Það kom svo að því að heimamenn brutu ísinn á 31. mínútu. Þórir kom upp hægri kantinn, kom boltanum á Djair sem átti bylmingsskot í stöngina. Boltinn hrökk út i teiginn þar sem Orri Sveinn Stefánsson var fyrstur að átta sig og renndi boltanum í mitt markið. 1-0 fyrir Fylki og þannig lauk fyrri hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var heldur varfærnari og voru norðanmenn meira með boltann og átti Hallgrímur gott skot í nærhornið sem Aron Snær varði. Það gerðist þó nokkrum sinnum að þegar KA tapaði boltanum þá voru eldfljótir framherjar og vængmenn Árbæinga að valda þeim vandræðum. Á 59. mínútu leiksins dró til tíðinda. Orri Hrafn fékk boltann á miðjum vallarhelmingi KA og sótti að marki. Fór svo djúpt í dótakassann sinn og dró þar upp einhvern gríðarfjölda af skærum, setti varnarmann KA á rassinn og negldi boltanum í vinstra hornið. Geggjað mark. Hallgrímur Mar var þó ekki lengi að svara. Hann fékk boltann á vinstri kantinum fimm mínútum síðar, lék inn á völlinn og skaut að marki. Boltinn hafði örlitla viðkomu í varnarmanni en það var nóg til þess að boltinn sveif í fallegum boga yfir Aron í markinu. 2-1 og nóg eftir af leiknum. Það var samt ekki fyrr en í lokin að KA mönnum tókst virkilega að negla Fylkismenn í kaðlana. Hallgrímur Mar átti skalla í stöngina eftir flotta fyrirgjöf frá Steinþóri og svo átti Dusan Brkovic flott skot í teignum sem hafnaði í stönginni. Undirritaður var viss um að það skot myndi liggja. En, eins og stundum þá vildi boltinn ekki inn og Fylkir fagnaði gríðarlega mikilvægum sigri, 2-1. Gamall og góður Miðjumaður Fylkis, Helgi Valur Daníelsson fagnaði fertugsafmæli sínu í dag. Hann átti prýðisgóðan leik framarlega á miðjunni og skilaði sínu og rúmlega það. Einn af fáum í Fylkisliðinu sem gat mætt líkamlegum KA mönnum. Fylkismenn gerðu líka vel og leystu sinn mann út með armbandsúri í lok leiks. Hvers vegna vann Fylkir? Það er gamla góða útskýringin sem á vel við hérna. Fylkir nýtti einfaldlega færin betur en KA og skoruðu tvö mörk gegn einu. Djair, Orri Hrafn og Dagur áttu verulega flottan leik á fremri helmingi vallarins og gerðu KA mjög erfitt fyrir með hraða sínum og krafti. Hvað næst? Fylkir er núna í 6. sæti deildarinnar með 14 stig. KA er í 5. sætinu með 17 stig. KA fær HK í heimsókn norður í land(Þó ekki til Dalvíkur!) á Sunnudaginn kl 16:00 en Fylkir skellir sér í Hafnarfjörðinn til þess að etja kappi við lánlausa FHinga. Ólafur Stígsson: Mjög sáttur við strákana Þjálfari Fylkis var eðlilega ánægður með stigin þrjú.Vísir/Daníel Ólafur Stígsson þjálfari Fylkis var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld gegn KA eftir erfitt gengi undanfarið. „Þetta var í rauninni bara skemmtilegur leikur með mikið af færum. Við vorum kannski heppnir þarna í lokin þegar þeir lágu vel á okkur en á móti kemur að við fengum ansi góðar stöður til þess að koma okkur í tveggja eða jafnvel þriggja marka forystu. Ég er samt bara mjög sáttur við strákana“ Fylkir stilltu upp mun lágvaxnara og kvikara liði en KA menn og það meðal annars skilaði sér í frábæru marki hjá Orra Hrafni sem var munurinn á liðunum þegar allt kom til alls. „Mér fannst við koma okkur í mjög góðar stöður. Við lágum aðeins til baka og náðum mjög góðum hröðum áhlaupum á þá. Hefðu verið aðeins skynsamari á sumum mómentum þá hefðum við getað komist í þrjú núll. En eins og ég segi þá er þetta hörku KA lið með mjög sterka og hávaxna menn þarna aftast. Við vorum að mörgu leiti heppnir.“ Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis varð fertugur í dag. Hann var í byrjunarliðinu og lék um 70 mínútur. „Helgi er ótrúlegur leikmaður. Frábær fyrir okkur og magnað að hann sé ennþá að spila. Gaman fyrir Pepsi Max deildina og líka gaman fyrir yngri iðkendur. Hann er þvílík fyrirmynd fyrir alla í klúbbnum.“ Arnar Grétarsson: Verðum að nýta færin Arnar Grétarsson, þjálfari KA, segir að færanýting hafi skilið á milli liðana í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson þjálfari KA var að vonum ekkert sérstaklega ánægður í leikslok eftir 2-1 tap gegn Fylkismönnum í Árbænum „Við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik og Fylkir líka en það sem ég er kannski ósáttastur við er hvað Fylkir fékk mikið af færum í leiknum. Við gerðum margt mjög vel en það sem skilur á milli er að nýta færin. Við erum búnir að lenda í því gegn til dæmis Val, Víking og KR að nýta ekki færin en kannski er helsti munurinn hér í dag að Fylkir fékk nokkur góð færi. Það er alltaf erfitt að lenda 2-0 undir en ég er samt sáttur við að menn héldu áfram að reyna að koma sér í færi.