Fjölbreytt atvinnulíf gerir samfélög betri Jódís Skúladóttir skrifar 13. júlí 2021 15:30 Fjölbreytt atvinnulíf hefur alltaf verið eitt af stefnumálum Vinstri grænna. Við höfum talað gegn því að setja öll eggin í sömu körfuna. Ég trúi því að í hinum dreifðu og stundum brothættu byggðum sé forsenda uppbyggingar alltaf sú að innviðir séu með þeim hætti að fólk vilji búa á staðnum. Til þess að svo megi verða þarf gott aðgengi að allri þjónustu s.s. menntun á öllum skólastigum, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og menningu. Fólk er í eðli sínu skapandi og með því að tryggja íbúum öryggi og stuðning sköpum við líka frjóan jarðveg fyrir fjölbreytt atvinnulíf sem er byggt upp á sjálfbærri nýtingu auðlinda þjóðarinnar hvort sem er í landbúnaði, sjávarútvegi eða ferðaþjónustu. Þá sjáum við aukningu í nýsköpun og rannsóknum, menningu og listum og svo þau fjölmörgu og fjölbreyttu störf sem felast í þjónustu við mannlegt samfélag. Það sem við gerum fyrir nærsamfélagið skilar sér margfalt til baka. Árið 1911 risu fyrstu síldarverksmiðjurnar á Siglufirði, uppgangurinn var gríðarlegur og fór verðmæti síldarafurða upp í 35% af heildarútflutningstekjum Íslendinga þegar best lét. En svipull er sjávarafli og um 1969 hvarf síldarstofninn vegna offveiða. Afleiðingarnar urðu áfall í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar sem tók langan tíma að vinda ofan af. Þetta höfum við svo séð gerast aftur og aftur í íslensku atvinnulífi. Síldin, loðnan, þorskurinn. En það er ekki bara sjávarútvegurinn og viðkvæmt samspil nýtingar og stöðu fiskistofna sem hafa reynst atvinnulífinu snúinn. Ferðaþjónustan var orðin mjög umsvifamikil fyrir heimsfaraldur og tímabundið hrun í þeim geira hefur haft miklar og þungar afleiðingar fyrir fyrirtæki um land allt. Þó að það horfi nú til betri vegar var skellurinn fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein áminning um nauðsyn þess að atvinnulífið byggi á fjölbreyttum stoðum. Því megum við aldrei gleyma. VG hefur lagt á það áherslu að fjölbreytt atvinnulíf geti þrifist um allt land í sátt við náttúru og umhverfi. Við viljum tryggja að í hinum dreifðu byggðum séu til staðar þær forsendur sem þarf fyrir atvinnusköpun. Innviðir og stuðningskerfi eiga að tryggja öllum jöfn tækifæri til atvinnusköpunar. Þannig hafa lög um jöfnun flutningskostnaðar falið í sér mikilvægan stuðning við framleiðendur, ekki síður en við verslun og neytendur á landsbyggðinni, þó að vissulega þurfi að ganga mun lengra. Við þurfum jöfuð óháð búsetu. Þetta eru ekki orði tóm eins og aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sanna. Öflugar styrkveitingar til verkefna í matvælaframleiðslu í gegnum matvælasjóð. Stórsókn í nýsköpun, eða 73% aukning á kjörtímabilinu. Ábyrgur og stöðugur stuðningur við ferðaþjónustuna t.d í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða. Afkomutengd veiðigjöld með 33% hlutfalli af hagnaði af veiðum. Svona mætti lengi telja en stóra málið er að með VG í forystu tryggjum við að unnið sé af heilindum að fjölbreyttu atvinnulífi með það að markmiði að byggja upp gott og fjölbreytt samfélag um land allt. Við höfum gert vel og við ætlum að gera enn betur. Höfundur er lögfræðingur, sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og skipar þriðja sæti á framboðslista VG í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Fjölbreytt atvinnulíf hefur alltaf verið eitt af stefnumálum Vinstri grænna. Við höfum talað gegn því að setja öll eggin í sömu körfuna. Ég trúi því að í hinum dreifðu og stundum brothættu byggðum sé forsenda uppbyggingar alltaf sú að innviðir séu með þeim hætti að fólk vilji búa á staðnum. Til þess að svo megi verða þarf gott aðgengi að allri þjónustu s.s. menntun á öllum skólastigum, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og menningu. Fólk er í eðli sínu skapandi og með því að tryggja íbúum öryggi og stuðning sköpum við líka frjóan jarðveg fyrir fjölbreytt atvinnulíf sem er byggt upp á sjálfbærri nýtingu auðlinda þjóðarinnar hvort sem er í landbúnaði, sjávarútvegi eða ferðaþjónustu. Þá sjáum við aukningu í nýsköpun og rannsóknum, menningu og listum og svo þau fjölmörgu og fjölbreyttu störf sem felast í þjónustu við mannlegt samfélag. Það sem við gerum fyrir nærsamfélagið skilar sér margfalt til baka. Árið 1911 risu fyrstu síldarverksmiðjurnar á Siglufirði, uppgangurinn var gríðarlegur og fór verðmæti síldarafurða upp í 35% af heildarútflutningstekjum Íslendinga þegar best lét. En svipull er sjávarafli og um 1969 hvarf síldarstofninn vegna offveiða. Afleiðingarnar urðu áfall í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar sem tók langan tíma að vinda ofan af. Þetta höfum við svo séð gerast aftur og aftur í íslensku atvinnulífi. Síldin, loðnan, þorskurinn. En það er ekki bara sjávarútvegurinn og viðkvæmt samspil nýtingar og stöðu fiskistofna sem hafa reynst atvinnulífinu snúinn. Ferðaþjónustan var orðin mjög umsvifamikil fyrir heimsfaraldur og tímabundið hrun í þeim geira hefur haft miklar og þungar afleiðingar fyrir fyrirtæki um land allt. Þó að það horfi nú til betri vegar var skellurinn fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein áminning um nauðsyn þess að atvinnulífið byggi á fjölbreyttum stoðum. Því megum við aldrei gleyma. VG hefur lagt á það áherslu að fjölbreytt atvinnulíf geti þrifist um allt land í sátt við náttúru og umhverfi. Við viljum tryggja að í hinum dreifðu byggðum séu til staðar þær forsendur sem þarf fyrir atvinnusköpun. Innviðir og stuðningskerfi eiga að tryggja öllum jöfn tækifæri til atvinnusköpunar. Þannig hafa lög um jöfnun flutningskostnaðar falið í sér mikilvægan stuðning við framleiðendur, ekki síður en við verslun og neytendur á landsbyggðinni, þó að vissulega þurfi að ganga mun lengra. Við þurfum jöfuð óháð búsetu. Þetta eru ekki orði tóm eins og aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sanna. Öflugar styrkveitingar til verkefna í matvælaframleiðslu í gegnum matvælasjóð. Stórsókn í nýsköpun, eða 73% aukning á kjörtímabilinu. Ábyrgur og stöðugur stuðningur við ferðaþjónustuna t.d í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða. Afkomutengd veiðigjöld með 33% hlutfalli af hagnaði af veiðum. Svona mætti lengi telja en stóra málið er að með VG í forystu tryggjum við að unnið sé af heilindum að fjölbreyttu atvinnulífi með það að markmiði að byggja upp gott og fjölbreytt samfélag um land allt. Við höfum gert vel og við ætlum að gera enn betur. Höfundur er lögfræðingur, sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og skipar þriðja sæti á framboðslista VG í Norðausturkjördæmi
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar