Bíó og sjónvarp

Tiger King þættir Amazon hættir í fram­leiðslu?

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Cage segist ekki munu fara með hlutverk Joe Exotic.
Cage segist ekki munu fara með hlutverk Joe Exotic. Vísir/Getty

Svo virðist vera sem ekkert verði úr þáttum í framleiðslu Amazon um dýrahirðinn og dæmda glæpamanninn Joe Exotic, sem vakti mikla athygli í Netflix-heimildaþáttunum Tiger King. Leikarinn Nicolas Cage hafði tekið að sér aðalhlutverkið, sem Joe Exotic, en hann hefur ýjað að því að hann muni ekki fara með hlutverkið.

„Höfuð það á hreinu. Ég las tvö mjög góð handrit, sem mér fannst frábær, en ég held að Amazon hafi undist að efnið væri orðið úrelt vegna þess að það tók svo langan tíma að koma þessu saman,“ sagði Cage í viðtali við Variety sem birtist í gær.

Hann segir að á þeim tíma sem verkefnið hófst hafi Amazon þótt það spennandi en verkefnið sé nú orðið úrelt. Amazon hefur ekki svarað fyrirspurnum People um málið. 

Hefði orðið úr þáttunum hefði það verið fyrsta skipti sem Cage leikur í sjónvarpsþáttum. Fréttir um fyrirhugaða þættina bárust fyrst í maí í fyrra, aðeins vikum eftir að Tiger King: Murder, Mayhem and Madness komu út á Netflix. Byggja átti Amazon þættina á greininni Joe Exotic: A Dark Journey Into the World of a Man Gone Wild eftir Leif Reigstad sem birtist í Texas Monthly.

Þrátt fyrir að Amazon þættirnir séu ekki lengur á dagskrá þarf fólk ekki að örvænta, aðrir þættir úr smiðju NBCUniversal eru í vinnslu og byggjast þeir á lífi Exotic.

Þættir NBCU eru byggðir á Wondery hlaðvarpinu Joe Exotic og mun John Cameron Mitchell leika Exotic og Kate McKinnon mun fara með hlutverk Carole Baskin, óvinar Exotic.

Joe Exotic varð heimsfrægur eftir að Netflix þættirnir um hann komu út. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa borgað manni til að myrða Baskin.


Tengdar fréttir

Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King

Yfir­völd í Okla­homa í Banda­ríkjunum gerðu í dag rassíu á dýra­garði tígri­s­kóngsins Jeff Lowe sem Net­flix-heimilda­þættirnir vin­sælu Tiger King fjölluðu um. Sam­kvæmt til­kynningu yfir­valda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe.

Sjálfboðaliði í athvarfi Baskins bitinn af tígrisdýri

Tígrisdýr í dýraathvarfi Carole Baskins í Flórída beit konu í gær og er sagt hafa næstum því rifið af konunni hendina. Konan var að fæða tígrisdýrið og er sögð hafa stungið hendinni inn í búrið fyrir mistök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.