Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2021 07:04 Ólöf Tara birtir mynd af kröfubréfunum og á henni að skilja að hún ætli ekki að verða við kröfunni. Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. Ólöf Tara birti mynd af kröfubréfinu á Twitter í gærkvöldi þar sem fram kemur að Ólöf Tara sé krafin um afsökunarbeiðni, miskabætur og lögmannskostnað vegna ummæla sem hún lét falla um Ingólf á Facebook og Twitter þann 28. júní síðastliðinn. Ummælin sem Ólöf Tara lét falla, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður segir að séu ærumeiðandi og varða við 235. grein almennra hegningarlaga, eru eftirfarandi: „Er ÍBV svona hræddir að við að kynna til leiks mann sem nauðgar?“ Vísar hún til ákvörðunar þjóðhátíðarnefndar að Ingólfur sæi um Brekkusönginn, ákvörðun sem nefndin féll síðar frá. Krafin um tvær milljónir króna Þess er krafist að Ólöf Tara biðji Ingólf skriflega afsökunar og birti afsökunarbeiðnina jafnt á Facebook sem Twitter. Þá er Ólöf Tara krafin um að fjarlægja ummælin, greiða Ingólfi tvær milljónir króna í miskabætur auk lögmannskostnaðar upp á 250 þúsund krónur - að meðtöldum virðisaukaskatti. Mín afsökunarbeiðni til þín. Mín eina eftirsjá er að syngja og tralla við þessa drepleiðinlegu tónlist þína. Kærðu það sorpið þitt. (Mynd af kröfubréfi). pic.twitter.com/q48bTbRrtv— Ólöf Tara (@OlofTara) July 14, 2021 Ólöf Tara hefur frest til 19. júlí til að verða við kröfunum en ella áskilur Ingólfur sér rétt til að höfða mál gegn henni. Ólöf Tara hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og vakti athygli þegar hún gerði opinberlega athugasemdir við að ekki væri fjallað um ásakanir á hendur Sölva Tryggvasyni í fjölmiðlum. Fréttablaðið stendur við fréttir sínar Fjórir til viðbótar hafa fengið kröfubréf þeirra á meðal Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu. Er hún krafin um þrjár milljónir króna vegna fréttaskrifa sinna. Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, tjáði Vísi í gær að blaðið stæði við frétt sína. Þá var Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, einn fimmmenninganna, afdráttarlaus í yfirlýsingu í gær. Hann sagðist hafa notað óheflað mál af ásettu ráði, bæðist ekki afsökunar á neinu og sagði gott að skrif sín hafi stuðað, þar sem um sé að ræða hið ljótasta mál. Auk þeirra þriggja hafa Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, og Edda Falak einkaþjálfari fengið kröfubréf. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Haraldur hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter í fyrra. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Ólöf Tara birti mynd af kröfubréfinu á Twitter í gærkvöldi þar sem fram kemur að Ólöf Tara sé krafin um afsökunarbeiðni, miskabætur og lögmannskostnað vegna ummæla sem hún lét falla um Ingólf á Facebook og Twitter þann 28. júní síðastliðinn. Ummælin sem Ólöf Tara lét falla, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður segir að séu ærumeiðandi og varða við 235. grein almennra hegningarlaga, eru eftirfarandi: „Er ÍBV svona hræddir að við að kynna til leiks mann sem nauðgar?“ Vísar hún til ákvörðunar þjóðhátíðarnefndar að Ingólfur sæi um Brekkusönginn, ákvörðun sem nefndin féll síðar frá. Krafin um tvær milljónir króna Þess er krafist að Ólöf Tara biðji Ingólf skriflega afsökunar og birti afsökunarbeiðnina jafnt á Facebook sem Twitter. Þá er Ólöf Tara krafin um að fjarlægja ummælin, greiða Ingólfi tvær milljónir króna í miskabætur auk lögmannskostnaðar upp á 250 þúsund krónur - að meðtöldum virðisaukaskatti. Mín afsökunarbeiðni til þín. Mín eina eftirsjá er að syngja og tralla við þessa drepleiðinlegu tónlist þína. Kærðu það sorpið þitt. (Mynd af kröfubréfi). pic.twitter.com/q48bTbRrtv— Ólöf Tara (@OlofTara) July 14, 2021 Ólöf Tara hefur frest til 19. júlí til að verða við kröfunum en ella áskilur Ingólfur sér rétt til að höfða mál gegn henni. Ólöf Tara hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og vakti athygli þegar hún gerði opinberlega athugasemdir við að ekki væri fjallað um ásakanir á hendur Sölva Tryggvasyni í fjölmiðlum. Fréttablaðið stendur við fréttir sínar Fjórir til viðbótar hafa fengið kröfubréf þeirra á meðal Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu. Er hún krafin um þrjár milljónir króna vegna fréttaskrifa sinna. Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, tjáði Vísi í gær að blaðið stæði við frétt sína. Þá var Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, einn fimmmenninganna, afdráttarlaus í yfirlýsingu í gær. Hann sagðist hafa notað óheflað mál af ásettu ráði, bæðist ekki afsökunar á neinu og sagði gott að skrif sín hafi stuðað, þar sem um sé að ræða hið ljótasta mál. Auk þeirra þriggja hafa Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, og Edda Falak einkaþjálfari fengið kröfubréf. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Haraldur hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter í fyrra.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52
Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23