Óvissa með framtíð Lingard Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2021 16:30 Ekki er víst hvar Jesse Lingard spilar á næstu leiktíð. Plumb Images/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Jesse Lingard stóð sig frábærlega eftir að hann var lánaður til West Ham United í janúar síðastliðnum. Hann er í dag leikmaður Manchester United en forráðamenn liðsins virðast ekki vita hvað þeir eigi að gera við leikmanninn. Hinn 28 ára gamli Lingard fór á láni til West Ham á síðustu leiktíð og stóð sig með prýði. Skoraði hann níu mörk og lagði upp önnur fimm í aðeins 16 leikjum. Hann var nálægt því að vera valinn ílandsliðshóp Englands fyrir EM en Gareth Southgate – þjálfari liðsins – ákvað á endanum að velja frekar fjóra hægri bakverði. Samkvæmt heimildum The Athletic hefur West Ham mikinn áhuga á að festa kaup á leikmanninum en er ekki tilbúið að borga uppsett verð. Lingard á aðeins tólf mánuði eftir af samningi sínum á Old Trafford en samt sem áður vill Man United 30 milljónir punda. Jadon Sancho due a three-week break (like other England players) so debut could be final pre-season game.Attention turns to Raphael Varane, who has indicated he wants to join #MUFC. Still significant gap to Real fee, however.Sales also needed https://t.co/JiGcqqsnpN— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) July 14, 2021 Mikil óvissa ríkir í herbúðum Man Utd varðandi framtíð Lingard. Talað er um að gefa leikmanninum nýjan samning svo hægt sé að selja hann á hærra verði næsta sumar eða selja strax þar sem liðið þarf á fjármunum að halda. Lingard sjálfur hefur sagt að aðalatriði hans sé að spila reglulega, eitthvað sem hann hefur ekki gert undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Manchester United hefur nú þegar staðfest kaup á Jadon Sancho fyrir rúmlega 70 milljónir punda en hann á þó enn eftir að gangast undir læknisskoðun. Þá er Raphaël Varane, miðvörður Real Madrid og franska landsliðsins, orðaður við rauða hluta Manchester-borgar. Það er því ljóst að félagið þarf á fjármunum að halda og það strax. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Lingard fór á láni til West Ham á síðustu leiktíð og stóð sig með prýði. Skoraði hann níu mörk og lagði upp önnur fimm í aðeins 16 leikjum. Hann var nálægt því að vera valinn ílandsliðshóp Englands fyrir EM en Gareth Southgate – þjálfari liðsins – ákvað á endanum að velja frekar fjóra hægri bakverði. Samkvæmt heimildum The Athletic hefur West Ham mikinn áhuga á að festa kaup á leikmanninum en er ekki tilbúið að borga uppsett verð. Lingard á aðeins tólf mánuði eftir af samningi sínum á Old Trafford en samt sem áður vill Man United 30 milljónir punda. Jadon Sancho due a three-week break (like other England players) so debut could be final pre-season game.Attention turns to Raphael Varane, who has indicated he wants to join #MUFC. Still significant gap to Real fee, however.Sales also needed https://t.co/JiGcqqsnpN— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) July 14, 2021 Mikil óvissa ríkir í herbúðum Man Utd varðandi framtíð Lingard. Talað er um að gefa leikmanninum nýjan samning svo hægt sé að selja hann á hærra verði næsta sumar eða selja strax þar sem liðið þarf á fjármunum að halda. Lingard sjálfur hefur sagt að aðalatriði hans sé að spila reglulega, eitthvað sem hann hefur ekki gert undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Manchester United hefur nú þegar staðfest kaup á Jadon Sancho fyrir rúmlega 70 milljónir punda en hann á þó enn eftir að gangast undir læknisskoðun. Þá er Raphaël Varane, miðvörður Real Madrid og franska landsliðsins, orðaður við rauða hluta Manchester-borgar. Það er því ljóst að félagið þarf á fjármunum að halda og það strax.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira