Ekki ástæða til að aðhafast vegna myndbands óskráðrar ferðaskrifstofu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júlí 2021 15:18 Sjáskot úr umræddu myndbandi. skjáskot Ekki er talin ástæða til að aðhafast vegna utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi sem meint ferðaskrifstofa að nafninu Morii tours birti á Twitter, að mati sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Svo virðist sem að heimasíðu Morii tours hafi verið eytt eftir umfjöllun um myndbandið. Stundin greindi frá tilvist myndbandsins í vikunni en því hefur nú verið eytt af Twitter. Myndbandið má sjá hér að neðan, en þar sjást þrír einstaklingar við gígbarm Rauðuskálar í grennd við Heklu. Sitja þeir ofan á jeppa sem augljóslega hefur verið ekið upp að gígnum. Klippa: Utanvegaakstur Morii tours Texti sem fylgir myndbandinu gefur til kynna að þeir sem birtu það telji sig hafa fundið áður óþekktan stað á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, að stofnunni hafi borist ábendingar um utanvegaaksturinn og að málið hafi verið tekið til skoðunar. Stofnunin muni hins vegar ekki taka málið lengra. Rauðaskál er í Rangárþingi ytra.Mynd/Map.is Líklegt sé að umræddir aðilar hafi elt önnur för að gígnum, það sé ekki óalgengt þó að enginn merktur vegur gangi upp á gíginn, heldur aðeins að honum. Segir Daníel ljóst að þarna þurfi að afmarka betur aðgengi að gígnum til þess að fyrirbyggja utanvegaakstur á svæðinu. Í frétt Stundarinnar segir að Morii tours hafi auglýst sjö daga pakkaferðir til Íslands á um sex þúsund dollara á mann, tæpar 750 þúsund krónur, sem hægt hafi verið að bóka á vef fyrirtækisins. Í frétt Stundarinnar segir hins vegar að Ferðamálastofu hafi ekki borist neinar umsóknir um leyfi til að starfrækja ferðaskrifstofu frá Morii tours hér á landi, líkt og skylda er sé ætlunin að selja pakkaferðir. Excited to have officially launched!Join us for the adventure of a lifetime this summer in Iceland!https://t.co/4ws5URcNGO pic.twitter.com/3LR6aJUxU4— morii (@morii_tours) June 1, 2021 Athygli vekur að svo virðist sem sé búið að eyða Instagram-síðu hinnar meintu ferðaskrifstofu sem auglýst er á Twitter-síðu hennar, auk þess sem að tengill sem finna má á Twitter-síðunni sem vísar á heimasíðu Morii Tours skilar eingöngu villu, sé smellt á tengilinn. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Neytendur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Stundin greindi frá tilvist myndbandsins í vikunni en því hefur nú verið eytt af Twitter. Myndbandið má sjá hér að neðan, en þar sjást þrír einstaklingar við gígbarm Rauðuskálar í grennd við Heklu. Sitja þeir ofan á jeppa sem augljóslega hefur verið ekið upp að gígnum. Klippa: Utanvegaakstur Morii tours Texti sem fylgir myndbandinu gefur til kynna að þeir sem birtu það telji sig hafa fundið áður óþekktan stað á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, að stofnunni hafi borist ábendingar um utanvegaaksturinn og að málið hafi verið tekið til skoðunar. Stofnunin muni hins vegar ekki taka málið lengra. Rauðaskál er í Rangárþingi ytra.Mynd/Map.is Líklegt sé að umræddir aðilar hafi elt önnur för að gígnum, það sé ekki óalgengt þó að enginn merktur vegur gangi upp á gíginn, heldur aðeins að honum. Segir Daníel ljóst að þarna þurfi að afmarka betur aðgengi að gígnum til þess að fyrirbyggja utanvegaakstur á svæðinu. Í frétt Stundarinnar segir að Morii tours hafi auglýst sjö daga pakkaferðir til Íslands á um sex þúsund dollara á mann, tæpar 750 þúsund krónur, sem hægt hafi verið að bóka á vef fyrirtækisins. Í frétt Stundarinnar segir hins vegar að Ferðamálastofu hafi ekki borist neinar umsóknir um leyfi til að starfrækja ferðaskrifstofu frá Morii tours hér á landi, líkt og skylda er sé ætlunin að selja pakkaferðir. Excited to have officially launched!Join us for the adventure of a lifetime this summer in Iceland!https://t.co/4ws5URcNGO pic.twitter.com/3LR6aJUxU4— morii (@morii_tours) June 1, 2021 Athygli vekur að svo virðist sem sé búið að eyða Instagram-síðu hinnar meintu ferðaskrifstofu sem auglýst er á Twitter-síðu hennar, auk þess sem að tengill sem finna má á Twitter-síðunni sem vísar á heimasíðu Morii Tours skilar eingöngu villu, sé smellt á tengilinn.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Neytendur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira