Demókratar flúðu Texas aftur Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 15:41 Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas eru nú staddir í Washington DC. AP Photo/J. Scott Applewhite Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas í Bandaríkjunum hafa flúið ríkið á nýjan leik til að reyna að koma í veg fyrir samþykkt umdeildra lagafrumvarpa í ríkinu. Athygli þeirra beinist sérstaklega að lagafrumvarpi sem mun gera fólki erfiðara að kjósa í Texas en einnig lögum um fósturrof og kennslu um rasisma í Bandaríkjunum. Án þess að hafa þingmenn Demókrataflokksins í þingsal geta Repúblikanar ekki samþykkt lagafrumvörp sín. Fyrsta markmið þessara þingmanna er að koma í veg fyrir samþykkt frumvarpa og hitt er að vekja athygli á viðleitni Repúblikana til að breyta kosningalögum sér í hag. Þingmennirnir eru nú staddir í Washington DC þar sem þeir hafa hvatt þingmenn þar til að leggja meira kapp í að verja kosningarétt Bandaríkjamanna, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Einn þeirra sagði blaðamönnum í dag að þeir væru ekki að flýja fyrir Demókrata. Þeir væru að gera þetta fyrir alla í Texas. Alla þá sem vilji nýta kosningarétt sinn. Texas congressman @RafaelAnchia on Democrats leaving state to block GOP voting bill: We're not doing this for Democrats. We're doing this for Republicans and Independents .Anyone in the state of Texas who needs to exercise their right to vote should do so freely. pic.twitter.com/UuT0nXt6th— CBS News (@CBSNews) July 13, 2021 Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin hafa unnið markvisst að því að gera fólki sem þykir líklegra til að kjósa Demókrata erfiðara að kjósa og hafa aðgerðir þeirra að miklu leyti beinst að þeldökku fólki. Þetta hafa þeir gert á grunni innihaldslausra ásakana Donalds Trump og bandmanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í forsetakosningunum í fyrra. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að hann hafi unnið kosningarnar en ekki Joe Biden. Frumvarpið sem repúblikanar í Texas ætluðu sér að samþykkja í gærkvöldi er sagt ganga enn lengra en þau sem hafa orðið að lögum í ríkjum eins og Georgíu og Flórída nýlega. Það myndi meðal annars stytta opnunartíma kjörstaða, gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með póstatkvæði og gefa eftirlitsmönnum flokkanna á kjörstöðum aukin áhrif. Kosningalögin í Texas voru fyrir ein þau ströngustu í Bandaríkjunum. Þessi sami hópur þingmanna flúði einnig þinghúsið í maí og þá með sama markmiði. Demókratar flúðu einnig frá Texas árið 2003, þegar 50 þingmenn flúðu til Oklahoma. Þá vildu þeir koma í veg fyrir að Repúblikanar gerðu breytingar á kjördæmum Texas sér í hag. Það heppnaðist ekki og AP fréttaveitan segir breytingarnar hafa kostað Demókrata fimm þingsæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon flúðu ríkið árið 2019 til að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps um baráttu gegn veðurfarsbreytingar af mannavöldum. Við það má bæta að sumrinu í Oregon hefur verið lýst sem helvíti. Þar loga miklir skógareldar og tugir eru taldir hafa dáið vegna minnst tveggja hitabylgna sem gengið hafa yfir svæðið. Flótti þingmanna til að koma í veg fyrir samþykkt umdeildra frumvarpa virkar sjaldan sem aldrei, samkvæmt samantekt AP. Hann virðist þó hafa virkað í Oregon árið 2019 en þá drógu Demókratar frumvarp sitt til baka. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, kallaði þingmenn aftur í þingsal í síðustu viku og þessi sérstaki þingfundur á að standa yfir í mánuð. Það gæti því reynst Demókrötum erfitt að halda mótmæli sín út. Abbott hefur hótað því að boða til nýs þingfundar verði frumvarpið ekki samþykkt á þessum og svo aftur og aftur. Hann hefur sömuleiðis hótað því að láta handtaka þingmennina þegar þeir snúa aftur til Texas. Reglur ríkisþinga Bandaríkjanna segja oft að lögreglan geti sótt þingmenn og þvingað þá til að sitja þingfundi. Í Texas þarf til að mynda einungis atkvæði meirihluta þeirra þingmanna sem eru á þingfundi til að senda lögregluna til að sækja þingmenn. Joe Biden, forseti, ætlar að leggja meiri áherslu á vernd kosningaréttarins á næstunni, eftir þrýsting frá öðrum Demókrötum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að gera það og koma á margs konar breytingum á kosningum í Bandaríkjunum. Það frumvarp mun þó aldrei fara í gegnum öldungadeildina, þar sem Demókratar eru með nauman meirihluta (51-50 með atkvæði varaforseta). Það er vegna reglu sem kallast filibuster á ensku. Á íslensku kallast hún einfaldlega reglan um aukinn meirihluta. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Reglan umrædda segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Biden mun hefja þessa viðleitni sína í Philadelphia í dag þar sem hann mun halda ræðu. Í ræðunni mun Biden fara yfir af hverju það sé rangt að neita fólki að taka þátt í kosningum og ítreka að hann muni berjast fyrir kosningarétti fólks, þrátt fyrir bylgju lagafrumvarpa sem ætlað sé að gera fólki erfiðara að kjósa. Minnst tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins hafa lýst sig andsnúna því að fella niður regluna um aukinn meirihluta og því er ekki útlit fyrir að Demókratar geti komið nokkru frumvarpi í gegnum öldungadeildina án aðkomu Repbúlikana. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01 Takmarkanir repúblikana á kosningum fá grænt ljós Hæstiréttur Bandaríkjanna lagði blessun sína yfir strangari reglur um kosningar sem repúblikanar í Arizona samþykktu árið 2016 í dag. Lögin voru talin koma sérstaklega niður á minnihlutahópum sem eru líklegri til þess að kjósa demókrata. 1. júlí 2021 15:36 Fjármálastjóri Trump gefur sig fram Búist er við því að Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins, verði leiddur fyrir dómara í dag eftir að hann gaf sig fram sjálfviljugur við saksóknara í New York. Hann og fyrirtækið sjálft eru ákærð fyrir skattalagabrot. 1. júlí 2021 11:17 Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. 23. júní 2021 23:45 Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. 15. júní 2021 16:53 „Afar ólíklegt“ að Biden fengi að skipa hæstaréttardómara 2024 Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta bandarísku öldungadeildarinnar, segir afar ólíklegt að hann myndi gera Joe Biden Bandaríkjaforseta kleift að skipa nýjan hæstaréttardómara árið 2024 ef repúblikanar næðu aftur meirihluta. 15. júní 2021 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Án þess að hafa þingmenn Demókrataflokksins í þingsal geta Repúblikanar ekki samþykkt lagafrumvörp sín. Fyrsta markmið þessara þingmanna er að koma í veg fyrir samþykkt frumvarpa og hitt er að vekja athygli á viðleitni Repúblikana til að breyta kosningalögum sér í hag. Þingmennirnir eru nú staddir í Washington DC þar sem þeir hafa hvatt þingmenn þar til að leggja meira kapp í að verja kosningarétt Bandaríkjamanna, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Einn þeirra sagði blaðamönnum í dag að þeir væru ekki að flýja fyrir Demókrata. Þeir væru að gera þetta fyrir alla í Texas. Alla þá sem vilji nýta kosningarétt sinn. Texas congressman @RafaelAnchia on Democrats leaving state to block GOP voting bill: We're not doing this for Democrats. We're doing this for Republicans and Independents .Anyone in the state of Texas who needs to exercise their right to vote should do so freely. pic.twitter.com/UuT0nXt6th— CBS News (@CBSNews) July 13, 2021 Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin hafa unnið markvisst að því að gera fólki sem þykir líklegra til að kjósa Demókrata erfiðara að kjósa og hafa aðgerðir þeirra að miklu leyti beinst að þeldökku fólki. Þetta hafa þeir gert á grunni innihaldslausra ásakana Donalds Trump og bandmanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í forsetakosningunum í fyrra. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að hann hafi unnið kosningarnar en ekki Joe Biden. Frumvarpið sem repúblikanar í Texas ætluðu sér að samþykkja í gærkvöldi er sagt ganga enn lengra en þau sem hafa orðið að lögum í ríkjum eins og Georgíu og Flórída nýlega. Það myndi meðal annars stytta opnunartíma kjörstaða, gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með póstatkvæði og gefa eftirlitsmönnum flokkanna á kjörstöðum aukin áhrif. Kosningalögin í Texas voru fyrir ein þau ströngustu í Bandaríkjunum. Þessi sami hópur þingmanna flúði einnig þinghúsið í maí og þá með sama markmiði. Demókratar flúðu einnig frá Texas árið 2003, þegar 50 þingmenn flúðu til Oklahoma. Þá vildu þeir koma í veg fyrir að Repúblikanar gerðu breytingar á kjördæmum Texas sér í hag. Það heppnaðist ekki og AP fréttaveitan segir breytingarnar hafa kostað Demókrata fimm þingsæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon flúðu ríkið árið 2019 til að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps um baráttu gegn veðurfarsbreytingar af mannavöldum. Við það má bæta að sumrinu í Oregon hefur verið lýst sem helvíti. Þar loga miklir skógareldar og tugir eru taldir hafa dáið vegna minnst tveggja hitabylgna sem gengið hafa yfir svæðið. Flótti þingmanna til að koma í veg fyrir samþykkt umdeildra frumvarpa virkar sjaldan sem aldrei, samkvæmt samantekt AP. Hann virðist þó hafa virkað í Oregon árið 2019 en þá drógu Demókratar frumvarp sitt til baka. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, kallaði þingmenn aftur í þingsal í síðustu viku og þessi sérstaki þingfundur á að standa yfir í mánuð. Það gæti því reynst Demókrötum erfitt að halda mótmæli sín út. Abbott hefur hótað því að boða til nýs þingfundar verði frumvarpið ekki samþykkt á þessum og svo aftur og aftur. Hann hefur sömuleiðis hótað því að láta handtaka þingmennina þegar þeir snúa aftur til Texas. Reglur ríkisþinga Bandaríkjanna segja oft að lögreglan geti sótt þingmenn og þvingað þá til að sitja þingfundi. Í Texas þarf til að mynda einungis atkvæði meirihluta þeirra þingmanna sem eru á þingfundi til að senda lögregluna til að sækja þingmenn. Joe Biden, forseti, ætlar að leggja meiri áherslu á vernd kosningaréttarins á næstunni, eftir þrýsting frá öðrum Demókrötum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að gera það og koma á margs konar breytingum á kosningum í Bandaríkjunum. Það frumvarp mun þó aldrei fara í gegnum öldungadeildina, þar sem Demókratar eru með nauman meirihluta (51-50 með atkvæði varaforseta). Það er vegna reglu sem kallast filibuster á ensku. Á íslensku kallast hún einfaldlega reglan um aukinn meirihluta. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Reglan umrædda segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Biden mun hefja þessa viðleitni sína í Philadelphia í dag þar sem hann mun halda ræðu. Í ræðunni mun Biden fara yfir af hverju það sé rangt að neita fólki að taka þátt í kosningum og ítreka að hann muni berjast fyrir kosningarétti fólks, þrátt fyrir bylgju lagafrumvarpa sem ætlað sé að gera fólki erfiðara að kjósa. Minnst tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins hafa lýst sig andsnúna því að fella niður regluna um aukinn meirihluta og því er ekki útlit fyrir að Demókratar geti komið nokkru frumvarpi í gegnum öldungadeildina án aðkomu Repbúlikana.
Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Reglan umrædda segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01 Takmarkanir repúblikana á kosningum fá grænt ljós Hæstiréttur Bandaríkjanna lagði blessun sína yfir strangari reglur um kosningar sem repúblikanar í Arizona samþykktu árið 2016 í dag. Lögin voru talin koma sérstaklega niður á minnihlutahópum sem eru líklegri til þess að kjósa demókrata. 1. júlí 2021 15:36 Fjármálastjóri Trump gefur sig fram Búist er við því að Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins, verði leiddur fyrir dómara í dag eftir að hann gaf sig fram sjálfviljugur við saksóknara í New York. Hann og fyrirtækið sjálft eru ákærð fyrir skattalagabrot. 1. júlí 2021 11:17 Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. 23. júní 2021 23:45 Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. 15. júní 2021 16:53 „Afar ólíklegt“ að Biden fengi að skipa hæstaréttardómara 2024 Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta bandarísku öldungadeildarinnar, segir afar ólíklegt að hann myndi gera Joe Biden Bandaríkjaforseta kleift að skipa nýjan hæstaréttardómara árið 2024 ef repúblikanar næðu aftur meirihluta. 15. júní 2021 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01
Takmarkanir repúblikana á kosningum fá grænt ljós Hæstiréttur Bandaríkjanna lagði blessun sína yfir strangari reglur um kosningar sem repúblikanar í Arizona samþykktu árið 2016 í dag. Lögin voru talin koma sérstaklega niður á minnihlutahópum sem eru líklegri til þess að kjósa demókrata. 1. júlí 2021 15:36
Fjármálastjóri Trump gefur sig fram Búist er við því að Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins, verði leiddur fyrir dómara í dag eftir að hann gaf sig fram sjálfviljugur við saksóknara í New York. Hann og fyrirtækið sjálft eru ákærð fyrir skattalagabrot. 1. júlí 2021 11:17
Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. 23. júní 2021 23:45
Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. 15. júní 2021 16:53
„Afar ólíklegt“ að Biden fengi að skipa hæstaréttardómara 2024 Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta bandarísku öldungadeildarinnar, segir afar ólíklegt að hann myndi gera Joe Biden Bandaríkjaforseta kleift að skipa nýjan hæstaréttardómara árið 2024 ef repúblikanar næðu aftur meirihluta. 15. júní 2021 09:00