“ Arnar sagist hafa vonað að KA liðið gæti hafa stimplað sig inn í alvöru baráttu í efri hlutanum en nú sé það erfitt. „Það sem er svekkjandi kannski núna að við erum að stimpla okkur út úr kannski svona skemmtilegri baráttu í efri hlutanum. Erum komnir svolítið langt fyrir aftan svo við þurfum bara að núllstilla okkur og byrja að vinna leiki aftur.“ Arnar vill að sínir menn nái að slíta sig frá miðjumoðinu. „Það þarf að nýta færin. Við ættum í raun og veru að vera með miklu fleiri stig en menn segja að taflan lýgur aldrei. Við erum með 17 stig eftir hálft mót og erum drullusvekktir með það. Við þurfum að bæta okkur í sóknarleiknum. Að nýta þau færi sem við fáum. Mér fannst samt í þessum leik að Fylkir hafi fengið of mikið af færum því við höfum verið góðir að verjast í sumar. Það er samt margt jákvætt í þessu, en mest svekkjandi er að nýta ekki færin og enda enn og aftur með núll stig.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir KA
Fylkir tók á móti KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Fylkismenn stukku úr tíunda sæti upp í það sjötta með mikilvægum 2-1 sigri. Það var huggulegt á Wurth vellinum í Árbænum í kvöld þegar að KA menn frá Akureyri mættu til þess að etja kappi við heimamenn í Fylki. Létt gola, skýjað og hitinn rúmlega 13 gráður. Með sigri gátu heimamenn smellt sér upp í efri helming töflunnar á markamun en KA gat þjarmað að liðunum í efstu sætunum með sigri. Það fór þó þannig að lokum að Fylkir vann mikilvægan 2-1 sigur og réttu sig aðeins af eftir erfitt tap fyrir HK í síðustu umferð. Leikurinn fór ágætlega af stað og það sem fréttaritari Vísis tók strax eftir var hversu mikill stærðar og þyngdarmunur var á liðunum. Sóknarmenn Fylkis voru lágvaxnir og kvikir en KA menn frá miðju og aftur virkuðu frekar þunglamalegir í samanburðinum. Fylkismenn létu sér vel lynda að bíða svolítið eftir að norðanmenn myndu sækja og beittu skyndisóknum sem KA voru stundum í stökustu vandræðum. KA fékk líka fyrstu hálffærin sem flest voru í formi skottilrauna frá þeirra besta manni, Hallgrími Mar Steinfrímssyni. Hallgrímur var líflegur úti á vinstri kantinum eins og endranær og er alltaf hættulegur þegar hann fer inn á völlinn. Flestar þessara tilrauna í fyrri hálfleik voru þó blokkeraðar af varnarmönnum Fylkis, sem stóðu sig með talsverðri prýði í leiknum. Þá sérstaklega Ásgeir Eyþórsson sem var gríðarlega öflugur í loftinu gegn sterkum KA mönnum. Um miðbik fyrri hálfleiksins fór Fylkismenn að hóta markinu. Djair Parfitt-Williams, Dagur Dan og Orri Hrafn fóru þar fremstir og áttu stórir og þungir varnarmenn KA erfitt með sum færin og sóknirnar sem þyngdust. Það kom svo að því að heimamenn brutu ísinn á 31. mínútu. Þórir kom upp hægri kantinn, kom boltanum á Djair sem átti bylmingsskot í stöngina. Boltinn hrökk út i teiginn þar sem Orri Sveinn Stefánsson var fyrstur að átta sig og renndi boltanum í mitt markið. 1-0 fyrir Fylki og þannig lauk fyrri hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var heldur varfærnari og voru norðanmenn meira með boltann og átti Hallgrímur gott skot í nærhornið sem Aron Snær varði. Það gerðist þó nokkrum sinnum að þegar KA tapaði boltanum þá voru eldfljótir framherjar og vængmenn Árbæinga að valda þeim vandræðum. Á 59. mínútu leiksins dró til tíðinda. Orri Hrafn fékk boltann á miðjum vallarhelmingi KA og sótti að marki. Fór svo djúpt í dótakassann sinn og dró þar upp einhvern gríðarfjölda af skærum, setti varnarmann KA á rassinn og negldi boltanum í vinstra hornið. Geggjað mark. Hallgrímur Mar var þó ekki lengi að svara. Hann fékk boltann á vinstri kantinum fimm mínútum síðar, lék inn á völlinn og skaut að marki. Boltinn hafði örlitla viðkomu í varnarmanni en það var nóg til þess að boltinn sveif í fallegum boga yfir Aron í markinu. 