Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2021 11:23 Britney Spears lýsti því fyrir dómara í gær að hún vilji kæra föður sinn fyrir misnotkun. AP/Chris Pizzello Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. „Ég vil kæra föður minn fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir mér,“ sagði Spears við Brendu Penny, dómara. „Ég vil kæra hann í dag,“ sagði hún. „Og ég vil að faðir minn verði rannsakaður.“ Þá sagði hún í dómssal að forræðið yfir henni væri „fokking grimmd“ og lýsti því að líf hennar hafi verið háð miklum takmörkunum. Hún hafi til dæmis ekki mátt drekka kaffi. „Ef það er ekki misnotkun þá veit ég ekki hvað,“ hefur fréttastofa CNN eftir henni. Í frétt NBC segir að Britney hafi lýst því að hún hafi verið mjög hrædd við föður sinn og að forræði hans yfir henni hafi leyft föður hennar að eyðileggja líf hennar. Hann hafi stjórnað mataræði hennar og vinnustundum og lýsti hún því að hann hafi þrælað henni til að vinna 70 klukkustunda vinnuvikur. „Markmið þeirra var að láta mér líða eins og ég sé klikkuð og ég er það ekki,“ sagði hún. „Og það er ekki í lagi.“ Í kjölfar dómsáheyrnarinnar fékk Britney leyfi til að ráða eigin lögmann, Mathew Rosengart, til að vinna í sjálfræðismáli hennar. Britney hefur lengi reynt að losna undan forræði föður síns en hann hefur frá árinu 2008 haft lagalegt forræði yfir öllum hennar gjörðum. Britney hafði hingað til verið skaffaður lögmaður af dómstólum en hann sagði sig frá máli hennar á dögunum eftir að í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn gögnum sem eru nauðsynleg til þess að hún fái aftur sjálfræði. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Lögmaður Britney hættir Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni. 6. júlí 2021 16:38 Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. 6. júlí 2021 08:08 Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
„Ég vil kæra föður minn fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir mér,“ sagði Spears við Brendu Penny, dómara. „Ég vil kæra hann í dag,“ sagði hún. „Og ég vil að faðir minn verði rannsakaður.“ Þá sagði hún í dómssal að forræðið yfir henni væri „fokking grimmd“ og lýsti því að líf hennar hafi verið háð miklum takmörkunum. Hún hafi til dæmis ekki mátt drekka kaffi. „Ef það er ekki misnotkun þá veit ég ekki hvað,“ hefur fréttastofa CNN eftir henni. Í frétt NBC segir að Britney hafi lýst því að hún hafi verið mjög hrædd við föður sinn og að forræði hans yfir henni hafi leyft föður hennar að eyðileggja líf hennar. Hann hafi stjórnað mataræði hennar og vinnustundum og lýsti hún því að hann hafi þrælað henni til að vinna 70 klukkustunda vinnuvikur. „Markmið þeirra var að láta mér líða eins og ég sé klikkuð og ég er það ekki,“ sagði hún. „Og það er ekki í lagi.“ Í kjölfar dómsáheyrnarinnar fékk Britney leyfi til að ráða eigin lögmann, Mathew Rosengart, til að vinna í sjálfræðismáli hennar. Britney hefur lengi reynt að losna undan forræði föður síns en hann hefur frá árinu 2008 haft lagalegt forræði yfir öllum hennar gjörðum. Britney hafði hingað til verið skaffaður lögmaður af dómstólum en hann sagði sig frá máli hennar á dögunum eftir að í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn gögnum sem eru nauðsynleg til þess að hún fái aftur sjálfræði.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Lögmaður Britney hættir Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni. 6. júlí 2021 16:38 Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. 6. júlí 2021 08:08 Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Lögmaður Britney hættir Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni. 6. júlí 2021 16:38
Umboðsmaður Britney til 25 ára hættir Larry Rudolph, umboðsmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur óskað eftir því að hætta störfum. Hann hefur starfað sem umboðsmaður Spears frá miðjum tíunda áratugnum. 6. júlí 2021 08:08
Vilja segja sig frá umsjón fjármála Spears Fjármálafyrirtækið Bessemer Trust, sem fer með umboð yfir fjármálum poppstjörnunar Britney Spears í sameiningu með föður hennar, hefur farið fram á það við dómstóla að losna undan fyrirkomulaginu. 2. júlí 2021 07:14