2-1 og nóg eftir af leiknum. Það var samt ekki fyrr en í lokin að KA mönnum tókst virkilega að negla Fylkismenn í kaðlana. Hallgrímur Mar átti skalla í stöngina eftir flotta fyrirgjöf frá Steinþóri og svo átti Dusan Brkovic flott skot í teignum sem hafnaði í stönginni. Undirritaður var viss um að það skot myndi liggja. En, eins og stundum þá vildi boltinn ekki inn og Fylkir fagnaði gríðarlega mikilvægum sigri, 2-1. Gamall og góður Miðjumaður Fylkis, Helgi Valur Daníelsson fagnaði fertugsafmæli sínu í dag. Hann átti prýðisgóðan leik framarlega á miðjunni og skilaði sínu og rúmlega það. Einn af fáum í Fylkisliðinu sem gat mætt líkamlegum KA mönnum. Fylkismenn gerðu líka vel og leystu sinn mann út með armbandsúri í lok leiks. Hvers vegna vann Fylkir? Það er gamla góða útskýringin sem á vel við hérna. Fylkir nýtti einfaldlega færin betur en KA og skoruðu tvö mörk gegn einu. Djair, Orri Hrafn og Dagur áttu verulega flottan leik á fremri helmingi vallarins og gerðu KA mjög erfitt fyrir með hraða sínum og krafti. Hvað næst? Fylkir er núna í 6. sæti deildarinnar með 14 stig. KA er í 5. sætinu með 17 stig. KA fær HK í heimsókn norður í land(Þó ekki til Dalvíkur!) á Sunnudaginn kl 16:00 en Fylkir skellir sér í Hafnarfjörðinn til þess að etja kappi við lánlausa FHinga. Ólafur Stígsson: Mjög sáttur við strákana Þjálfari Fylkis var eðlilega ánægður með stigin þrjú.Vísir/Daníel Ólafur Stígsson þjálfari Fylkis var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld gegn KA eftir erfitt gengi undanfarið. „Þetta var í rauninni bara skemmtilegur leikur með mikið af færum. Við vorum kannski heppnir þarna í lokin þegar þeir lágu vel á okkur en á móti kemur að við fengum ansi góðar stöður til þess að koma okkur í tveggja eða jafnvel þriggja marka forystu. Ég er samt bara mjög sáttur við strákana“ Fylkir stilltu upp mun lágvaxnara og kvikara liði en KA menn og það meðal annars skilaði sér í frábæru marki hjá Orra Hrafni sem var munurinn á liðunum þegar allt kom til alls. „Mér fannst við koma okkur í mjög góðar stöður. Við lágum aðeins til baka og náðum mjög góðum hröðum áhlaupum á þá. Hefðu verið aðeins skynsamari á sumum mómentum þá hefðum við getað komist í þrjú núll. En eins og ég segi þá er þetta hörku KA lið með mjög sterka og hávaxna menn þarna aftast. Við vorum að mörgu leiti heppnir.“ Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis varð fertugur í dag. Hann var í byrjunarliðinu og lék um 70 mínútur. „Helgi er ótrúlegur leikmaður. Frábær fyrir okkur og magnað að hann sé ennþá að spila. Gaman fyrir Pepsi Max deildina og líka gaman fyrir yngri iðkendur. Hann er þvílík fyrirmynd fyrir alla í klúbbnum.“ Arnar Grétarsson: Verðum að nýta færin Arnar Grétarsson, þjálfari KA, segir að færanýting hafi skilið á milli liðana í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson þjálfari KA var að vonum ekkert sérstaklega ánægður í leikslok eftir 2-1 tap gegn Fylkismönnum í Árbænum „Við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik og Fylkir líka en það sem ég er kannski ósáttastur við er hvað Fylkir fékk mikið af færum í leiknum. Við gerðum margt mjög vel en það sem skilur á milli er að nýta færin. Við erum búnir að lenda í því gegn til dæmis Val, Víking og KR að nýta ekki færin en kannski er helsti munurinn hér í dag að Fylkir fékk nokkur góð færi. Það er alltaf erfitt að lenda 2-0 undir en ég er samt sáttur við að menn héldu áfram að reyna að koma sér í færi.“ Arnar sagist hafa vonað að KA liðið gæti hafa stimplað sig inn í alvöru baráttu í efri hlutanum en nú sé það erfitt. „Það sem er svekkjandi kannski núna að við erum að stimpla okkur út úr kannski svona skemmtilegri baráttu í efri hlutanum. Erum komnir svolítið langt fyrir aftan svo við þurfum bara að núllstilla okkur og byrja að vinna leiki aftur.“ Arnar vill að sínir menn nái að slíta sig frá miðjumoðinu. „Það þarf að nýta færin. Við ættum í raun og veru að vera með miklu fleiri stig en menn segja að taflan lýgur aldrei. Við erum með 17 stig eftir hálft mót og erum drullusvekktir með það. Við þurfum að bæta okkur í sóknarleiknum. Að nýta þau færi sem við fáum. Mér fannst samt í þessum leik að Fylkir hafi fengið of mikið af færum því við höfum verið góðir að verjast í sumar. Það er samt margt jákvætt í þessu, en mest svekkjandi er að nýta ekki færin og enda enn og aftur með núll stig.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti